Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson skrifar 22. júní 2017 07:00 Í fyrstu blaðagrein sinni um íslenska sjókvíaeldið í norskri eigu beinir framkvæmdastjóri eldisstöðvasambandsins athyglinni að erlendum fjárfestum sem landinn á að hafa með elju og dugnaði laðað til landsins. Rétt er það að norsk eldisfyrirtæki hafa í gegnum íslensk sjókvíaeldisfyrirtæki eignast meirihluta í nánast öllum sjókvíaeldisfyrirtækjum landsins og hafa í gegnum sömu aðila helgað sér öll „leyfileg“ eldissvæði á Vestfjörðum, Austfjörðum og við Eyjafjörð. Ef tekið er tillit til þess að norsku bjargvættirnir þurfa að greiða fleiri hundruð milljónir fyrir hvert þúsund tonna eldisleyfi í heimalandinu og að ekki hafa verið gefin út eldisleyfi í Noregi fyrir eldi í opnum sjókvíum síðustu tvö árin, er ekki að undra að tekist hafi að laða þá til Íslands þar sem þeir ganga að svo gott sem ókeypis leyfum í gegnum umboðsmenn sína.1.500 lögbýli eiga veiðirétt Næst eru það bændur sem eiga jarðir með veiðirétti sem fá að heyra það frá nýja framkvæmdastjóranum, sem segir þá fámenna hjörð og ef ekki flesta búna að selja undan sér til innlendra og erlendra laxveiðilorda, fámenns en fyrirferðarmikils frekjuhóps nokkurra karla sem gefi dauðann og djöfulinn í fólkið í landinu. Enginn mótmælir því að efnaðir aðilar hafa í gegnum tíðina keypt eitthvað af jörðum sem eiga land að laxveiðiám, en hitt stendur þó eftir óhaggað, að yfir 1.500 lögbýli eiga veiðirétt í fjölmörgum veiðiám landsins og lax- og silungsveiðistarfsemi veltir árlega 20-30 milljörðum. Annað sem rétt er að benda nýja framkvæmdastjóranum á er að stór hluti þeirra sem vilja ekki sjá sjókvíaeldi á norskum laxi í opnum kvíum við Íslandsstrendur er ósköp venjulegt fólk sem ann náttúru landsins og vill veg hennar sem mestan.Reglur þverbrotnar Varðandi lög og reglugerðir þá held ég að flestir sem eitthvað hafa fylgst með þeim málum átti sig á að þær stjórnsýslustofnanir sem eiga að hafa eftirlit með eldinu virðast meira eða minna óhæfar til að framkvæma raunhæft eftirlit, enda hafa eldisfyrirtækin að mestu leyti verið látin sjá um að hafa eftirlit með sjálfum sér. Settar reglur eru þverbrotnar af eldisfyrirtækjum, Umhverfisstofnun og MAST, og það sem framkvæmdastjórinn kallar „ströng lög og reglugerðir“ eru ef betur er að gáð ófullkomin og vanþróuð eins og staðan er í dag. Hvergi örlar á að farið sé eftir nýju náttúruverndarlögunum og Umhverfisstofnun lætur hafa eftir sér á prenti að stofnuninni beri ekki skylda til að gefa út starfsleyfi til laxeldis á norskum eldislaxi með hliðsjón af náttúruverndarlögum.Talað niður til ráðherra umhverfismála Varðandi annað í skrifum hins nýja framkvæmdastjóra sambands íslenskra eldisstöðva í norskri eigu er þetta að segja. Hér fer maður sem greinilega hefur ákveðið að nota hroka og niðurtal sem innlegg í umræðuna þar sem hann meðal annars ýjar að því að umhverfisráðherrann hlusti meira en góðu hófi gegni á freku kallana sem dreifi rakalausum, tilfinningaþrungnum fullyrðingum, iðulega hreinum lygum, málstað sínum til framdráttar. Sjaldan hef ég séð talað jafn rækilega niður til ráðherra málaflokksins og gert er í þessari grein. Slík nálgun er óboðleg manni sem vill láta taka sig alvarlega. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Í fyrstu blaðagrein sinni um íslenska sjókvíaeldið í norskri eigu beinir framkvæmdastjóri eldisstöðvasambandsins athyglinni að erlendum fjárfestum sem landinn á að hafa með elju og dugnaði laðað til landsins. Rétt er það að norsk eldisfyrirtæki hafa í gegnum íslensk sjókvíaeldisfyrirtæki eignast meirihluta í nánast öllum sjókvíaeldisfyrirtækjum landsins og hafa í gegnum sömu aðila helgað sér öll „leyfileg“ eldissvæði á Vestfjörðum, Austfjörðum og við Eyjafjörð. Ef tekið er tillit til þess að norsku bjargvættirnir þurfa að greiða fleiri hundruð milljónir fyrir hvert þúsund tonna eldisleyfi í heimalandinu og að ekki hafa verið gefin út eldisleyfi í Noregi fyrir eldi í opnum sjókvíum síðustu tvö árin, er ekki að undra að tekist hafi að laða þá til Íslands þar sem þeir ganga að svo gott sem ókeypis leyfum í gegnum umboðsmenn sína.1.500 lögbýli eiga veiðirétt Næst eru það bændur sem eiga jarðir með veiðirétti sem fá að heyra það frá nýja framkvæmdastjóranum, sem segir þá fámenna hjörð og ef ekki flesta búna að selja undan sér til innlendra og erlendra laxveiðilorda, fámenns en fyrirferðarmikils frekjuhóps nokkurra karla sem gefi dauðann og djöfulinn í fólkið í landinu. Enginn mótmælir því að efnaðir aðilar hafa í gegnum tíðina keypt eitthvað af jörðum sem eiga land að laxveiðiám, en hitt stendur þó eftir óhaggað, að yfir 1.500 lögbýli eiga veiðirétt í fjölmörgum veiðiám landsins og lax- og silungsveiðistarfsemi veltir árlega 20-30 milljörðum. Annað sem rétt er að benda nýja framkvæmdastjóranum á er að stór hluti þeirra sem vilja ekki sjá sjókvíaeldi á norskum laxi í opnum kvíum við Íslandsstrendur er ósköp venjulegt fólk sem ann náttúru landsins og vill veg hennar sem mestan.Reglur þverbrotnar Varðandi lög og reglugerðir þá held ég að flestir sem eitthvað hafa fylgst með þeim málum átti sig á að þær stjórnsýslustofnanir sem eiga að hafa eftirlit með eldinu virðast meira eða minna óhæfar til að framkvæma raunhæft eftirlit, enda hafa eldisfyrirtækin að mestu leyti verið látin sjá um að hafa eftirlit með sjálfum sér. Settar reglur eru þverbrotnar af eldisfyrirtækjum, Umhverfisstofnun og MAST, og það sem framkvæmdastjórinn kallar „ströng lög og reglugerðir“ eru ef betur er að gáð ófullkomin og vanþróuð eins og staðan er í dag. Hvergi örlar á að farið sé eftir nýju náttúruverndarlögunum og Umhverfisstofnun lætur hafa eftir sér á prenti að stofnuninni beri ekki skylda til að gefa út starfsleyfi til laxeldis á norskum eldislaxi með hliðsjón af náttúruverndarlögum.Talað niður til ráðherra umhverfismála Varðandi annað í skrifum hins nýja framkvæmdastjóra sambands íslenskra eldisstöðva í norskri eigu er þetta að segja. Hér fer maður sem greinilega hefur ákveðið að nota hroka og niðurtal sem innlegg í umræðuna þar sem hann meðal annars ýjar að því að umhverfisráðherrann hlusti meira en góðu hófi gegni á freku kallana sem dreifi rakalausum, tilfinningaþrungnum fullyrðingum, iðulega hreinum lygum, málstað sínum til framdráttar. Sjaldan hef ég séð talað jafn rækilega niður til ráðherra málaflokksins og gert er í þessari grein. Slík nálgun er óboðleg manni sem vill láta taka sig alvarlega. Höfundur er tónlistarmaður.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun