Körfubolti

Stólarnir búnir að finna mann til að fylla skarð Hesters

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Israel Martin, þjálfari Tindastóls, er búinn að fá nýjan leikmann í hópinn.
Israel Martin, þjálfari Tindastóls, er búinn að fá nýjan leikmann í hópinn. vísir/anton
Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Bandaríkjamanninn Brandon Garrett til næstu þriggja mánaða.

Honum er ætlað að fylla skarð Antonios Hester sem ökklabrotnaði í leik Tindastóls og Keflavíkur á fimmtudaginn. Búist er við því að hann verði frá keppni í 2-3 mánuði.

Garrett er er 27 ára, 2,06 metra hár kraftframherji. Á síðasta tímabili lék hann með Geneve Lions í Sviss en þar áður lék hann á Spáni.

Garrett verður kominn til landsins og ekki er loku fyrir það skotið að hann geti leikið með Tindastóli þegar liðið tekur á móti Þór Þ. í 7. umferð Domino's deildar karla á fimmtudaginn.


Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Keflavík - Tindastóll 88-97 | Pétur fór fyrir Tindastólsliðinu eftir að Hester meiddist

Tindastóll hélt sigurgöngu sinni áfram í Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld þegar liðið vann níu stiga sigur í Keflavík, 97-88, þrátt fyrir að leika allan seinni hálfleikinn án Bandaríkjamannsins Antonio Hester. Hester meiddist illa á ökkla í fyrri hálfleik eftir að hafa skorað 16 stig á 15 mínútum. Pétur Rúnar Birgisson var með 26 stig og 13 stoðsendingar fyrir Stólana í kvöld og tók liðið á herðarnar í seinni hálfleiknum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.