Níu af tólf leikmönnum í karlalandsliðinu á Smáþjóðaleikunum í San Marínó eru nýliðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2017 14:06 Kristófer Acox er reynslumesti leikmaður íslenska karlalandsliðsins á Smáþjóðaleikunum í San Marínó. Vísir/Anton Craig Pedersen mun ekki stýra íslenska karlalandsliðinu á Smáþjóðaleikunum í San Marínó og lykilmenn landsliðsins verða heldur ekki með á leikunum. Níu nýliðar eru í karlalandsliðinu en einn nýliði hjá konunum. Búið er að velja þá tólf leikmenn sem munu skipa landslið Íslands, hjá konum og körlum, á Smáþjóðaleikunum, GSSE 2017, sem fara fram í San Marínó dagana 30. maí til 3. júní. Ísland sendir til leiks landslið karla og kvenna í keppnina en þetta eru sautjándu leikar smáríkja Evrópu sem haldnir eru annað hvert ár. Síðustu leikar voru haldnir hér á landi fyrir tveimur árum þar sem bæði liðin okkar höfnuðu í 2. sæti. Í báðum landsliðunum í þessu verkefni fá leikmenn sem leika í háskólum í Bandaríkjunum tækifæri til að taka þátt, sem er gleðiefni, en margir efnilegir leikmenn, sem hafa verið í yngri landsliðum og A-liðum undanfarin ár, iðka þar nám og leika körfuknattleik um þessar mundir. Landslið kvenna er skipuð öllum þeim bestu leikmönnum sem leikfærir eru. Gunnhildur Gunnardóttir er barnshafandi og í fríi að þessu sinni. Ívar Ásgrímsson og aðstoðarþjálfarar hans Bjarni Magnússon og Hildur Sigurðardóttir, völdu 12 leikmenn í þetta verkefni, en fleiri leikmenn hafa verið við æfingar með þeim að undanförnu sem munu fá tækifæri í vináttulandsleikjum í Írlandi um miðjan júní í kjölfar Smáþjóðaleika. Keflvíkingurinn Birna Valgerður Benónýsdóttir er eini nýliðinn í liðinu. Helena Sverrisdóttir er komin aftur inn í landsliðið eftir barnsburðarleyfi. Ákvörðun var tekin af þjálfurum karlaliðsins að nýta þetta mót til að skoða yngri leikmenn og nota nokkra af þeim sem eru að fara á lokamót U20 landsliða í sumar spreyta sig í bland við aðra unga leikmenn. Einungis þrír leikmenn karlaliðsins eiga A-leiki að baki sem eru í hóp að þessu sinni. Craig Pedersen, landsliðsþjálfari, valdi liðið með Finni Frey Stefánssyni og Arnari Guðjónsyni, aðstoðarþjálfurum sínum. Finnur Freyr mun stýra liðinu á leikunum en Finnur er einnig þjálfari U20 liðsins og Baldur Þór er hans aðstoðarþjálfari í báðum verkefnunum. Kristófer Acox er reynslumesti leikmaður hópsins með 12 leiki en Ólafur Ólafsson hefur spilað 11 leiki og Tryggvi Snær Hlinason átta landsleiki.Eftirtaldir leikmenn skipa landslið Íslands á Smáþjóðaleikunum í San Marino 2017:Landslið kvenna Berglind Gunnarsdóttir · Snæfell (8 landsleikir) Birna Valgerður Benónýsdóttir · Keflavík Emelía Ósk Gunnarsdóttir · Keflavík (2) Hallveig Jónsdóttir · Valur (5) Helena Sverrisdóttir · Haukar (61) Hildur Björg Kjartansdóttir · UTPA, USA / Snæfell (12) Ingunn Embla Kristínardóttir · Grindavík (9) Ragna Margrét Brynjarsdóttir · Stjarnan (37) Sandra Lind Þrastardóttir · Horsholms 79’ers, DK (11) Sara Rún Hinriksdóttir · Canisius, USA / Keflavík (9) Sigrún Sjöfn Ámundadóttir · Skallagrímur (44) Thelma Dís Ágústsdóttir · Keflavík (2) (Landsleikir innan sviga), Birna Valgerður er nýliði. Þjálfarar verða Ívar Ásgrímsson og Bjarni Magnússon.Landslið karla Emil Karel Einarsson · Þór Þorlákshöfn Gunnar Ólafsson · St. Francis, USA / Keflavík Jón Axel Guðmundsson · Davidson, USA / Grindavík Kári Jónsson · Drexler, USA / Haukar Kristinn Pálsson · Marist, USA / Njarðvík Kristófer Acox · KR (12 landsleikir) Maciek Baginski · Þór Þorlákshöfn Matthías Orri Sigurðarson · ÍR Ólafur Ólafsson · Grindavík (11) Pétur Rúnar Birgisson · Tindastóll Tryggvi Snær Hlinason · Þór Akureyri (8) Þórir Guðmundur Þorbjarnarson · KR Þjálfarar verða Finnur Freyr Stefánsson og Baldur Þór Ragnarsson. FIBA hefur útnefnt tvo dómara frá Íslandi til að dæma á Smáþjóðaleikunum en það eru okkar FIBA dómarar, þeir Leifur S. Garðarsson og Sigmundur Már Herbertsson, sem fara fyrir hönd Íslands og dæma á leikunum. Að auki fer 5 manna fagteymi og fararstjórn frá KKÍ á mótið liðunum til halds og trausts. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira
Craig Pedersen mun ekki stýra íslenska karlalandsliðinu á Smáþjóðaleikunum í San Marínó og lykilmenn landsliðsins verða heldur ekki með á leikunum. Níu nýliðar eru í karlalandsliðinu en einn nýliði hjá konunum. Búið er að velja þá tólf leikmenn sem munu skipa landslið Íslands, hjá konum og körlum, á Smáþjóðaleikunum, GSSE 2017, sem fara fram í San Marínó dagana 30. maí til 3. júní. Ísland sendir til leiks landslið karla og kvenna í keppnina en þetta eru sautjándu leikar smáríkja Evrópu sem haldnir eru annað hvert ár. Síðustu leikar voru haldnir hér á landi fyrir tveimur árum þar sem bæði liðin okkar höfnuðu í 2. sæti. Í báðum landsliðunum í þessu verkefni fá leikmenn sem leika í háskólum í Bandaríkjunum tækifæri til að taka þátt, sem er gleðiefni, en margir efnilegir leikmenn, sem hafa verið í yngri landsliðum og A-liðum undanfarin ár, iðka þar nám og leika körfuknattleik um þessar mundir. Landslið kvenna er skipuð öllum þeim bestu leikmönnum sem leikfærir eru. Gunnhildur Gunnardóttir er barnshafandi og í fríi að þessu sinni. Ívar Ásgrímsson og aðstoðarþjálfarar hans Bjarni Magnússon og Hildur Sigurðardóttir, völdu 12 leikmenn í þetta verkefni, en fleiri leikmenn hafa verið við æfingar með þeim að undanförnu sem munu fá tækifæri í vináttulandsleikjum í Írlandi um miðjan júní í kjölfar Smáþjóðaleika. Keflvíkingurinn Birna Valgerður Benónýsdóttir er eini nýliðinn í liðinu. Helena Sverrisdóttir er komin aftur inn í landsliðið eftir barnsburðarleyfi. Ákvörðun var tekin af þjálfurum karlaliðsins að nýta þetta mót til að skoða yngri leikmenn og nota nokkra af þeim sem eru að fara á lokamót U20 landsliða í sumar spreyta sig í bland við aðra unga leikmenn. Einungis þrír leikmenn karlaliðsins eiga A-leiki að baki sem eru í hóp að þessu sinni. Craig Pedersen, landsliðsþjálfari, valdi liðið með Finni Frey Stefánssyni og Arnari Guðjónsyni, aðstoðarþjálfurum sínum. Finnur Freyr mun stýra liðinu á leikunum en Finnur er einnig þjálfari U20 liðsins og Baldur Þór er hans aðstoðarþjálfari í báðum verkefnunum. Kristófer Acox er reynslumesti leikmaður hópsins með 12 leiki en Ólafur Ólafsson hefur spilað 11 leiki og Tryggvi Snær Hlinason átta landsleiki.Eftirtaldir leikmenn skipa landslið Íslands á Smáþjóðaleikunum í San Marino 2017:Landslið kvenna Berglind Gunnarsdóttir · Snæfell (8 landsleikir) Birna Valgerður Benónýsdóttir · Keflavík Emelía Ósk Gunnarsdóttir · Keflavík (2) Hallveig Jónsdóttir · Valur (5) Helena Sverrisdóttir · Haukar (61) Hildur Björg Kjartansdóttir · UTPA, USA / Snæfell (12) Ingunn Embla Kristínardóttir · Grindavík (9) Ragna Margrét Brynjarsdóttir · Stjarnan (37) Sandra Lind Þrastardóttir · Horsholms 79’ers, DK (11) Sara Rún Hinriksdóttir · Canisius, USA / Keflavík (9) Sigrún Sjöfn Ámundadóttir · Skallagrímur (44) Thelma Dís Ágústsdóttir · Keflavík (2) (Landsleikir innan sviga), Birna Valgerður er nýliði. Þjálfarar verða Ívar Ásgrímsson og Bjarni Magnússon.Landslið karla Emil Karel Einarsson · Þór Þorlákshöfn Gunnar Ólafsson · St. Francis, USA / Keflavík Jón Axel Guðmundsson · Davidson, USA / Grindavík Kári Jónsson · Drexler, USA / Haukar Kristinn Pálsson · Marist, USA / Njarðvík Kristófer Acox · KR (12 landsleikir) Maciek Baginski · Þór Þorlákshöfn Matthías Orri Sigurðarson · ÍR Ólafur Ólafsson · Grindavík (11) Pétur Rúnar Birgisson · Tindastóll Tryggvi Snær Hlinason · Þór Akureyri (8) Þórir Guðmundur Þorbjarnarson · KR Þjálfarar verða Finnur Freyr Stefánsson og Baldur Þór Ragnarsson. FIBA hefur útnefnt tvo dómara frá Íslandi til að dæma á Smáþjóðaleikunum en það eru okkar FIBA dómarar, þeir Leifur S. Garðarsson og Sigmundur Már Herbertsson, sem fara fyrir hönd Íslands og dæma á leikunum. Að auki fer 5 manna fagteymi og fararstjórn frá KKÍ á mótið liðunum til halds og trausts.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira