FME mun kanna orðspor hluthafa í Arion banka Heimir Már Pétursson skrifar 22. mars 2017 20:00 Fjármálaeftirlitið mun meðal annars kanna orðspor þeirra sem eiga hlut í Arion banka og hvort hugsast geti að þeir sem keyptu hlut í bankanum um helgina eigi sameiginlega það mikið að þeir geti talist virkir hluthafar nú þegar. Þá hvílir sú skylda á Arion að upplýsa fyrir helgi hverjir eiga meira en eitt prósent í bankanum. Forstjóri Arion banka fór á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun til að ræða sölu Kaupþings á um 29 prósenta hlut í Arion banka til Goldman Sachs og þriggja vogunarsjóða. En fulltrúar Fjármálaeftirlitsins munu mæta á fund nefndarinnar á föstudag vegna málsins. Það telst virk eign í fjármálastofnun ef eignarhaldið fer í tíu prósent eða meira, en tveir vogunarsjóðanna eiga nú 9,99 prósenta hlut í Arion. Jón Þór Sturluson aðstoðarforsetjóri FME segir ekkert benda til að aðilar séu sameiginlega komnir yfir tíu prósenta mörkin, þótt allir þessir aðilar séu að fjárfesta í sama fyrirtækinu. „Þá er það ekki það sem skiptir máli þegar litið er til þess hvort að þetta séu tengsir aðilar. Það er spurning hvort það séu eignatengsl á milli þeirra eða önnur slík tengsl. Við höfum ekki ástæðu til að ætla að svo sé núna. En við munum án nokkurs vafa hafa tækifæri til að kanna það nánar,“ segir Jón Þór. En þessir aðilar eiga eftir að senda FME nánari upplýsingar þar sem þeir hafa orðið sér út um frekari kauprétt þannig að þeir verða virkir hluthafar innan skamms með um 51 prósenta hlut í Arion. Lög um fjármálastofnanir gera ráð fyrir að Arion upplýsi um alla eigendur sem eiga eitt prósent eða meira í bankanum innan fjögurra daga frá tilkynningu um kaupin. Jón Þór segir að FME muni upplýsa ef það meti að einhver sé óhæfur til að eiga virkan eignarhlut í bankanum. En í lögunum er líka gert ráð fyrir að orðspor hluthafa sé gott.Þannig að það þarf væntanlega að kanna orðspor þessara aðila líka en einn þessara aðila hefur ekki á sér neitt sérstakt orðspor? „Það er eitt af þeim skilyrðum sem þarf að kanna í slíku ferli. Bæði orðspor fyrirtækisins sem slíks og þeirra sem stýra fyrirtækinu. Við tjáum okkur ekki um það fyrirfram hver niðurstaðan úr slíku yrði.“En það er eitt af því sem verður skoðað? „Að sjálfsögðu, já,“ segir Jón Þór Sturluson. Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Fjármálaeftirlitið mun meðal annars kanna orðspor þeirra sem eiga hlut í Arion banka og hvort hugsast geti að þeir sem keyptu hlut í bankanum um helgina eigi sameiginlega það mikið að þeir geti talist virkir hluthafar nú þegar. Þá hvílir sú skylda á Arion að upplýsa fyrir helgi hverjir eiga meira en eitt prósent í bankanum. Forstjóri Arion banka fór á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun til að ræða sölu Kaupþings á um 29 prósenta hlut í Arion banka til Goldman Sachs og þriggja vogunarsjóða. En fulltrúar Fjármálaeftirlitsins munu mæta á fund nefndarinnar á föstudag vegna málsins. Það telst virk eign í fjármálastofnun ef eignarhaldið fer í tíu prósent eða meira, en tveir vogunarsjóðanna eiga nú 9,99 prósenta hlut í Arion. Jón Þór Sturluson aðstoðarforsetjóri FME segir ekkert benda til að aðilar séu sameiginlega komnir yfir tíu prósenta mörkin, þótt allir þessir aðilar séu að fjárfesta í sama fyrirtækinu. „Þá er það ekki það sem skiptir máli þegar litið er til þess hvort að þetta séu tengsir aðilar. Það er spurning hvort það séu eignatengsl á milli þeirra eða önnur slík tengsl. Við höfum ekki ástæðu til að ætla að svo sé núna. En við munum án nokkurs vafa hafa tækifæri til að kanna það nánar,“ segir Jón Þór. En þessir aðilar eiga eftir að senda FME nánari upplýsingar þar sem þeir hafa orðið sér út um frekari kauprétt þannig að þeir verða virkir hluthafar innan skamms með um 51 prósenta hlut í Arion. Lög um fjármálastofnanir gera ráð fyrir að Arion upplýsi um alla eigendur sem eiga eitt prósent eða meira í bankanum innan fjögurra daga frá tilkynningu um kaupin. Jón Þór segir að FME muni upplýsa ef það meti að einhver sé óhæfur til að eiga virkan eignarhlut í bankanum. En í lögunum er líka gert ráð fyrir að orðspor hluthafa sé gott.Þannig að það þarf væntanlega að kanna orðspor þessara aðila líka en einn þessara aðila hefur ekki á sér neitt sérstakt orðspor? „Það er eitt af þeim skilyrðum sem þarf að kanna í slíku ferli. Bæði orðspor fyrirtækisins sem slíks og þeirra sem stýra fyrirtækinu. Við tjáum okkur ekki um það fyrirfram hver niðurstaðan úr slíku yrði.“En það er eitt af því sem verður skoðað? „Að sjálfsögðu, já,“ segir Jón Þór Sturluson.
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira