Seinka hóteli á Sjallareitnum út af styrkingu krónunnar Haraldur Guðmundsson skrifar 22. júní 2017 07:00 Útlit er fyrir að hótelið á Akureyri verði ekki opnað ekki fyrr en fjórum til fimm árum eftir að Íslandshótel keyptu lóðina. Nordicphotos/Getty Stjórnendur Íslandshótela hafa ákveðið að seinka opnun nýs hótels á Sjallareitnum á Akureyri. Framkvæmdastjóri hótelkeðjunnar segir forsendur hafa breyst með styrkingu krónunnar og að útlit sé fyrir að bókanir verði færri en fyrstu áætlanir fyrirtækisins gerðu ráð fyrir. „Við horfum nú til þess að hótelið á Sjallareitnum verði opnað 2020 eða 2021 og þá myndu framkvæmdir hefjast mögulega á næsta ári. Þar er allt meira og minna tilbúið og það er nánast búið að fullhanna hótelið og samþykki bæjaryfirvalda á lokastigi og við gætum í raun og veru hafið framkvæmdir mjög fljótlega,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela. Dótturfélag hótelkeðjunnar, Norðureignir, keypti Sjallann á Akureyri og nálægar byggingar í lok júlí í fyrra. Til stendur að rífa skemmtistaðinn og byggja 113 herbergja hótel undir nafni Fosshótela. Upphafleg áform gerðu ráð fyrir opnun á næsta ári. Í tilkynningu fyrirtækisins í janúar var vísað í spár um 20 prósenta fjölgun ferðamanna á þessu ári og bent á fjölgun gistinótta á Norðurlandi. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela„Forsendur hafa breyst og þó við sjáum ekki fækkun ferðamanna til landsins þá eru þeir að velja og hafna hvert þeir fara og hversu löngum tíma þeir eyða hérna. Við finnum strax að það er að hægja á svæðum sem eru ekki í alfaraleið og Akureyri á fyrir undir högg að sækja yfir vetrarmánuðina. Við ætlum því ekki að setja þetta verkefni í forgang.“ Davíð segir að áform um stækkun Grand Hótels á Blómavalsreitnum svokallaða og nýtt hótel við Lækjargötu hafi ekki breyst. Í báðum tilvikum eigi framkvæmdir að hefjast á undan hótelinu á Akureyri. Íslandshótel reka fimmtán hótel á landsbyggðinni. „Suðurlandið og austur á Höfn í Hornafirði hefur gengið vel og þar erum við með góða nýtingu og góða aukningu milli ára en það eru helst Vestfirðir, Austfirðir og svo Norðurlandið, þar sem við finnum að er örlítið þyngri róður. Við sjáum þó ekki samdrátt eins og í fréttum þar sem fólk er að lenda í 30-40 prósenta samdrætti,“ segir Davíð og vísar í forsíðufrétt Fréttablaðsins á föstudag þar sem hótelstjórar á Vestfjörðum lýstu mikilli fækkun ferðamanna. „Við erum ekki að sjá þessa aukningu sem við vorum búin að áætla á þessum svæðum og þetta verður enn þyngra ef þessi virðisaukaskattur kemur á ferðaþjónustuna og menn þurfa að velja og hafna hvar ný hótel verða byggð.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Stjórnendur Íslandshótela hafa ákveðið að seinka opnun nýs hótels á Sjallareitnum á Akureyri. Framkvæmdastjóri hótelkeðjunnar segir forsendur hafa breyst með styrkingu krónunnar og að útlit sé fyrir að bókanir verði færri en fyrstu áætlanir fyrirtækisins gerðu ráð fyrir. „Við horfum nú til þess að hótelið á Sjallareitnum verði opnað 2020 eða 2021 og þá myndu framkvæmdir hefjast mögulega á næsta ári. Þar er allt meira og minna tilbúið og það er nánast búið að fullhanna hótelið og samþykki bæjaryfirvalda á lokastigi og við gætum í raun og veru hafið framkvæmdir mjög fljótlega,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela. Dótturfélag hótelkeðjunnar, Norðureignir, keypti Sjallann á Akureyri og nálægar byggingar í lok júlí í fyrra. Til stendur að rífa skemmtistaðinn og byggja 113 herbergja hótel undir nafni Fosshótela. Upphafleg áform gerðu ráð fyrir opnun á næsta ári. Í tilkynningu fyrirtækisins í janúar var vísað í spár um 20 prósenta fjölgun ferðamanna á þessu ári og bent á fjölgun gistinótta á Norðurlandi. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela„Forsendur hafa breyst og þó við sjáum ekki fækkun ferðamanna til landsins þá eru þeir að velja og hafna hvert þeir fara og hversu löngum tíma þeir eyða hérna. Við finnum strax að það er að hægja á svæðum sem eru ekki í alfaraleið og Akureyri á fyrir undir högg að sækja yfir vetrarmánuðina. Við ætlum því ekki að setja þetta verkefni í forgang.“ Davíð segir að áform um stækkun Grand Hótels á Blómavalsreitnum svokallaða og nýtt hótel við Lækjargötu hafi ekki breyst. Í báðum tilvikum eigi framkvæmdir að hefjast á undan hótelinu á Akureyri. Íslandshótel reka fimmtán hótel á landsbyggðinni. „Suðurlandið og austur á Höfn í Hornafirði hefur gengið vel og þar erum við með góða nýtingu og góða aukningu milli ára en það eru helst Vestfirðir, Austfirðir og svo Norðurlandið, þar sem við finnum að er örlítið þyngri róður. Við sjáum þó ekki samdrátt eins og í fréttum þar sem fólk er að lenda í 30-40 prósenta samdrætti,“ segir Davíð og vísar í forsíðufrétt Fréttablaðsins á föstudag þar sem hótelstjórar á Vestfjörðum lýstu mikilli fækkun ferðamanna. „Við erum ekki að sjá þessa aukningu sem við vorum búin að áætla á þessum svæðum og þetta verður enn þyngra ef þessi virðisaukaskattur kemur á ferðaþjónustuna og menn þurfa að velja og hafna hvar ný hótel verða byggð.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira