Róbert Wessmann og meðfjárfestar eignast 88 prósenta hlut í DV Kristinn Ingi Jónsson skrifar 30. ágúst 2017 08:00 Eigendur Dalsins eru þeir Róbert Wessmann, Árni Harðarson, Halldór Kristmannsson, Hilmar Þór Kristinsson og Jóhann G. Jóhannsson, en hver um sig á tuttugu prósenta hlut í félaginu Eignarhaldsfélagið Dalurinn eignaðist í liðinni viku 88,38 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. Félög í eigu Björns Inga Hrafnssonar, útgefanda Pressunnar, og Arnars Ægissonar, framkvæmdastjóra félagsins, eiga um ellefu prósenta hlut í félaginu. Eigendur Dalsins eru þeir Árni Harðarson, Halldór Kristmannsson, Hilmar Þór Kristinsson, Jóhann G. Jóhannsson og Róbert Wessmann, en hver um sig á tuttugu prósenta hlut í félaginu. Fyrr í sumar keyptu þeir allt hlutafé í Birtíngi, sem gefur meðal annars út Gestgjafann, Hús og híbýli og Vikuna. Í apríl var tilkynnt að sex fjárfestahópar, þar á meðal Dalurinn, hefðu ákveðið að leggja Pressunni til fé. Var gert ráð fyrir að hlutafé yrði aukið um 300 milljónir. Áformin um hlutafjáraukninguna gengu hins vegar ekki eftir. Halldór Kristmannsson, einn af forsvarsmönnum Dalsins, segir í samtali við Markaðinn að félagið hafi lagt Vefpressunni til umtalsverða fjármuni í tengslum við fyrirhugaða hlutafjárhækkun í vor. „Hún gekk hins vegar ekki eftir og aðrir fjárfestar drógu sig út. Dalurinn lagði til fjármuni sem nýttust við greiðslu opinberra gjalda og vegna vanskila á lífeyrissjóðs- og stéttarfélagsgreiðslum starfsmanna.“ Þá útskýrir Halldór að félagið hafi ekki lagt aukið fé til rekstrarins frá því að tilkynnt var um að ekkert yrði af boðaðri 300 milljóna hlutfjáraukningu. „Staða Vefpressunnar og dótturfélaga er þung og stjórnendur hafa óskað eftir svigrúmi í sumar til að leita nýrra hluthafa til að bjarga rekstrinum en það hefur ekki gengið eftir,“ segir Halldór. Á meðal þeirra fjárfesta sem drógu sig út úr hlutafjáraukningunni var félagið Gufupressan í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar, sem er oftast kenndur við Subway, og byggingarfélagið Eykt. Dalurinn er þannig orðinn langsamlega stærsti eigandi Pressunnar með 88,38 prósenta hlut. Þar á eftir kemur félagið Kringlueignir ehf., í eigu Björns Inga, með 5,28 prósenta hlut og AB11 ehf., í jafnri eigu Björns Inga og Arnars Ægissonar, með 4,18 prósenta hlut. Fyrir umræddar breytingar áttu félög í eigu þeirra tveggja 82 prósenta hlut í Pressunni. Auk þess átti Steinn Kári Ragnarsson, framkvæmdastjóri DV, tíu prósenta hlut og Jakob Hrafnsson, bróðir Björns Inga, átta prósenta hlut. Þeir eru báðir farnir úr hluthafahópnum. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa skuldir Vefpressunnar og DV aukist undanfarna mánuði og nema heildarskuldir Pressusamstæðunnar nú rúmlega 700 milljónum króna. Eru vanskil við tollstjóra vegna opinberra gjalda og eins ógreidd gjöld í lífeyrissjóði og stéttarfélög yfir 400 milljónir króna. Tollstjórinn hefur lagt fram gjaldþrotabeiðni á hendur Vefpressunni sem verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í næsta mánuði. Heimildir Markaðarins herma að stjórnendur Vefpressunnar hafi ítrekað reynt að fresta úrskurðinum án árangurs og mun ekkert samkomulag vera í gildi um greiðslu ógreiddra gjalda. Að óbreyttu mun héraðsdómur því taka beiðni tollstjórans fyrir og úrskurða um hvort félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta.Fréttin birtist fyrst á Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Eignarhaldsfélagið Dalurinn eignaðist í liðinni viku 88,38 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. Félög í eigu Björns Inga Hrafnssonar, útgefanda Pressunnar, og Arnars Ægissonar, framkvæmdastjóra félagsins, eiga um ellefu prósenta hlut í félaginu. Eigendur Dalsins eru þeir Árni Harðarson, Halldór Kristmannsson, Hilmar Þór Kristinsson, Jóhann G. Jóhannsson og Róbert Wessmann, en hver um sig á tuttugu prósenta hlut í félaginu. Fyrr í sumar keyptu þeir allt hlutafé í Birtíngi, sem gefur meðal annars út Gestgjafann, Hús og híbýli og Vikuna. Í apríl var tilkynnt að sex fjárfestahópar, þar á meðal Dalurinn, hefðu ákveðið að leggja Pressunni til fé. Var gert ráð fyrir að hlutafé yrði aukið um 300 milljónir. Áformin um hlutafjáraukninguna gengu hins vegar ekki eftir. Halldór Kristmannsson, einn af forsvarsmönnum Dalsins, segir í samtali við Markaðinn að félagið hafi lagt Vefpressunni til umtalsverða fjármuni í tengslum við fyrirhugaða hlutafjárhækkun í vor. „Hún gekk hins vegar ekki eftir og aðrir fjárfestar drógu sig út. Dalurinn lagði til fjármuni sem nýttust við greiðslu opinberra gjalda og vegna vanskila á lífeyrissjóðs- og stéttarfélagsgreiðslum starfsmanna.“ Þá útskýrir Halldór að félagið hafi ekki lagt aukið fé til rekstrarins frá því að tilkynnt var um að ekkert yrði af boðaðri 300 milljóna hlutfjáraukningu. „Staða Vefpressunnar og dótturfélaga er þung og stjórnendur hafa óskað eftir svigrúmi í sumar til að leita nýrra hluthafa til að bjarga rekstrinum en það hefur ekki gengið eftir,“ segir Halldór. Á meðal þeirra fjárfesta sem drógu sig út úr hlutafjáraukningunni var félagið Gufupressan í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar, sem er oftast kenndur við Subway, og byggingarfélagið Eykt. Dalurinn er þannig orðinn langsamlega stærsti eigandi Pressunnar með 88,38 prósenta hlut. Þar á eftir kemur félagið Kringlueignir ehf., í eigu Björns Inga, með 5,28 prósenta hlut og AB11 ehf., í jafnri eigu Björns Inga og Arnars Ægissonar, með 4,18 prósenta hlut. Fyrir umræddar breytingar áttu félög í eigu þeirra tveggja 82 prósenta hlut í Pressunni. Auk þess átti Steinn Kári Ragnarsson, framkvæmdastjóri DV, tíu prósenta hlut og Jakob Hrafnsson, bróðir Björns Inga, átta prósenta hlut. Þeir eru báðir farnir úr hluthafahópnum. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa skuldir Vefpressunnar og DV aukist undanfarna mánuði og nema heildarskuldir Pressusamstæðunnar nú rúmlega 700 milljónum króna. Eru vanskil við tollstjóra vegna opinberra gjalda og eins ógreidd gjöld í lífeyrissjóði og stéttarfélög yfir 400 milljónir króna. Tollstjórinn hefur lagt fram gjaldþrotabeiðni á hendur Vefpressunni sem verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í næsta mánuði. Heimildir Markaðarins herma að stjórnendur Vefpressunnar hafi ítrekað reynt að fresta úrskurðinum án árangurs og mun ekkert samkomulag vera í gildi um greiðslu ógreiddra gjalda. Að óbreyttu mun héraðsdómur því taka beiðni tollstjórans fyrir og úrskurða um hvort félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta.Fréttin birtist fyrst á Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent