Að stuðla að óheilsu Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 4. maí 2017 07:00 Fyrir Alþingi liggur frumvarp um að leyfa sölu á vodka, bjór og öðru áfengi í matvöruverslunum auk þess sem heimilað verður að auglýsa áfengi í fjölmiðlum. Frumvarpsflytjendur hafna því að neysla áfengis muni aukast ef það nær fram að ganga, þvert á rökstuddar umsagnir stofnana eins og Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, Embættis landlæknis og Umboðsmanns barna um að samþykkt þess hafi ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Verra er að í frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir því að aukin áfengisneysla hafi afleiðingar. Ef aðgengi að áfengi er aukið verða afleiðingar þess aukin neysla sem leiðir til meiri félags- og heilbrigðislegra vandamála. Fjarvistir frá vinnu munu aukast, sem og ölvunarakstur, innlagnir á sjúkrahús, aukinn þrýstingur verður á félagsmálayfirvöld og lögreglu. Ef skoðað er hvaða áhrif aukin áfengisneysla muni hafa á heilbrigði fólks er nóg að líta til Danmerkur, en þar er tíðni skorpulifrar 26 á hverja 100 þúsund hjá körlum en sambærileg tala á Íslandi er 3,3. Þess má geta að Danir lifa nokkrum árum skemur en Íslendingar. Af hverju nefni ég Danmörku í þessu sambandi? Jú, frumvarpsflytjendur vilja fá sama fyrirkomulag á sölu áfengis eins og tíðkast í Danmörku. Við megum taka upp margt jákvætt frá Dönum, en sleppum að taka upp þeirra áfengisómenningu. Ljóst er að umrætt frumvarp gengur gegn yfirlýstri stefnu stjórnvalda í áfengis- og vímuefnavörnum frá árinu 2014, þar sem m.a. kemur fram að takmarka beri aðgengi að áfengi með aðhaldssömu sölufyrirkomulagi. Heilbrigðisráðherra hefur sagt að hann styðji ekki breytingar sem leiði til meiri áfengisneyslu en hefur samt ekki gefið upp afstöðu sína til frumvarpsins, heldur ætlar hann að fylgjast með þinglegri meðferð þess. Afstaða ráðherrans er köld kveðja til aðila sem berjast á degi hverjum í forvarnastarfi gegn aukinni áfengisneyslu. Því er viðeigandi að minna ráðherra á að heilbrigðisráðuneytið ber ábyrgð á forvörnum og lýðheilsu í landinu sem hefur að markmiði að allar aðgerðir hins opinbera og annarra skulu miða að því að viðhalda og bæta heilbrigði, en ekki stuðla að aukinni óheilsu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur frumvarp um að leyfa sölu á vodka, bjór og öðru áfengi í matvöruverslunum auk þess sem heimilað verður að auglýsa áfengi í fjölmiðlum. Frumvarpsflytjendur hafna því að neysla áfengis muni aukast ef það nær fram að ganga, þvert á rökstuddar umsagnir stofnana eins og Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, Embættis landlæknis og Umboðsmanns barna um að samþykkt þess hafi ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Verra er að í frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir því að aukin áfengisneysla hafi afleiðingar. Ef aðgengi að áfengi er aukið verða afleiðingar þess aukin neysla sem leiðir til meiri félags- og heilbrigðislegra vandamála. Fjarvistir frá vinnu munu aukast, sem og ölvunarakstur, innlagnir á sjúkrahús, aukinn þrýstingur verður á félagsmálayfirvöld og lögreglu. Ef skoðað er hvaða áhrif aukin áfengisneysla muni hafa á heilbrigði fólks er nóg að líta til Danmerkur, en þar er tíðni skorpulifrar 26 á hverja 100 þúsund hjá körlum en sambærileg tala á Íslandi er 3,3. Þess má geta að Danir lifa nokkrum árum skemur en Íslendingar. Af hverju nefni ég Danmörku í þessu sambandi? Jú, frumvarpsflytjendur vilja fá sama fyrirkomulag á sölu áfengis eins og tíðkast í Danmörku. Við megum taka upp margt jákvætt frá Dönum, en sleppum að taka upp þeirra áfengisómenningu. Ljóst er að umrætt frumvarp gengur gegn yfirlýstri stefnu stjórnvalda í áfengis- og vímuefnavörnum frá árinu 2014, þar sem m.a. kemur fram að takmarka beri aðgengi að áfengi með aðhaldssömu sölufyrirkomulagi. Heilbrigðisráðherra hefur sagt að hann styðji ekki breytingar sem leiði til meiri áfengisneyslu en hefur samt ekki gefið upp afstöðu sína til frumvarpsins, heldur ætlar hann að fylgjast með þinglegri meðferð þess. Afstaða ráðherrans er köld kveðja til aðila sem berjast á degi hverjum í forvarnastarfi gegn aukinni áfengisneyslu. Því er viðeigandi að minna ráðherra á að heilbrigðisráðuneytið ber ábyrgð á forvörnum og lýðheilsu í landinu sem hefur að markmiði að allar aðgerðir hins opinbera og annarra skulu miða að því að viðhalda og bæta heilbrigði, en ekki stuðla að aukinni óheilsu.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun