Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson skrifar 22. júní 2017 07:00 Í fyrstu blaðagrein sinni um íslenska sjókvíaeldið í norskri eigu beinir framkvæmdastjóri eldisstöðvasambandsins athyglinni að erlendum fjárfestum sem landinn á að hafa með elju og dugnaði laðað til landsins. Rétt er það að norsk eldisfyrirtæki hafa í gegnum íslensk sjókvíaeldisfyrirtæki eignast meirihluta í nánast öllum sjókvíaeldisfyrirtækjum landsins og hafa í gegnum sömu aðila helgað sér öll „leyfileg“ eldissvæði á Vestfjörðum, Austfjörðum og við Eyjafjörð. Ef tekið er tillit til þess að norsku bjargvættirnir þurfa að greiða fleiri hundruð milljónir fyrir hvert þúsund tonna eldisleyfi í heimalandinu og að ekki hafa verið gefin út eldisleyfi í Noregi fyrir eldi í opnum sjókvíum síðustu tvö árin, er ekki að undra að tekist hafi að laða þá til Íslands þar sem þeir ganga að svo gott sem ókeypis leyfum í gegnum umboðsmenn sína.1.500 lögbýli eiga veiðirétt Næst eru það bændur sem eiga jarðir með veiðirétti sem fá að heyra það frá nýja framkvæmdastjóranum, sem segir þá fámenna hjörð og ef ekki flesta búna að selja undan sér til innlendra og erlendra laxveiðilorda, fámenns en fyrirferðarmikils frekjuhóps nokkurra karla sem gefi dauðann og djöfulinn í fólkið í landinu. Enginn mótmælir því að efnaðir aðilar hafa í gegnum tíðina keypt eitthvað af jörðum sem eiga land að laxveiðiám, en hitt stendur þó eftir óhaggað, að yfir 1.500 lögbýli eiga veiðirétt í fjölmörgum veiðiám landsins og lax- og silungsveiðistarfsemi veltir árlega 20-30 milljörðum. Annað sem rétt er að benda nýja framkvæmdastjóranum á er að stór hluti þeirra sem vilja ekki sjá sjókvíaeldi á norskum laxi í opnum kvíum við Íslandsstrendur er ósköp venjulegt fólk sem ann náttúru landsins og vill veg hennar sem mestan.Reglur þverbrotnar Varðandi lög og reglugerðir þá held ég að flestir sem eitthvað hafa fylgst með þeim málum átti sig á að þær stjórnsýslustofnanir sem eiga að hafa eftirlit með eldinu virðast meira eða minna óhæfar til að framkvæma raunhæft eftirlit, enda hafa eldisfyrirtækin að mestu leyti verið látin sjá um að hafa eftirlit með sjálfum sér. Settar reglur eru þverbrotnar af eldisfyrirtækjum, Umhverfisstofnun og MAST, og það sem framkvæmdastjórinn kallar „ströng lög og reglugerðir“ eru ef betur er að gáð ófullkomin og vanþróuð eins og staðan er í dag. Hvergi örlar á að farið sé eftir nýju náttúruverndarlögunum og Umhverfisstofnun lætur hafa eftir sér á prenti að stofnuninni beri ekki skylda til að gefa út starfsleyfi til laxeldis á norskum eldislaxi með hliðsjón af náttúruverndarlögum.Talað niður til ráðherra umhverfismála Varðandi annað í skrifum hins nýja framkvæmdastjóra sambands íslenskra eldisstöðva í norskri eigu er þetta að segja. Hér fer maður sem greinilega hefur ákveðið að nota hroka og niðurtal sem innlegg í umræðuna þar sem hann meðal annars ýjar að því að umhverfisráðherrann hlusti meira en góðu hófi gegni á freku kallana sem dreifi rakalausum, tilfinningaþrungnum fullyrðingum, iðulega hreinum lygum, málstað sínum til framdráttar. Sjaldan hef ég séð talað jafn rækilega niður til ráðherra málaflokksins og gert er í þessari grein. Slík nálgun er óboðleg manni sem vill láta taka sig alvarlega. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Í fyrstu blaðagrein sinni um íslenska sjókvíaeldið í norskri eigu beinir framkvæmdastjóri eldisstöðvasambandsins athyglinni að erlendum fjárfestum sem landinn á að hafa með elju og dugnaði laðað til landsins. Rétt er það að norsk eldisfyrirtæki hafa í gegnum íslensk sjókvíaeldisfyrirtæki eignast meirihluta í nánast öllum sjókvíaeldisfyrirtækjum landsins og hafa í gegnum sömu aðila helgað sér öll „leyfileg“ eldissvæði á Vestfjörðum, Austfjörðum og við Eyjafjörð. Ef tekið er tillit til þess að norsku bjargvættirnir þurfa að greiða fleiri hundruð milljónir fyrir hvert þúsund tonna eldisleyfi í heimalandinu og að ekki hafa verið gefin út eldisleyfi í Noregi fyrir eldi í opnum sjókvíum síðustu tvö árin, er ekki að undra að tekist hafi að laða þá til Íslands þar sem þeir ganga að svo gott sem ókeypis leyfum í gegnum umboðsmenn sína.1.500 lögbýli eiga veiðirétt Næst eru það bændur sem eiga jarðir með veiðirétti sem fá að heyra það frá nýja framkvæmdastjóranum, sem segir þá fámenna hjörð og ef ekki flesta búna að selja undan sér til innlendra og erlendra laxveiðilorda, fámenns en fyrirferðarmikils frekjuhóps nokkurra karla sem gefi dauðann og djöfulinn í fólkið í landinu. Enginn mótmælir því að efnaðir aðilar hafa í gegnum tíðina keypt eitthvað af jörðum sem eiga land að laxveiðiám, en hitt stendur þó eftir óhaggað, að yfir 1.500 lögbýli eiga veiðirétt í fjölmörgum veiðiám landsins og lax- og silungsveiðistarfsemi veltir árlega 20-30 milljörðum. Annað sem rétt er að benda nýja framkvæmdastjóranum á er að stór hluti þeirra sem vilja ekki sjá sjókvíaeldi á norskum laxi í opnum kvíum við Íslandsstrendur er ósköp venjulegt fólk sem ann náttúru landsins og vill veg hennar sem mestan.Reglur þverbrotnar Varðandi lög og reglugerðir þá held ég að flestir sem eitthvað hafa fylgst með þeim málum átti sig á að þær stjórnsýslustofnanir sem eiga að hafa eftirlit með eldinu virðast meira eða minna óhæfar til að framkvæma raunhæft eftirlit, enda hafa eldisfyrirtækin að mestu leyti verið látin sjá um að hafa eftirlit með sjálfum sér. Settar reglur eru þverbrotnar af eldisfyrirtækjum, Umhverfisstofnun og MAST, og það sem framkvæmdastjórinn kallar „ströng lög og reglugerðir“ eru ef betur er að gáð ófullkomin og vanþróuð eins og staðan er í dag. Hvergi örlar á að farið sé eftir nýju náttúruverndarlögunum og Umhverfisstofnun lætur hafa eftir sér á prenti að stofnuninni beri ekki skylda til að gefa út starfsleyfi til laxeldis á norskum eldislaxi með hliðsjón af náttúruverndarlögum.Talað niður til ráðherra umhverfismála Varðandi annað í skrifum hins nýja framkvæmdastjóra sambands íslenskra eldisstöðva í norskri eigu er þetta að segja. Hér fer maður sem greinilega hefur ákveðið að nota hroka og niðurtal sem innlegg í umræðuna þar sem hann meðal annars ýjar að því að umhverfisráðherrann hlusti meira en góðu hófi gegni á freku kallana sem dreifi rakalausum, tilfinningaþrungnum fullyrðingum, iðulega hreinum lygum, málstað sínum til framdráttar. Sjaldan hef ég séð talað jafn rækilega niður til ráðherra málaflokksins og gert er í þessari grein. Slík nálgun er óboðleg manni sem vill láta taka sig alvarlega. Höfundur er tónlistarmaður.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar