Nokkrar hugleiðingar listamannalaunþega Greta Salóme skrifar 12. janúar 2017 16:00 Það er þessi árstími aftur. Listamannalaunin eru tilkynnt sem og viðtakendur þeirra og umræðan fer í gang á mismálefnalegum nótum rétt eins og árið á undan. Ég er ein þeirra sem fékk úthlutað í ár og er það í fyrsta skipti sem ég fæ listamannalaun. Ég er fyrst og fremst þakklát fyrir að lifa í landi þar sem hlúð er að listum og menningu en ekki síður þakklát fyrir að vera treyst fyrir styrk sem þessum. Ég tek því ekki sem sjálfsögðum hlut og hyggst nýta þennan tíma til hins ýtrasta. Mig langaði að því tilefni að fá að viðra í nokkrum orðum mína sýn á úthlutun listamannalauna til mótvægis við háværar raddir öndverðra sjónarmiða. Ég get fyllilega skilið að fyrir þeim sem ekki þekkja starfsumhverfi listamanna og hafa ekki kynnt sér þau lög og reglur sem gilda um listamannalaun, geti þessar úthhutanir virðst virst lottóvinningur þeirra sem ekki nenna að vinna. Röksemdafærsla þeirra er yfirleitt á þá leið að ef fólk nær ekki að lifa af list sinni eigi það einfaldlega að finna sér eitthvað annað að gera og ,,hætta að sóa skattfé almennings.“ Setningin: ,,getur þetta fólk ekki unnið almennilega vinnu?” er einnig orðin klassísk. Hjá einhverjum virðist því miður sá misskilningu enn vera til staðar að þegar listamenn séu sokknir á botn volæðis og eymdar sæki þeir um listamannalaun fyrir það eitt að kalla sig listamenn. Þannig geti það haldið áfram að drekka latte-ið sitt, sofa til hádegis og njóta þess að vera á ríkisstyrk án nokkurar eftirfylgni eða kröfu um afköst. Þetta er auðvitað alrangt. Ég hóf mitt tónlistarnám 4 ára gömul og lauk mínu sérnámi 22 árum seinna með mastersgráðu eftir nám hérlendis og erlendis. Frá því að ég var 4 ára hefur nánast hver einasta stund snúist um tónlist og fórnirnar verið margar. Sömu sögu má segja um fjölmarga aðila sem eru á lista þeirra sem fá úthlutað listamannalaunum nú. Árið 2016 var skemmtilegt ár og 2017 er uppbókað fram á haust. Nú um jólin eyddi ég hvorki aðfangadegi, jóladegi né gamlársdegi með fjölskyldunni minni. Ekki frekar en jól síðustu ára. Hvers vegna? Jú vegna þess að ég var að vinna. Ég hef verið svo lánsöm að hafa lifað á listinni minni frá því að ég var unglingur og það sem meira er, ég hef virkilega gaman af vinnunni minni. Ég eiginlega elska hana. Vinnudagarnir spanna oft miklu meira en það sem eðlilegt telst og ég þekki varla frídaga. Sem tónlistarkona og hljóðfæraleikari þá þarf ég einnig að sjá til þess að ég sé í nægilega góðu spilaformi til að takast á við öll þessi verkefni þannig að í þau örfáu skipti sem koma rólegri dagar þá þarf ég að æfa mig og undirbúa þannig næsta verkefni á eftir. Með öðrum orðum þá stimpla ég mig aldrei út úr vinnunni. Sem verktaki þarf ég einnig að sjá um öll mín fjármál, réttindi, skil o.fl. sjálf. Þessi upptalning er ekki til að státa sig af því að hafa nóg að gera eða til að kalla á samúð vegna skorts á frídögum heldur einungis til að hrekja þau rök að listamannalaunþegar nenni ekki að vinna og sæki þess vegna um mánaðarlega ölmusu frá ríkinu. Þá vaknar sennilega spurningin: „Ef það er svona mikið að gera hjá þér, af hverju þarftu þá listamannalaun?“ Listamannalaunin eru fjárfesting ríkisins í einstaklings- eða hópframtaki listamanna sem hafa sýnt fram á getu til að skapa og framkvæma. Það virðist vera algengur misskilningur að umsóknum sé þannig háttað að þú kynnir þig með nafni, vonar að fólk þekki nafnið þitt og krossar svo putta fram í janúar þegar ölmusunni er úthlutað. Þegar þú svo hlýtur vinninginn þá taka við mánuðir af afslöppun þar sem þú bíður eftir að andinn komi yfir þig og vonar að eitthvað sæmilega viturlegt eða rétt nægilega sannfærandi komi nú út úr þessu fríi. Því fer fjærri. Umsóknir eru þannig að þú sækir um með fyrirfram ákveðin verkefni í huga. Þú þarft að skila nákvæmri skýrslu um hvað felst í verkefnunum, hverjir koma að þeim sem og nákvæmum tímaramma. Þetta er því í raun fjárfesting ríkisins í nýsköpun og frumkvöðlastarfi lista og menningar. Með öðrum orðum er þetta einfaldlega verktakavinna sem listamenn sækja um. Í lögum um listamannalaun segir að komi í ljós að listamaður sinni ekki því verkefni sem lá til grundvallar úthlutunar megi fella niður starfslaunin eða krefja viðkomandi um endurgreiðslu. Í lok tímabils skal einnig skilað skýrslu þar sem framvindu og framkvæmd verkefna skal lýst í smáatriðum. Listamaður má svo ekki sinna öðrum verkefnum eða starfi á starfslaunatíma sem teljist meira en þriðjungur úr stöðugildi. Sumir af tekjuhæstu listamönnum landsins (samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar) fá úthlutað listamannalaunum og kemur oft upp sú gagnrýni að þeir hafi ekkert við þessi laun að gera. Það vantar þó inn í þá röksemdafærslu að launin snúast meira um skuldbindinguna og viðurkenninguna á virði verkefnisins en fjárupphæðina sjálfa þar sem þetta er í einhverjum tilfellum jafnvel tekjutap. Listamannalaunin eru því í raun samningur og fjárfesting ríkis í fyrirfram ákveðnum verkefnum listamanna þar sem báðir aðilar skuldbinda sig til að framkvæma þau. Listamaðurinn uppfyllir skilyrði samningsins í formi vinnuskyldu og ríkið í formi fjárframlags. Þetta er því í rauninni að miklu leiti nýsköpunarsjóður sem fjárfestir í hugmyndum og einstaklingum sem geta skapað verðmæti hvort sem það eru jákvæð samfélagsleg áhrif eða fjármunir. Listir eru orðin ein stærsta útflutningsvara Íslands og skapa miklar gjaldeyristekjur fyrir utan að auðga samfélagið allt. Í listum þarf að skapa áður en er framkvæmt og oft strandar framkvæmdin á skorti af tíma til að skapa. Ótrúlegt en satt þá er listafólk nefnilega margt hvert harðduglegt vinnandi fólk. Þess fyrir utan veit ég um fáar stéttir sem eru jafnörlátar á tímann sinn þegar kemur að því að vinna frítt fyrir góðan málstað. Ég tek við minni úthlutun með auðmýkt og þakklæti og vona að í lok míns starfstímabils skilji ég eftir mig jákvætt mark á lista-og menningarlíf landsins og hyggst gegna öllum þeim skyldum og uppfylla þau skilyrði sem mér eru sett í þessu verkefni. Ég hlakka mikið til að takast á við þetta en þarf þó að fresta starfstímabilinu um 9 mánuði þar sem það er svo mikið að gera í vinnunni minni fram að því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Listamannalaun Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Það er þessi árstími aftur. Listamannalaunin eru tilkynnt sem og viðtakendur þeirra og umræðan fer í gang á mismálefnalegum nótum rétt eins og árið á undan. Ég er ein þeirra sem fékk úthlutað í ár og er það í fyrsta skipti sem ég fæ listamannalaun. Ég er fyrst og fremst þakklát fyrir að lifa í landi þar sem hlúð er að listum og menningu en ekki síður þakklát fyrir að vera treyst fyrir styrk sem þessum. Ég tek því ekki sem sjálfsögðum hlut og hyggst nýta þennan tíma til hins ýtrasta. Mig langaði að því tilefni að fá að viðra í nokkrum orðum mína sýn á úthlutun listamannalauna til mótvægis við háværar raddir öndverðra sjónarmiða. Ég get fyllilega skilið að fyrir þeim sem ekki þekkja starfsumhverfi listamanna og hafa ekki kynnt sér þau lög og reglur sem gilda um listamannalaun, geti þessar úthhutanir virðst virst lottóvinningur þeirra sem ekki nenna að vinna. Röksemdafærsla þeirra er yfirleitt á þá leið að ef fólk nær ekki að lifa af list sinni eigi það einfaldlega að finna sér eitthvað annað að gera og ,,hætta að sóa skattfé almennings.“ Setningin: ,,getur þetta fólk ekki unnið almennilega vinnu?” er einnig orðin klassísk. Hjá einhverjum virðist því miður sá misskilningu enn vera til staðar að þegar listamenn séu sokknir á botn volæðis og eymdar sæki þeir um listamannalaun fyrir það eitt að kalla sig listamenn. Þannig geti það haldið áfram að drekka latte-ið sitt, sofa til hádegis og njóta þess að vera á ríkisstyrk án nokkurar eftirfylgni eða kröfu um afköst. Þetta er auðvitað alrangt. Ég hóf mitt tónlistarnám 4 ára gömul og lauk mínu sérnámi 22 árum seinna með mastersgráðu eftir nám hérlendis og erlendis. Frá því að ég var 4 ára hefur nánast hver einasta stund snúist um tónlist og fórnirnar verið margar. Sömu sögu má segja um fjölmarga aðila sem eru á lista þeirra sem fá úthlutað listamannalaunum nú. Árið 2016 var skemmtilegt ár og 2017 er uppbókað fram á haust. Nú um jólin eyddi ég hvorki aðfangadegi, jóladegi né gamlársdegi með fjölskyldunni minni. Ekki frekar en jól síðustu ára. Hvers vegna? Jú vegna þess að ég var að vinna. Ég hef verið svo lánsöm að hafa lifað á listinni minni frá því að ég var unglingur og það sem meira er, ég hef virkilega gaman af vinnunni minni. Ég eiginlega elska hana. Vinnudagarnir spanna oft miklu meira en það sem eðlilegt telst og ég þekki varla frídaga. Sem tónlistarkona og hljóðfæraleikari þá þarf ég einnig að sjá til þess að ég sé í nægilega góðu spilaformi til að takast á við öll þessi verkefni þannig að í þau örfáu skipti sem koma rólegri dagar þá þarf ég að æfa mig og undirbúa þannig næsta verkefni á eftir. Með öðrum orðum þá stimpla ég mig aldrei út úr vinnunni. Sem verktaki þarf ég einnig að sjá um öll mín fjármál, réttindi, skil o.fl. sjálf. Þessi upptalning er ekki til að státa sig af því að hafa nóg að gera eða til að kalla á samúð vegna skorts á frídögum heldur einungis til að hrekja þau rök að listamannalaunþegar nenni ekki að vinna og sæki þess vegna um mánaðarlega ölmusu frá ríkinu. Þá vaknar sennilega spurningin: „Ef það er svona mikið að gera hjá þér, af hverju þarftu þá listamannalaun?“ Listamannalaunin eru fjárfesting ríkisins í einstaklings- eða hópframtaki listamanna sem hafa sýnt fram á getu til að skapa og framkvæma. Það virðist vera algengur misskilningur að umsóknum sé þannig háttað að þú kynnir þig með nafni, vonar að fólk þekki nafnið þitt og krossar svo putta fram í janúar þegar ölmusunni er úthlutað. Þegar þú svo hlýtur vinninginn þá taka við mánuðir af afslöppun þar sem þú bíður eftir að andinn komi yfir þig og vonar að eitthvað sæmilega viturlegt eða rétt nægilega sannfærandi komi nú út úr þessu fríi. Því fer fjærri. Umsóknir eru þannig að þú sækir um með fyrirfram ákveðin verkefni í huga. Þú þarft að skila nákvæmri skýrslu um hvað felst í verkefnunum, hverjir koma að þeim sem og nákvæmum tímaramma. Þetta er því í raun fjárfesting ríkisins í nýsköpun og frumkvöðlastarfi lista og menningar. Með öðrum orðum er þetta einfaldlega verktakavinna sem listamenn sækja um. Í lögum um listamannalaun segir að komi í ljós að listamaður sinni ekki því verkefni sem lá til grundvallar úthlutunar megi fella niður starfslaunin eða krefja viðkomandi um endurgreiðslu. Í lok tímabils skal einnig skilað skýrslu þar sem framvindu og framkvæmd verkefna skal lýst í smáatriðum. Listamaður má svo ekki sinna öðrum verkefnum eða starfi á starfslaunatíma sem teljist meira en þriðjungur úr stöðugildi. Sumir af tekjuhæstu listamönnum landsins (samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar) fá úthlutað listamannalaunum og kemur oft upp sú gagnrýni að þeir hafi ekkert við þessi laun að gera. Það vantar þó inn í þá röksemdafærslu að launin snúast meira um skuldbindinguna og viðurkenninguna á virði verkefnisins en fjárupphæðina sjálfa þar sem þetta er í einhverjum tilfellum jafnvel tekjutap. Listamannalaunin eru því í raun samningur og fjárfesting ríkis í fyrirfram ákveðnum verkefnum listamanna þar sem báðir aðilar skuldbinda sig til að framkvæma þau. Listamaðurinn uppfyllir skilyrði samningsins í formi vinnuskyldu og ríkið í formi fjárframlags. Þetta er því í rauninni að miklu leiti nýsköpunarsjóður sem fjárfestir í hugmyndum og einstaklingum sem geta skapað verðmæti hvort sem það eru jákvæð samfélagsleg áhrif eða fjármunir. Listir eru orðin ein stærsta útflutningsvara Íslands og skapa miklar gjaldeyristekjur fyrir utan að auðga samfélagið allt. Í listum þarf að skapa áður en er framkvæmt og oft strandar framkvæmdin á skorti af tíma til að skapa. Ótrúlegt en satt þá er listafólk nefnilega margt hvert harðduglegt vinnandi fólk. Þess fyrir utan veit ég um fáar stéttir sem eru jafnörlátar á tímann sinn þegar kemur að því að vinna frítt fyrir góðan málstað. Ég tek við minni úthlutun með auðmýkt og þakklæti og vona að í lok míns starfstímabils skilji ég eftir mig jákvætt mark á lista-og menningarlíf landsins og hyggst gegna öllum þeim skyldum og uppfylla þau skilyrði sem mér eru sett í þessu verkefni. Ég hlakka mikið til að takast á við þetta en þarf þó að fresta starfstímabilinu um 9 mánuði þar sem það er svo mikið að gera í vinnunni minni fram að því.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun