FME mun kanna orðspor hluthafa í Arion banka Heimir Már Pétursson skrifar 22. mars 2017 20:00 Fjármálaeftirlitið mun meðal annars kanna orðspor þeirra sem eiga hlut í Arion banka og hvort hugsast geti að þeir sem keyptu hlut í bankanum um helgina eigi sameiginlega það mikið að þeir geti talist virkir hluthafar nú þegar. Þá hvílir sú skylda á Arion að upplýsa fyrir helgi hverjir eiga meira en eitt prósent í bankanum. Forstjóri Arion banka fór á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun til að ræða sölu Kaupþings á um 29 prósenta hlut í Arion banka til Goldman Sachs og þriggja vogunarsjóða. En fulltrúar Fjármálaeftirlitsins munu mæta á fund nefndarinnar á föstudag vegna málsins. Það telst virk eign í fjármálastofnun ef eignarhaldið fer í tíu prósent eða meira, en tveir vogunarsjóðanna eiga nú 9,99 prósenta hlut í Arion. Jón Þór Sturluson aðstoðarforsetjóri FME segir ekkert benda til að aðilar séu sameiginlega komnir yfir tíu prósenta mörkin, þótt allir þessir aðilar séu að fjárfesta í sama fyrirtækinu. „Þá er það ekki það sem skiptir máli þegar litið er til þess hvort að þetta séu tengsir aðilar. Það er spurning hvort það séu eignatengsl á milli þeirra eða önnur slík tengsl. Við höfum ekki ástæðu til að ætla að svo sé núna. En við munum án nokkurs vafa hafa tækifæri til að kanna það nánar,“ segir Jón Þór. En þessir aðilar eiga eftir að senda FME nánari upplýsingar þar sem þeir hafa orðið sér út um frekari kauprétt þannig að þeir verða virkir hluthafar innan skamms með um 51 prósenta hlut í Arion. Lög um fjármálastofnanir gera ráð fyrir að Arion upplýsi um alla eigendur sem eiga eitt prósent eða meira í bankanum innan fjögurra daga frá tilkynningu um kaupin. Jón Þór segir að FME muni upplýsa ef það meti að einhver sé óhæfur til að eiga virkan eignarhlut í bankanum. En í lögunum er líka gert ráð fyrir að orðspor hluthafa sé gott.Þannig að það þarf væntanlega að kanna orðspor þessara aðila líka en einn þessara aðila hefur ekki á sér neitt sérstakt orðspor? „Það er eitt af þeim skilyrðum sem þarf að kanna í slíku ferli. Bæði orðspor fyrirtækisins sem slíks og þeirra sem stýra fyrirtækinu. Við tjáum okkur ekki um það fyrirfram hver niðurstaðan úr slíku yrði.“En það er eitt af því sem verður skoðað? „Að sjálfsögðu, já,“ segir Jón Þór Sturluson. Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Fjármálaeftirlitið mun meðal annars kanna orðspor þeirra sem eiga hlut í Arion banka og hvort hugsast geti að þeir sem keyptu hlut í bankanum um helgina eigi sameiginlega það mikið að þeir geti talist virkir hluthafar nú þegar. Þá hvílir sú skylda á Arion að upplýsa fyrir helgi hverjir eiga meira en eitt prósent í bankanum. Forstjóri Arion banka fór á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun til að ræða sölu Kaupþings á um 29 prósenta hlut í Arion banka til Goldman Sachs og þriggja vogunarsjóða. En fulltrúar Fjármálaeftirlitsins munu mæta á fund nefndarinnar á föstudag vegna málsins. Það telst virk eign í fjármálastofnun ef eignarhaldið fer í tíu prósent eða meira, en tveir vogunarsjóðanna eiga nú 9,99 prósenta hlut í Arion. Jón Þór Sturluson aðstoðarforsetjóri FME segir ekkert benda til að aðilar séu sameiginlega komnir yfir tíu prósenta mörkin, þótt allir þessir aðilar séu að fjárfesta í sama fyrirtækinu. „Þá er það ekki það sem skiptir máli þegar litið er til þess hvort að þetta séu tengsir aðilar. Það er spurning hvort það séu eignatengsl á milli þeirra eða önnur slík tengsl. Við höfum ekki ástæðu til að ætla að svo sé núna. En við munum án nokkurs vafa hafa tækifæri til að kanna það nánar,“ segir Jón Þór. En þessir aðilar eiga eftir að senda FME nánari upplýsingar þar sem þeir hafa orðið sér út um frekari kauprétt þannig að þeir verða virkir hluthafar innan skamms með um 51 prósenta hlut í Arion. Lög um fjármálastofnanir gera ráð fyrir að Arion upplýsi um alla eigendur sem eiga eitt prósent eða meira í bankanum innan fjögurra daga frá tilkynningu um kaupin. Jón Þór segir að FME muni upplýsa ef það meti að einhver sé óhæfur til að eiga virkan eignarhlut í bankanum. En í lögunum er líka gert ráð fyrir að orðspor hluthafa sé gott.Þannig að það þarf væntanlega að kanna orðspor þessara aðila líka en einn þessara aðila hefur ekki á sér neitt sérstakt orðspor? „Það er eitt af þeim skilyrðum sem þarf að kanna í slíku ferli. Bæði orðspor fyrirtækisins sem slíks og þeirra sem stýra fyrirtækinu. Við tjáum okkur ekki um það fyrirfram hver niðurstaðan úr slíku yrði.“En það er eitt af því sem verður skoðað? „Að sjálfsögðu, já,“ segir Jón Þór Sturluson.
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira