Íslenska hagkerfið hefur breyst mikið á undanförnum árum Heimir Már Pétursson skrifar 4. ágúst 2017 14:15 Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor. Vísir/GVA Vöruskiptajöfnuður Íslendinga hefur verið neikvæður í rúm tvö ár eftir að hafa verið jákvæður í fimm ár þar á undan. Þetta þýðir að Íslendingar eru að flytja mun meira inn af vörum en þeir flytja út, en prófessor í hagfræði segir þetta sýna að Ísland sé orðið efnahagslega líkara þróuðustu ríkjum en áður. Í júlímánuði fluttu Íslendingar út vörur fyrir 35,7 milljarða króna og fluttu inn vörur fyrir 57 milljarða. Mismunurinn er 21,4 milljarðar króna, sem þýðir að vöruskiptajöfnuður þjóðarinnar var neikvæður um þá upphæð í júlí. Það er reyndar ekki nýtt að Íslendingar flytji út minni verðmæti í vörum en þeir flytja inn, því vöruskiptajöfnuðurinn hefur verið neikvæður frá því í maí árið 2015, eða í rúm tvö ár. Í fimm ár þar á undan var vöruskiptajöfnuðurinn hins vegar jákvæður. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að þetta sýni að þjónustutengd útflutningsstarfsemi sé að taka yfir af vöruútflutningi og ryðja vöruútflutningi til hliðar. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af þessu ef forsendur að baki útflutningnum séu eðlilegar. „Það er að segja ef þarna er að endurspeglast aukin hagkvæmni í þjónustu samanborið við vöruframleiðslu. Þetta er þróun sem við höfum séð í mörgum öðrum þjóðfélögum. Þar sem umfang framleiðslu á einhverjum sem þú getur látið detta ofan á tána á þér er að minnka og þetta óáþreifanlega, þjónusta, ferðaþjónusta, hótelþjónusta og svo framvegis er að aukast að umfangi. Þannig að þetta er í takti við það sem við sjáum í öðrum þjóðfélögum,“ segir Þórólfur.Vaxtaverkir og aðlögunarkostnaðuríslenska hagkerfið sé að þessu leyti að verða líkara því sem þekkist í þróuðustu ríkjum heims. „Og minna líkt hráefnaframleiðslu þjóðfélögunum sem eru gjarnan kennd við þróunarlönd eða þriðja heiminn. Þannig að því markinu til er þetta merki um þroska. En það má ekki gleyma því að á meðan svona breytingar verða þá finna þeir sem eru í vöruframleiðslunni fyrir því að rekstur í þeim greinum verður erfiðari og þessu fylgja vaxtaverkir og aðlögunarkostnaður,“ segir Þórólfur. Það sé hins vegar hlutverk stjórnvalda að sjá til þess að þessi breyting eða aðlögun verði ekki of dýru verði keypt fyrir framleiðslugreinarnar. Frá hruni hefur orðið mikil breyting á efnahagskerfinu með hröðum vexti ferðaþjónustunnar og þar með þjónustuútflutningi sem er orðinn stærstur hluti útflutnings þjóðarinnar á nokkrum árum. Hvernig árar í ferðaþjónustunni skiptir þjóðarbúið því meira máli en áður. „Við erum orðin viðkvæmari fyrir því sama og aðrir eru viðkvæmir fyrir. Ferðalög ráðast af tekjum og efnahag fólks. Þannig að þegar herðir á dalnum annars staðar finnum við fyrr fyrir því en við höfum gert,“ segir Þórólfur Matthíasson. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira
Vöruskiptajöfnuður Íslendinga hefur verið neikvæður í rúm tvö ár eftir að hafa verið jákvæður í fimm ár þar á undan. Þetta þýðir að Íslendingar eru að flytja mun meira inn af vörum en þeir flytja út, en prófessor í hagfræði segir þetta sýna að Ísland sé orðið efnahagslega líkara þróuðustu ríkjum en áður. Í júlímánuði fluttu Íslendingar út vörur fyrir 35,7 milljarða króna og fluttu inn vörur fyrir 57 milljarða. Mismunurinn er 21,4 milljarðar króna, sem þýðir að vöruskiptajöfnuður þjóðarinnar var neikvæður um þá upphæð í júlí. Það er reyndar ekki nýtt að Íslendingar flytji út minni verðmæti í vörum en þeir flytja inn, því vöruskiptajöfnuðurinn hefur verið neikvæður frá því í maí árið 2015, eða í rúm tvö ár. Í fimm ár þar á undan var vöruskiptajöfnuðurinn hins vegar jákvæður. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að þetta sýni að þjónustutengd útflutningsstarfsemi sé að taka yfir af vöruútflutningi og ryðja vöruútflutningi til hliðar. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af þessu ef forsendur að baki útflutningnum séu eðlilegar. „Það er að segja ef þarna er að endurspeglast aukin hagkvæmni í þjónustu samanborið við vöruframleiðslu. Þetta er þróun sem við höfum séð í mörgum öðrum þjóðfélögum. Þar sem umfang framleiðslu á einhverjum sem þú getur látið detta ofan á tána á þér er að minnka og þetta óáþreifanlega, þjónusta, ferðaþjónusta, hótelþjónusta og svo framvegis er að aukast að umfangi. Þannig að þetta er í takti við það sem við sjáum í öðrum þjóðfélögum,“ segir Þórólfur.Vaxtaverkir og aðlögunarkostnaðuríslenska hagkerfið sé að þessu leyti að verða líkara því sem þekkist í þróuðustu ríkjum heims. „Og minna líkt hráefnaframleiðslu þjóðfélögunum sem eru gjarnan kennd við þróunarlönd eða þriðja heiminn. Þannig að því markinu til er þetta merki um þroska. En það má ekki gleyma því að á meðan svona breytingar verða þá finna þeir sem eru í vöruframleiðslunni fyrir því að rekstur í þeim greinum verður erfiðari og þessu fylgja vaxtaverkir og aðlögunarkostnaður,“ segir Þórólfur. Það sé hins vegar hlutverk stjórnvalda að sjá til þess að þessi breyting eða aðlögun verði ekki of dýru verði keypt fyrir framleiðslugreinarnar. Frá hruni hefur orðið mikil breyting á efnahagskerfinu með hröðum vexti ferðaþjónustunnar og þar með þjónustuútflutningi sem er orðinn stærstur hluti útflutnings þjóðarinnar á nokkrum árum. Hvernig árar í ferðaþjónustunni skiptir þjóðarbúið því meira máli en áður. „Við erum orðin viðkvæmari fyrir því sama og aðrir eru viðkvæmir fyrir. Ferðalög ráðast af tekjum og efnahag fólks. Þannig að þegar herðir á dalnum annars staðar finnum við fyrr fyrir því en við höfum gert,“ segir Þórólfur Matthíasson.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira