Biðjast afsökunar á „rasískum“ hanska í Destiny 2 Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2017 16:47 Fáni Kekistan og hanskinn umræddi. Tölvuleikjaframleiðandinn Bungie hefur fjarlægt hanska úr leiknum Destiny 2 vegna líkinda hanskans við fána hins ímyndaða ríkis Kekistan. Fáninn og ríkið var skapað af rasistum og internet-tröllum svokölluðum í Bandaríkjunum og naut innblásturs frá Þýskalandi Nasismans.Bungie tísti um málið í gær og sagði líkindi hanskans og fánans ekki hafa verið viljandi og að hann yrði fjarlægður. Fyrirtækið tók þó ekki fram um hvaða hanska væri að ræða. Netverjar hafa þó áttað sig á því. Framkvæmdastjóri Bungie, Pete Parsons, tísti einnig um málið. Bæði tístin má sjá hér að neðan.1/2 It's come to our attention that a gauntlet in Destiny 2 shares elements with a hate symbol. It is not intentional. We are removing it.— Bungie (@Bungie) September 12, 2017 At Bungie, our company values place the highest emphasis on inclusion of all people and respect for all who work with us or play our games. https://t.co/lox0XuYhgJ— pete parsons (@pparsons) September 12, 2017 Sérfræðingur sem blaðamaður BBC ræddi við segir ljóst að umræddur hanski hafi ekki verið mikið á milli tannanna á fólki. Bungie hafi hins vegar stokkið á málið um leið og það kom upp og ekki reynt að fela það.Eins og gefur að skilja eru margir sem segja Bungie hafa gert rétt og einnig eru margir sem hafa gagnrýnt fyrirtækið. Leikjavísir Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Fleiri fréttir Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
Tölvuleikjaframleiðandinn Bungie hefur fjarlægt hanska úr leiknum Destiny 2 vegna líkinda hanskans við fána hins ímyndaða ríkis Kekistan. Fáninn og ríkið var skapað af rasistum og internet-tröllum svokölluðum í Bandaríkjunum og naut innblásturs frá Þýskalandi Nasismans.Bungie tísti um málið í gær og sagði líkindi hanskans og fánans ekki hafa verið viljandi og að hann yrði fjarlægður. Fyrirtækið tók þó ekki fram um hvaða hanska væri að ræða. Netverjar hafa þó áttað sig á því. Framkvæmdastjóri Bungie, Pete Parsons, tísti einnig um málið. Bæði tístin má sjá hér að neðan.1/2 It's come to our attention that a gauntlet in Destiny 2 shares elements with a hate symbol. It is not intentional. We are removing it.— Bungie (@Bungie) September 12, 2017 At Bungie, our company values place the highest emphasis on inclusion of all people and respect for all who work with us or play our games. https://t.co/lox0XuYhgJ— pete parsons (@pparsons) September 12, 2017 Sérfræðingur sem blaðamaður BBC ræddi við segir ljóst að umræddur hanski hafi ekki verið mikið á milli tannanna á fólki. Bungie hafi hins vegar stokkið á málið um leið og það kom upp og ekki reynt að fela það.Eins og gefur að skilja eru margir sem segja Bungie hafa gert rétt og einnig eru margir sem hafa gagnrýnt fyrirtækið.
Leikjavísir Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Fleiri fréttir Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira