Róbert Wessmann og meðfjárfestar eignast 88 prósenta hlut í DV Kristinn Ingi Jónsson skrifar 30. ágúst 2017 08:00 Eigendur Dalsins eru þeir Róbert Wessmann, Árni Harðarson, Halldór Kristmannsson, Hilmar Þór Kristinsson og Jóhann G. Jóhannsson, en hver um sig á tuttugu prósenta hlut í félaginu Eignarhaldsfélagið Dalurinn eignaðist í liðinni viku 88,38 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. Félög í eigu Björns Inga Hrafnssonar, útgefanda Pressunnar, og Arnars Ægissonar, framkvæmdastjóra félagsins, eiga um ellefu prósenta hlut í félaginu. Eigendur Dalsins eru þeir Árni Harðarson, Halldór Kristmannsson, Hilmar Þór Kristinsson, Jóhann G. Jóhannsson og Róbert Wessmann, en hver um sig á tuttugu prósenta hlut í félaginu. Fyrr í sumar keyptu þeir allt hlutafé í Birtíngi, sem gefur meðal annars út Gestgjafann, Hús og híbýli og Vikuna. Í apríl var tilkynnt að sex fjárfestahópar, þar á meðal Dalurinn, hefðu ákveðið að leggja Pressunni til fé. Var gert ráð fyrir að hlutafé yrði aukið um 300 milljónir. Áformin um hlutafjáraukninguna gengu hins vegar ekki eftir. Halldór Kristmannsson, einn af forsvarsmönnum Dalsins, segir í samtali við Markaðinn að félagið hafi lagt Vefpressunni til umtalsverða fjármuni í tengslum við fyrirhugaða hlutafjárhækkun í vor. „Hún gekk hins vegar ekki eftir og aðrir fjárfestar drógu sig út. Dalurinn lagði til fjármuni sem nýttust við greiðslu opinberra gjalda og vegna vanskila á lífeyrissjóðs- og stéttarfélagsgreiðslum starfsmanna.“ Þá útskýrir Halldór að félagið hafi ekki lagt aukið fé til rekstrarins frá því að tilkynnt var um að ekkert yrði af boðaðri 300 milljóna hlutfjáraukningu. „Staða Vefpressunnar og dótturfélaga er þung og stjórnendur hafa óskað eftir svigrúmi í sumar til að leita nýrra hluthafa til að bjarga rekstrinum en það hefur ekki gengið eftir,“ segir Halldór. Á meðal þeirra fjárfesta sem drógu sig út úr hlutafjáraukningunni var félagið Gufupressan í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar, sem er oftast kenndur við Subway, og byggingarfélagið Eykt. Dalurinn er þannig orðinn langsamlega stærsti eigandi Pressunnar með 88,38 prósenta hlut. Þar á eftir kemur félagið Kringlueignir ehf., í eigu Björns Inga, með 5,28 prósenta hlut og AB11 ehf., í jafnri eigu Björns Inga og Arnars Ægissonar, með 4,18 prósenta hlut. Fyrir umræddar breytingar áttu félög í eigu þeirra tveggja 82 prósenta hlut í Pressunni. Auk þess átti Steinn Kári Ragnarsson, framkvæmdastjóri DV, tíu prósenta hlut og Jakob Hrafnsson, bróðir Björns Inga, átta prósenta hlut. Þeir eru báðir farnir úr hluthafahópnum. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa skuldir Vefpressunnar og DV aukist undanfarna mánuði og nema heildarskuldir Pressusamstæðunnar nú rúmlega 700 milljónum króna. Eru vanskil við tollstjóra vegna opinberra gjalda og eins ógreidd gjöld í lífeyrissjóði og stéttarfélög yfir 400 milljónir króna. Tollstjórinn hefur lagt fram gjaldþrotabeiðni á hendur Vefpressunni sem verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í næsta mánuði. Heimildir Markaðarins herma að stjórnendur Vefpressunnar hafi ítrekað reynt að fresta úrskurðinum án árangurs og mun ekkert samkomulag vera í gildi um greiðslu ógreiddra gjalda. Að óbreyttu mun héraðsdómur því taka beiðni tollstjórans fyrir og úrskurða um hvort félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta.Fréttin birtist fyrst á Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Sjá meira
Eignarhaldsfélagið Dalurinn eignaðist í liðinni viku 88,38 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. Félög í eigu Björns Inga Hrafnssonar, útgefanda Pressunnar, og Arnars Ægissonar, framkvæmdastjóra félagsins, eiga um ellefu prósenta hlut í félaginu. Eigendur Dalsins eru þeir Árni Harðarson, Halldór Kristmannsson, Hilmar Þór Kristinsson, Jóhann G. Jóhannsson og Róbert Wessmann, en hver um sig á tuttugu prósenta hlut í félaginu. Fyrr í sumar keyptu þeir allt hlutafé í Birtíngi, sem gefur meðal annars út Gestgjafann, Hús og híbýli og Vikuna. Í apríl var tilkynnt að sex fjárfestahópar, þar á meðal Dalurinn, hefðu ákveðið að leggja Pressunni til fé. Var gert ráð fyrir að hlutafé yrði aukið um 300 milljónir. Áformin um hlutafjáraukninguna gengu hins vegar ekki eftir. Halldór Kristmannsson, einn af forsvarsmönnum Dalsins, segir í samtali við Markaðinn að félagið hafi lagt Vefpressunni til umtalsverða fjármuni í tengslum við fyrirhugaða hlutafjárhækkun í vor. „Hún gekk hins vegar ekki eftir og aðrir fjárfestar drógu sig út. Dalurinn lagði til fjármuni sem nýttust við greiðslu opinberra gjalda og vegna vanskila á lífeyrissjóðs- og stéttarfélagsgreiðslum starfsmanna.“ Þá útskýrir Halldór að félagið hafi ekki lagt aukið fé til rekstrarins frá því að tilkynnt var um að ekkert yrði af boðaðri 300 milljóna hlutfjáraukningu. „Staða Vefpressunnar og dótturfélaga er þung og stjórnendur hafa óskað eftir svigrúmi í sumar til að leita nýrra hluthafa til að bjarga rekstrinum en það hefur ekki gengið eftir,“ segir Halldór. Á meðal þeirra fjárfesta sem drógu sig út úr hlutafjáraukningunni var félagið Gufupressan í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar, sem er oftast kenndur við Subway, og byggingarfélagið Eykt. Dalurinn er þannig orðinn langsamlega stærsti eigandi Pressunnar með 88,38 prósenta hlut. Þar á eftir kemur félagið Kringlueignir ehf., í eigu Björns Inga, með 5,28 prósenta hlut og AB11 ehf., í jafnri eigu Björns Inga og Arnars Ægissonar, með 4,18 prósenta hlut. Fyrir umræddar breytingar áttu félög í eigu þeirra tveggja 82 prósenta hlut í Pressunni. Auk þess átti Steinn Kári Ragnarsson, framkvæmdastjóri DV, tíu prósenta hlut og Jakob Hrafnsson, bróðir Björns Inga, átta prósenta hlut. Þeir eru báðir farnir úr hluthafahópnum. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa skuldir Vefpressunnar og DV aukist undanfarna mánuði og nema heildarskuldir Pressusamstæðunnar nú rúmlega 700 milljónum króna. Eru vanskil við tollstjóra vegna opinberra gjalda og eins ógreidd gjöld í lífeyrissjóði og stéttarfélög yfir 400 milljónir króna. Tollstjórinn hefur lagt fram gjaldþrotabeiðni á hendur Vefpressunni sem verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í næsta mánuði. Heimildir Markaðarins herma að stjórnendur Vefpressunnar hafi ítrekað reynt að fresta úrskurðinum án árangurs og mun ekkert samkomulag vera í gildi um greiðslu ógreiddra gjalda. Að óbreyttu mun héraðsdómur því taka beiðni tollstjórans fyrir og úrskurða um hvort félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta.Fréttin birtist fyrst á Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent