James, sem hefur fjórum sinnum verið valinn verðmætasti leikmaður NBA á ferlinum, hefur átt frábært tímabil. Í deildakeppninni var James með 26,4 stig, 8,6 fráköst og 8,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann hefur aldrei tekið jafn mörg fráköst og gefið jafn margar stoðsendingar að meðaltali í leik á ferlinum.
James lét reiði sína bitna á Boston Celtics í nótt en hann skoraði 30 stig á 33 mínútum í stórsigri Cleveland Cavaliers, 86-130, í öðrum leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar.
Russell Westbrook, James Harden og Kawhi Leonard voru efstir í kjörinu á verðmætasta leikmanni deildarinnar. Það kemur í ljós 26. júní næstkomandi hver hreppir hnossið.
Leonard var einnig í hópi þriggja efstu í kjörinu á varnarmanni ársins ásamt Draymond Green og Rudy Gobert. Leonard hefur unnið þessi verðlaun undanfarin tvö ár.
Gobert, sem hefur átt frábært tímabil með Utah Jazz, var einnig meðal þriggja efstu í kjörinu á framfarakóngi ársins ásamt Nikola Jokic og Giannis Antetokounmpo. Næsta öruggt er að verðlaunin falli þeim síðastnefnda í skaut.
Andre Iguodala, Eric Gordon og Lou Williams voru efstir í kjörinu á sjötta leikmanni ársins.
Tveir leikmenn Philadelphia 76ers, Joel Embiid og Dario Saric, eru á meðal þriggja efstu í kjörinu á nýliða ársins. Auk Embiids og Saric kemur Malcolm Brogdon, leikmaður Milwaukee Bucks, til greina.
Mike D'Antoni (Houston Rockets), Gregg Popovich (San Antonio Spurs) og Erik Spoelstra (Miami Heat) voru efstir í kjörinu á þjálfara ársins.

Verðmætasti leikmaður ársins:
Russell Westbrook (Oklahoma City Thunder)
James Harden (Houston Rockets)
Kawhi Leonard (San Antonio Spurs)
Varnarmaður ársins:
Kawhi Leonard (San Antonio)
Draymond Green (Golden State Warriors)
Rudy Gobert (Utah Jazz)
Framfarakóngur ársins:
Rudy Gobert (Utah)
Giannis Antetokounmpo (Milwaukee Bucks)
Nikola Jokic (Denver Nuggets)
Sjötti leikmaður ársins:
Andre Igoudala (Golden State)
Eric Gordon (Houston)
Lou Williams (Houston)
Nýliði ársins:
Joel Embiid (Philadelphia 76ers)
Dario Saric (Philadelphia)
Malcolm Brogdon (Milwaukee)
Þjálfari ársins:
Mike D'Antoni (Houston)
Gregg Popovich (San Antonio)
Erik Spoelstra (Miami Het)