Komu á fót vefsíðu sem finnur hagstæðasta húsnæðislánið Daníel Freyr Birkisson skrifar 29. nóvember 2017 17:00 Ólafur Örn Guðmundsson. Ólafur Örn Guðmundsson „Okkur langaði að auðvelda ferlið við að taka lán og að bera saman lánamöguleika,“ segir Ólafur Örn Guðmundsson, annar stofnenda fjártæknivefsíðunnar Aurbjargar. Nafnið er orðaleikur og er dregið af orðunum „aur“ og „björg“. Hugmynd og smíð síðunnar er í höndum Ólafs og Þórhildar Jensdóttur, kærustu hans. Uppfærslu er að vænta á síðunni á morgun. „Síðan kom út fyrir tveimur mánuðum og felur hún í raun í sér lánasamanburð. Þetta er ein sameiginleg lánareiknivél. Inni á henni eru allir stærstu húsnæðislánaveitendur landsins þannig að notendur þurfa ekki að fara inn á hverja einustu síðu hjá hverjum einasta lánveitanda til þess að reikna út lánakjörin og bera þau saman. Þú getur síðan reiknað út greiðslubyrði út frá lánsupphæð og lánstíma og fengið niðurstöður sem er raðað frá ódýrasta láninu,“ segir Ólafur.Bæta við samanburði á sparnaðarreikningumUppfærslu er að vænta frá Aurbjörgu fimmtudaginn 30. nóvember en þá verður hægt að nálgast samanburð á vöxtum og kjörum á innlánsvöxtum hjá Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum. Ólafur segir þetta lið í framtíðarsýn Aurbjargar en stefnt er að frekari uppfærslum á næstu mánuðum. „Við ætlum til dæmis að bera saman kort, farsímagreiðslur og þjónustu tryggingafélaganna. Hugmyndin er að kovera fjármálamarkaðinn í heild.“ Mjög miklar breytingar hafa verið á vöxtum húsnæðislána undanfarið. „Í tilefni þess tókum við saman gagnvirkt graf sem sýnir þróun verðtryggðra húsnæðislána (grunnlán) með breytilegum vöxtum. Á grafinu eru sýndir nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins en grafið sýnir mikla lækkun á breytilegum vöxtum húsnæðislána sem hafa lækkað allt að 20 prósent sem af er á þessu ári.“ Hann bendir einnig á að fjármálalæsi hér á landi sé ábótavant og sé hugmyndin að reyna að efla það. „Við sjáum tækifæri og viljum koma á framfæri fróðleik um fjármál. Í nýju uppfærslunni verður flipi sem heitir „Fróðleikur um lán“.“Aurbjörg er fjártæknivefsíða sem hjálpar þér með fjármálin.aurbjörgViðbrögðin góðHann segir viðbrögð síðunnar hafa verið góð. „Það er greinilega mikil vöntun á svona síðum. Þetta þekkist mjög vel erlendis en svona síða hefur ekki verið til á Íslandi. Það eru til síður [erlendis] eins og moneysupermarket.com sem einfalda fjármálaákvarðanir fyrir neytendur og skapar samkeppni banka – neytendum til hagsbóta.“ Ólafur leggur um þessar mundir stund á mastersnám í verkfræði við DTU háskólann í Kaupmannahöfn ásamt kærustu sinni, Þorhildi Jensdóttur. Þau vinna bæði í síðunni samhliða náminu. Eins og áður segir mun ný uppfærsla líta dagsins ljós þann 30. nóvember en hana má sjá á aurbjorg.isHér fyrir neðan er hægt að sjá gagnvirkt graf á vegum Aurbjargar sem sýnir þróun breytilegra vaxta húsnæðislána. Húsnæðismál Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira
„Okkur langaði að auðvelda ferlið við að taka lán og að bera saman lánamöguleika,“ segir Ólafur Örn Guðmundsson, annar stofnenda fjártæknivefsíðunnar Aurbjargar. Nafnið er orðaleikur og er dregið af orðunum „aur“ og „björg“. Hugmynd og smíð síðunnar er í höndum Ólafs og Þórhildar Jensdóttur, kærustu hans. Uppfærslu er að vænta á síðunni á morgun. „Síðan kom út fyrir tveimur mánuðum og felur hún í raun í sér lánasamanburð. Þetta er ein sameiginleg lánareiknivél. Inni á henni eru allir stærstu húsnæðislánaveitendur landsins þannig að notendur þurfa ekki að fara inn á hverja einustu síðu hjá hverjum einasta lánveitanda til þess að reikna út lánakjörin og bera þau saman. Þú getur síðan reiknað út greiðslubyrði út frá lánsupphæð og lánstíma og fengið niðurstöður sem er raðað frá ódýrasta láninu,“ segir Ólafur.Bæta við samanburði á sparnaðarreikningumUppfærslu er að vænta frá Aurbjörgu fimmtudaginn 30. nóvember en þá verður hægt að nálgast samanburð á vöxtum og kjörum á innlánsvöxtum hjá Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum. Ólafur segir þetta lið í framtíðarsýn Aurbjargar en stefnt er að frekari uppfærslum á næstu mánuðum. „Við ætlum til dæmis að bera saman kort, farsímagreiðslur og þjónustu tryggingafélaganna. Hugmyndin er að kovera fjármálamarkaðinn í heild.“ Mjög miklar breytingar hafa verið á vöxtum húsnæðislána undanfarið. „Í tilefni þess tókum við saman gagnvirkt graf sem sýnir þróun verðtryggðra húsnæðislána (grunnlán) með breytilegum vöxtum. Á grafinu eru sýndir nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins en grafið sýnir mikla lækkun á breytilegum vöxtum húsnæðislána sem hafa lækkað allt að 20 prósent sem af er á þessu ári.“ Hann bendir einnig á að fjármálalæsi hér á landi sé ábótavant og sé hugmyndin að reyna að efla það. „Við sjáum tækifæri og viljum koma á framfæri fróðleik um fjármál. Í nýju uppfærslunni verður flipi sem heitir „Fróðleikur um lán“.“Aurbjörg er fjártæknivefsíða sem hjálpar þér með fjármálin.aurbjörgViðbrögðin góðHann segir viðbrögð síðunnar hafa verið góð. „Það er greinilega mikil vöntun á svona síðum. Þetta þekkist mjög vel erlendis en svona síða hefur ekki verið til á Íslandi. Það eru til síður [erlendis] eins og moneysupermarket.com sem einfalda fjármálaákvarðanir fyrir neytendur og skapar samkeppni banka – neytendum til hagsbóta.“ Ólafur leggur um þessar mundir stund á mastersnám í verkfræði við DTU háskólann í Kaupmannahöfn ásamt kærustu sinni, Þorhildi Jensdóttur. Þau vinna bæði í síðunni samhliða náminu. Eins og áður segir mun ný uppfærsla líta dagsins ljós þann 30. nóvember en hana má sjá á aurbjorg.isHér fyrir neðan er hægt að sjá gagnvirkt graf á vegum Aurbjargar sem sýnir þróun breytilegra vaxta húsnæðislána.
Húsnæðismál Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira