Eitt stærsta tölvuleikjamót Íslands á UTmessunni Samúel Karl Ólason skrifar 12. janúar 2017 10:14 Ef einhverjir geta ekki smalað saman í heilt lið geta spilarar skráð sig sem einstaklingar og tekið fram að þeir vilja vera saman í liði. Íslandsmótið í tölvuleiknum Overwatch verður haldið á UTmessunni í Hörpu þann 4. febrúar næstkomandi. Ljósleiðarinn og Tölvutek standa að mótinu sem verður með því flottasta sem haldið hefur verið á Íslandi. Liðið sem stendur uppi sem sigurvegari mótsins hlýtur titilinn Íslandsmeistari í Overwatch auk veglegra vinninga. Skráning á mótið stendur nú yfir en lokað verður fyrir nýskráningar á mánudaginn 16. janúar. Nú þegar hafa um 100 spilarar skráð sig til leiks. Hægt er að skrá sig hér. Jafnt einstaklingar sem og keppnislið geta skráð sig. Einstaklingum verður raðað í lið eftir styrkleika þegar skráningunni lýkur, en ef einhverjir geta ekki smalað saman í heilt lið geta spilarar skráð sig sem einstaklingar og tekið fram að þeir vilja vera saman í liði. Þrettán ára aldurstakmark er á mótið, eins og í leikinn sjálfan. Undanmótið verður síðan spilað á netinu fram að úrslitunum en svo mætast tvö bestu lið landsins í Hörpu 4. Febrúar í salnum Kaldalóni. Gestir eru velkomnir að fylgjast með úrslitum á UTmessunni, enda er tæknisýningin opin öllum á laugardaginn. Streymt verður frá undanúrslitum á netinu og svo úrslitum á staðnum í Hörpu á Vísir og Twitch. Leikjavísir Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Íslandsmótið í tölvuleiknum Overwatch verður haldið á UTmessunni í Hörpu þann 4. febrúar næstkomandi. Ljósleiðarinn og Tölvutek standa að mótinu sem verður með því flottasta sem haldið hefur verið á Íslandi. Liðið sem stendur uppi sem sigurvegari mótsins hlýtur titilinn Íslandsmeistari í Overwatch auk veglegra vinninga. Skráning á mótið stendur nú yfir en lokað verður fyrir nýskráningar á mánudaginn 16. janúar. Nú þegar hafa um 100 spilarar skráð sig til leiks. Hægt er að skrá sig hér. Jafnt einstaklingar sem og keppnislið geta skráð sig. Einstaklingum verður raðað í lið eftir styrkleika þegar skráningunni lýkur, en ef einhverjir geta ekki smalað saman í heilt lið geta spilarar skráð sig sem einstaklingar og tekið fram að þeir vilja vera saman í liði. Þrettán ára aldurstakmark er á mótið, eins og í leikinn sjálfan. Undanmótið verður síðan spilað á netinu fram að úrslitunum en svo mætast tvö bestu lið landsins í Hörpu 4. Febrúar í salnum Kaldalóni. Gestir eru velkomnir að fylgjast með úrslitum á UTmessunni, enda er tæknisýningin opin öllum á laugardaginn. Streymt verður frá undanúrslitum á netinu og svo úrslitum á staðnum í Hörpu á Vísir og Twitch.
Leikjavísir Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira