Að refsa fólki fyrir að brjóta gegn sjálfu sér Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson og Kjartan Þór Ingason skrifar 14. september 2017 08:00 Kannabis er ekki hættulaust en réttlætir það að fólki sé refsað fyrir vörslu þess? Rannsóknir hafa bent til þess að endurtekin neysla kannabisefna sé sjálfstæður áhættuþáttur fyrir geðrof og að fráhvarfseinkenni kunni að koma fram við lok langvarandi neyslu, það er alveg rétt. Við það ber þó að bæta að þótt kannabisefni séu ávanabindandi þá eru ýmis önnur efni leyfð sem eru bæði skaðleg og líklegri til að valda ávana. Þrátt fyrir að ýmis önnur skaðleg efni, á borð við tóbak og áfengi, séu leyfð er staðreyndin sú að meðferð kannabisefna er bönnuð með lögum og liggur sekt eða fangelsisvist við meðferð þeirra. Samkvæmt fyrirmælum ríkislögreglustjóra um brot sem ljúka má með lögreglustjórasátt er grunnsekt fyrir meðferð kannabisefna kr. 50.000, með undantekningu ef um er að ræða smávægilegt fyrsta brot ungmennis. Að öðrum kosti gildir grunnsektin, sem aðeins beitt við allra smæstu brot. Þegar brot rata fyrir dómstóla er miðað við sekt og 30 daga til 3 mánaða fangelsisvist, eftir magni efnanna, fyrir vörslu, kaup og öflun til eigin nota. Allir geta ánetjast fíkniefnum en rannsóknir hafa sýnt að félagsleg staða og fjárhagur þeirra sem eru í reglulegri neyslu er yfirleitt langt undir meðaltali heildarinnar. Refsingarnar sem kveðið er á um í lögum um ávana- og fíkniefni eru ekki til þess fallnar að bæta stöðu fíkniefnaneytenda. Þegar sektir eru lagðar á þá sem eru fjárþurfi er hætta á að þær hrindi fólki dýpra ofan í vítahring skulda og ýti undir okurlánastarfsemi. Enn fremur gera sektir, sem lagðar eru á þá sem njóta fjárhagslegrar aðstoðar félagsyfirvalda, lítið annað en að færa fé úr einum vasa stjórnvalda yfir í annan, og skilja einstaklinginn eftir í verri stöðu en áður. Þá þarf varla að nefna hættuna sem fylgir því að sakborningur, sem situr inni fyrir smávægilegt brot, myndi sér skaðlegt tengslanet innan fangelsisins, eða langvinnan skaða sem brot á sakaskrá veldur atvinnumöguleikum fólks. Þótt kannabisefni séu skaðleg heilsu einstaklinga þá geta refsingar einnig haft víðtækar félagslegar og fjárhagslegar afleiðingar. Í raun má færa rök fyrir því að skaðsemi efnanna blikni í samanburði við skaðsemi refsistefnu stjórnvalda. Hver eru þá markmið refsinga stjórnvalda? Varla er hægt að taka þessa umræðu án þess að vekja á því athygli að ýmsar rannsóknir hafa bent á jákvæð áhrif kannabisefna, til dæmis sem verkjastillandi lyf fyrir krabbameinssjúklinga og sem meðferðarúrræði fyrir flogaveika. Mögulegir kostir eða gallar kannabisefna eru þó ekki áhrifaþáttur í þessari umræðu heldur fyrst og fremst að skaðsemi refsinganna er í mörgum tilvikum þungbærari fyrir einstaklinga og samfélagið en efnin sjálf, auk þess að siðferðilega vafasamt er að refsa fólki fyrir skaðlegar athafnir sem bitna ekki á neinum nema einstaklingnum sjálfum. Hvernig væri að leyfa bara fullorðnu fólki að taka sjálfstæðar ákvarðanir um líf sitt? Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, lögfræðingur og formaður Ungliðahreyfingar Viðreisnar Kjartan Þór Ingason, félagsfræðingur og viðburðastjóri Ungliðahreyfingar Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Þór Ingason Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Kannabis er ekki hættulaust en réttlætir það að fólki sé refsað fyrir vörslu þess? Rannsóknir hafa bent til þess að endurtekin neysla kannabisefna sé sjálfstæður áhættuþáttur fyrir geðrof og að fráhvarfseinkenni kunni að koma fram við lok langvarandi neyslu, það er alveg rétt. Við það ber þó að bæta að þótt kannabisefni séu ávanabindandi þá eru ýmis önnur efni leyfð sem eru bæði skaðleg og líklegri til að valda ávana. Þrátt fyrir að ýmis önnur skaðleg efni, á borð við tóbak og áfengi, séu leyfð er staðreyndin sú að meðferð kannabisefna er bönnuð með lögum og liggur sekt eða fangelsisvist við meðferð þeirra. Samkvæmt fyrirmælum ríkislögreglustjóra um brot sem ljúka má með lögreglustjórasátt er grunnsekt fyrir meðferð kannabisefna kr. 50.000, með undantekningu ef um er að ræða smávægilegt fyrsta brot ungmennis. Að öðrum kosti gildir grunnsektin, sem aðeins beitt við allra smæstu brot. Þegar brot rata fyrir dómstóla er miðað við sekt og 30 daga til 3 mánaða fangelsisvist, eftir magni efnanna, fyrir vörslu, kaup og öflun til eigin nota. Allir geta ánetjast fíkniefnum en rannsóknir hafa sýnt að félagsleg staða og fjárhagur þeirra sem eru í reglulegri neyslu er yfirleitt langt undir meðaltali heildarinnar. Refsingarnar sem kveðið er á um í lögum um ávana- og fíkniefni eru ekki til þess fallnar að bæta stöðu fíkniefnaneytenda. Þegar sektir eru lagðar á þá sem eru fjárþurfi er hætta á að þær hrindi fólki dýpra ofan í vítahring skulda og ýti undir okurlánastarfsemi. Enn fremur gera sektir, sem lagðar eru á þá sem njóta fjárhagslegrar aðstoðar félagsyfirvalda, lítið annað en að færa fé úr einum vasa stjórnvalda yfir í annan, og skilja einstaklinginn eftir í verri stöðu en áður. Þá þarf varla að nefna hættuna sem fylgir því að sakborningur, sem situr inni fyrir smávægilegt brot, myndi sér skaðlegt tengslanet innan fangelsisins, eða langvinnan skaða sem brot á sakaskrá veldur atvinnumöguleikum fólks. Þótt kannabisefni séu skaðleg heilsu einstaklinga þá geta refsingar einnig haft víðtækar félagslegar og fjárhagslegar afleiðingar. Í raun má færa rök fyrir því að skaðsemi efnanna blikni í samanburði við skaðsemi refsistefnu stjórnvalda. Hver eru þá markmið refsinga stjórnvalda? Varla er hægt að taka þessa umræðu án þess að vekja á því athygli að ýmsar rannsóknir hafa bent á jákvæð áhrif kannabisefna, til dæmis sem verkjastillandi lyf fyrir krabbameinssjúklinga og sem meðferðarúrræði fyrir flogaveika. Mögulegir kostir eða gallar kannabisefna eru þó ekki áhrifaþáttur í þessari umræðu heldur fyrst og fremst að skaðsemi refsinganna er í mörgum tilvikum þungbærari fyrir einstaklinga og samfélagið en efnin sjálf, auk þess að siðferðilega vafasamt er að refsa fólki fyrir skaðlegar athafnir sem bitna ekki á neinum nema einstaklingnum sjálfum. Hvernig væri að leyfa bara fullorðnu fólki að taka sjálfstæðar ákvarðanir um líf sitt? Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, lögfræðingur og formaður Ungliðahreyfingar Viðreisnar Kjartan Þór Ingason, félagsfræðingur og viðburðastjóri Ungliðahreyfingar Viðreisnar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar