Staða Snapchat sögð slæm Birgir Olgeirsson skrifar 10. maí 2017 21:18 Gengi félagsins verra en spár gerðu ráð fyrir. Vísir/Getty Hlutabréf í samfélagsmiðlinum Snapchat féllu um 25 prósent eftir að afkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi 2017 var birt.Þetta er í fyrsta skipti sem Snapchat birtir afkomu félagsins síðan það var sett á markað. Í tilkynningu frá félaginu kom fram að daglegum notendum miðilsins hefði aðeins fjölgað um fimm prósent á þessu tímabili, miðað við síðasta ársfjórðung 2016. Stendur því daglegur notenda fjöldi miðilsins í 166 milljónum, sem er tveimur milljónum minna en búist var við, en 36 prósentum hærra en á sama tíma í fyrra. Þessi tilkynning félagsins gerði það að verkum að gengi bréfa félagsins veiktist um rúmlega 20 prósent eftir að kauphöllinni var lokað í New York. Tap félagsins var meira en búist var við og þó voru tekjur félagsins einnig lægri en gert hafði verið ráð fyrir. Tekjurnar jukust um 286 prósent á þessum fyrsta fjórðungi ársins og voru nærri 150 milljónum dollara, sem var þó níu milljónum dollara minna en spár gerðu ráð fyrir.Snapchat er í harðri samkeppni við Facebook og Instagram. Facebook er með milljarð virkra notenda á hverjum degi og nærri því tvo milljarða virkra notenda í hverjum mánuði.Instagram er með 400 milljón virka notendur á hverjum degi, en 200 þeirra horfa á Instagram Stories, sem er eftirlíking af aðal viðmóti Snapchat. Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hlutabréf í samfélagsmiðlinum Snapchat féllu um 25 prósent eftir að afkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi 2017 var birt.Þetta er í fyrsta skipti sem Snapchat birtir afkomu félagsins síðan það var sett á markað. Í tilkynningu frá félaginu kom fram að daglegum notendum miðilsins hefði aðeins fjölgað um fimm prósent á þessu tímabili, miðað við síðasta ársfjórðung 2016. Stendur því daglegur notenda fjöldi miðilsins í 166 milljónum, sem er tveimur milljónum minna en búist var við, en 36 prósentum hærra en á sama tíma í fyrra. Þessi tilkynning félagsins gerði það að verkum að gengi bréfa félagsins veiktist um rúmlega 20 prósent eftir að kauphöllinni var lokað í New York. Tap félagsins var meira en búist var við og þó voru tekjur félagsins einnig lægri en gert hafði verið ráð fyrir. Tekjurnar jukust um 286 prósent á þessum fyrsta fjórðungi ársins og voru nærri 150 milljónum dollara, sem var þó níu milljónum dollara minna en spár gerðu ráð fyrir.Snapchat er í harðri samkeppni við Facebook og Instagram. Facebook er með milljarð virkra notenda á hverjum degi og nærri því tvo milljarða virkra notenda í hverjum mánuði.Instagram er með 400 milljón virka notendur á hverjum degi, en 200 þeirra horfa á Instagram Stories, sem er eftirlíking af aðal viðmóti Snapchat.
Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira