Leik lokið: Stjarnan - ÍR 75-72 | Stjarnan sópaði ÍR í frí Kristinn G. Friðriksson í Ásgarði í Garðabæ skrifar 22. mars 2017 21:45 Matthías Orri Sigurðarson sækir að körfu Stjörnunnar í kvöld. vísir/anton ÍR kom í heimsókn að Ásgarði í þriðja leik sínum við Stjörnuna í Domino‘s-deild karla í kvöld. Fyrir leikinn hafði Stjarnan 2-0 forystu í seríu liðanna og þurfti því aðeins einn leik til að sópa ÍR-ingum úr henni. Þetta tókst hjá heimamönnum en þurfti mikið átak til þar sem ÍR-ingar komu klárir í slaginn og tilbúnir að vinna leikinn. Það var algert jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik og aðeins tvö hetjuskot heimamanna sem skildu liðin að þegar gengið var til leikhlés og staðan 33-28. Baráttan í varnarleik beggja liða var mikið í fyrri hálfleiknum og hún hélt áfram í þeim seinni. Heimamenn náðu þó meiri tökum á leiknum í seinni og náðu að byggja litla forystu sem ÍR reyndi að elta það sem eftir lifði leiks. Hlynur Bæringsson tók til sinna ráða í lokafjórðungnum og setti mjög mikilvæg skot niður sem náðu í raun að slökkva aðeins á gestunum. Eftir mikla spennu á lokamínútum leiks náðu heimamenn að ríghalda í forystuna, sem var aðeins þrjú stig þegar Sigurkarl Róbert Jóhannesson fékk galopið þriggja stiga skot til þess að jafna leikinn á lokasekúndu leiksins. Stjarnan er því komin áfram í fjögurra liða úrslit og óljóst núna hverjum þeir mæta þar. Hjá Stjörnunni var Hlynur Bæringsson besti maður liðsins með 20 stig og 10 fráköst og 4 stoðsendingar. Hjá ÍR var Matthías Orri Sigurðarsson bestur með21 stig, 10 fráköst og 3 stoðsendingar.Stjarnan-ÍR 75-72 (15-16, 18-12, 20-21, 22-23)Stjarnan: Hlynur Elías Bæringsson 20/10 fráköst, Anthony Odunsi 10, Marvin Valdimarsson 10/4 fráköst, Justin Shouse 9/4 fráköst/7 stoðsendingar, Eysteinn Bjarni Ævarsson 7/6 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 7, Tómas Þórður Hilmarsson 7/4 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 3/4 fráköst, Ágúst Angantýsson 2, Brynjar Magnús Friðriksson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0, Óskar Þór Þorsteinsson 0.ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 21/10 fráköst, Quincy Hankins-Cole 14/14 fráköst/4 varin skot, Sveinbjörn Claessen 10, Hákon Örn Hjálmarsson 9, Trausti Eiríksson 5, Danero Thomas 4/6 fráköst, Daði Berg Grétarsson 3, Kristinn Marinósson 3, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 2, Sæþór Elmar Kristjánsson 1, Ólafur Barkarson 0, Stefán Ásgeir Arnarsson 0. Dominos-deild karla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Sjá meira
ÍR kom í heimsókn að Ásgarði í þriðja leik sínum við Stjörnuna í Domino‘s-deild karla í kvöld. Fyrir leikinn hafði Stjarnan 2-0 forystu í seríu liðanna og þurfti því aðeins einn leik til að sópa ÍR-ingum úr henni. Þetta tókst hjá heimamönnum en þurfti mikið átak til þar sem ÍR-ingar komu klárir í slaginn og tilbúnir að vinna leikinn. Það var algert jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik og aðeins tvö hetjuskot heimamanna sem skildu liðin að þegar gengið var til leikhlés og staðan 33-28. Baráttan í varnarleik beggja liða var mikið í fyrri hálfleiknum og hún hélt áfram í þeim seinni. Heimamenn náðu þó meiri tökum á leiknum í seinni og náðu að byggja litla forystu sem ÍR reyndi að elta það sem eftir lifði leiks. Hlynur Bæringsson tók til sinna ráða í lokafjórðungnum og setti mjög mikilvæg skot niður sem náðu í raun að slökkva aðeins á gestunum. Eftir mikla spennu á lokamínútum leiks náðu heimamenn að ríghalda í forystuna, sem var aðeins þrjú stig þegar Sigurkarl Róbert Jóhannesson fékk galopið þriggja stiga skot til þess að jafna leikinn á lokasekúndu leiksins. Stjarnan er því komin áfram í fjögurra liða úrslit og óljóst núna hverjum þeir mæta þar. Hjá Stjörnunni var Hlynur Bæringsson besti maður liðsins með 20 stig og 10 fráköst og 4 stoðsendingar. Hjá ÍR var Matthías Orri Sigurðarsson bestur með21 stig, 10 fráköst og 3 stoðsendingar.Stjarnan-ÍR 75-72 (15-16, 18-12, 20-21, 22-23)Stjarnan: Hlynur Elías Bæringsson 20/10 fráköst, Anthony Odunsi 10, Marvin Valdimarsson 10/4 fráköst, Justin Shouse 9/4 fráköst/7 stoðsendingar, Eysteinn Bjarni Ævarsson 7/6 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 7, Tómas Þórður Hilmarsson 7/4 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 3/4 fráköst, Ágúst Angantýsson 2, Brynjar Magnús Friðriksson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0, Óskar Þór Þorsteinsson 0.ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 21/10 fráköst, Quincy Hankins-Cole 14/14 fráköst/4 varin skot, Sveinbjörn Claessen 10, Hákon Örn Hjálmarsson 9, Trausti Eiríksson 5, Danero Thomas 4/6 fráköst, Daði Berg Grétarsson 3, Kristinn Marinósson 3, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 2, Sæþór Elmar Kristjánsson 1, Ólafur Barkarson 0, Stefán Ásgeir Arnarsson 0.
Dominos-deild karla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Sjá meira