Engar áherslubreytingar fylgja nýjum eigendum Domino's Kristinn Ingi Jónsson skrifar 27. júlí 2017 07:00 Bretar eiga nú ráðandi hlut í Domino's á Íslandi. Vísir/Eyþór Domino’s í Bretlandi (Domino’s Pizza Group, DPG) hefur eignast ráðandi hlut í Domino’s á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð. Kaup Bretanna á hlut íslenskra fjárfesta í félögunum gengu í gegn síðari hluta aprílmánaðar. Engar áherslubreytingar í rekstri Domino’s hér á landi munu fylgja nýju eigendunum, að sögn forstjóra Domino’s á Íslandi. Fram kemur í nýbirtu uppgjöri DPG fyrir fyrstu sex mánuði ársins að félagið keypti tveggja prósenta hlut í Domino’s á Íslandi þann 19. apríl síðastliðinn fyrir 1,28 milljónir punda eða 174 milljónir króna. Eignaðist DPG þar með ráðandi 51 prósents hlut í Domino’s hér á landi. Seðlabanki Íslands þurfti að leggja blessun sína yfir kaupin. Á sama tíma keypti breska félagið 51 prósents hlut í rekstri Domino’s í Noregi og Svíþjóð af íslensku keðjunni. Var kaupverðið um 13,7 milljónir punda. Eignarhlutur DPG fór þar með úr 20 prósentum í 71 prósent.Birgir Örn Birgisson, forstjóri Domino's á ÍslandiBreska félagið keypti sig fyrst inn í rekstur Domino’s á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð í júní í fyrra. Um þrjú ár eru síðan íslenskir fjárfestar, undir forystu Birgis Þórs Bieltvedt, opnuðu fyrsta pitsustaðinn í Noregi og enn styttra er frá því að fyrsti staðurinn í Svíþjóð var opnaður. Fram kemur í uppgjörinu að sala Domino’s hér á landi hafi aukist um 15,2 prósent á fyrstu sex mánuðum ársins. Telja stjórnendur DPG að fjölga megi pitsustöðum keðjunnar hér um 37 prósent, eða átta staði, en þeir eru nú 22. Birgir Örn Birgisson, forstjóri Domino’s á Íslandi, segir að horft sé til langs tíma. „Ísland er að byggjast og stækka. Við höfum verið hverfispitsustaðurinn og nú eru að byggjast upp ný hverfi. Við munum stilla okkur þangað inn. Hversu hratt það gerist fer bara eftir skipulaginu á hverjum tíma og hversu vel það gengur að byggja upp.“ Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Domino’s í Bretlandi (Domino’s Pizza Group, DPG) hefur eignast ráðandi hlut í Domino’s á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð. Kaup Bretanna á hlut íslenskra fjárfesta í félögunum gengu í gegn síðari hluta aprílmánaðar. Engar áherslubreytingar í rekstri Domino’s hér á landi munu fylgja nýju eigendunum, að sögn forstjóra Domino’s á Íslandi. Fram kemur í nýbirtu uppgjöri DPG fyrir fyrstu sex mánuði ársins að félagið keypti tveggja prósenta hlut í Domino’s á Íslandi þann 19. apríl síðastliðinn fyrir 1,28 milljónir punda eða 174 milljónir króna. Eignaðist DPG þar með ráðandi 51 prósents hlut í Domino’s hér á landi. Seðlabanki Íslands þurfti að leggja blessun sína yfir kaupin. Á sama tíma keypti breska félagið 51 prósents hlut í rekstri Domino’s í Noregi og Svíþjóð af íslensku keðjunni. Var kaupverðið um 13,7 milljónir punda. Eignarhlutur DPG fór þar með úr 20 prósentum í 71 prósent.Birgir Örn Birgisson, forstjóri Domino's á ÍslandiBreska félagið keypti sig fyrst inn í rekstur Domino’s á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð í júní í fyrra. Um þrjú ár eru síðan íslenskir fjárfestar, undir forystu Birgis Þórs Bieltvedt, opnuðu fyrsta pitsustaðinn í Noregi og enn styttra er frá því að fyrsti staðurinn í Svíþjóð var opnaður. Fram kemur í uppgjörinu að sala Domino’s hér á landi hafi aukist um 15,2 prósent á fyrstu sex mánuðum ársins. Telja stjórnendur DPG að fjölga megi pitsustöðum keðjunnar hér um 37 prósent, eða átta staði, en þeir eru nú 22. Birgir Örn Birgisson, forstjóri Domino’s á Íslandi, segir að horft sé til langs tíma. „Ísland er að byggjast og stækka. Við höfum verið hverfispitsustaðurinn og nú eru að byggjast upp ný hverfi. Við munum stilla okkur þangað inn. Hversu hratt það gerist fer bara eftir skipulaginu á hverjum tíma og hversu vel það gengur að byggja upp.“
Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira