Polestar 1 frá Volvo verður 600 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 7. nóvember 2017 13:15 Polestar 1. Sportbíladeild Volvo er orðin sjálfstæð og ber nafnið Polestar. Fyrsti bíllinn sem Polestar mun kynna eftir sjálfstæðið ber hið einfalda nafn Polestar 1 og byggir hann á útliti tilraunabílsins Volvo Concept Coupe sem Volvo sýndi strax á árinu 2013. Þessi bíll verður smíðaður í Kína í glænýrri verksmiðju í Chengdu og verður bíllinn kynntur til sögunnar um mitt ár 2019. Polestar 1 verður 600 hestafla kraftaköggull, með 1.000 Nm tog og því mun öflugri en nokkur Volvo bíll sem í boði er í dag. Hann verður með öflugum rafmagnsmótorum auk brunavélar og því tengiltvinnbíll. Bíllinn er byggður á sama undirvagni og S90 bíll Volvo. Polestar ætlar svo að kynna annan bíl merkisins nýja seinna árið 2019 og verður þar um að ræða fyrsta hreinræktaða bíl Volvo, eða Polestar í þessu tilfelli. Hann fær nafnið Polestar 2, ekkert verið að flækja það. Milli áranna 2019 og 2021 ætlar Volvo að kynna 5 nýja rafmagnsbíla, annaðhvort með nafninu Polestar eða Volvo. Kínverski bílaframleiðandinn Geely, sem á Volvo og Polestar ætlar að fjárfesta fyrir hátt í 80 milljarða í þróun nýrra bíla Polestar á næstu árum. Volvo er þegar búið að opna fyrir pantanir á hinum nýja Polestar 1 bíl, en engum sögum fer enn af viðtökum. Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent
Sportbíladeild Volvo er orðin sjálfstæð og ber nafnið Polestar. Fyrsti bíllinn sem Polestar mun kynna eftir sjálfstæðið ber hið einfalda nafn Polestar 1 og byggir hann á útliti tilraunabílsins Volvo Concept Coupe sem Volvo sýndi strax á árinu 2013. Þessi bíll verður smíðaður í Kína í glænýrri verksmiðju í Chengdu og verður bíllinn kynntur til sögunnar um mitt ár 2019. Polestar 1 verður 600 hestafla kraftaköggull, með 1.000 Nm tog og því mun öflugri en nokkur Volvo bíll sem í boði er í dag. Hann verður með öflugum rafmagnsmótorum auk brunavélar og því tengiltvinnbíll. Bíllinn er byggður á sama undirvagni og S90 bíll Volvo. Polestar ætlar svo að kynna annan bíl merkisins nýja seinna árið 2019 og verður þar um að ræða fyrsta hreinræktaða bíl Volvo, eða Polestar í þessu tilfelli. Hann fær nafnið Polestar 2, ekkert verið að flækja það. Milli áranna 2019 og 2021 ætlar Volvo að kynna 5 nýja rafmagnsbíla, annaðhvort með nafninu Polestar eða Volvo. Kínverski bílaframleiðandinn Geely, sem á Volvo og Polestar ætlar að fjárfesta fyrir hátt í 80 milljarða í þróun nýrra bíla Polestar á næstu árum. Volvo er þegar búið að opna fyrir pantanir á hinum nýja Polestar 1 bíl, en engum sögum fer enn af viðtökum.
Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent