Breytingar hjá Vodafone vegna samrunans Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. desember 2017 17:35 Höfuðstöðvar Vodafone að Suðurlandsbraut. Aðsend/Vodafone Nýtt skipurit tók gildi hjá Fjarskiptum hf. eftir samrunann við 365 þann 1. desember síðastliðinn og voru gerðar nokkrar breytingar. Allur hluti 365 færðist yfir til Vodafone að frátöldu Fréttablaðinu og Glamour. Stöð 2, Bylgjan, X-ið, FM957, Vísir auk tilheyrandi auglýsinga- og áskriftardeilda færast yfir til Vodafone. Eins og áður hefur verið tilkynnt er Björn Víglundsson nú framkvæmdastjóri Miðla sem er nýtt svið hjá Vodafone. Björn hefur starfað hjá Vodafone frá árinu 2005, fyrst sem framkvæmdastjóri Markaðssviðs, þá framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs og nú síðast framkvæmdastjóri Sölu & þjónustusviðs. „Áður starfaði Björn hjá Toyota á Íslandi og Tryggingamiðstöðinni. Björn er menntaður viðskiptafræðingur frá University of Tampa í Bandaríkjunum. Hann er giftur Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka Ferðaþjónustunnar og eiga þau þrjú börn. Þorvarður Sveinsson er nýr framkvæmdastjóri Fyrirtækja og þróunar en hann hefur starfað hjá Vodafone frá 2015. Samkvæmt tilkynningu frá Fjarskiptum hf. hefur Þorvarður leitt stærri þróunarverkefni félagsins sem yfirmaður stefnumótandi verkefna og er stjórnarformaður Vodafone Færeyja. „Áður starfaði Þorvarður að þróunarmálum hjá Skiptum og Klakka og sem verkefnastjóri hjá Kögun auk þess að hafa setið í stjórnum fjölda fyrirtækja. Þorvarður er menntaður fjarskiptaverkfræðingur frá Harvard University. Hann er giftur Margréti Helgu Ögmundsdóttur, rannsóknasérfræðingi hjá Háskóla Íslands og eiga þau þrjú börn. Ragnheiður Hauksdóttir er nú framkvæmdastjóri Einstaklinga. „Ragnheiður hefur starfað hjá Vodafone frá 2004. Fyrst sem forstöðumaður fyrirtækjalausna, síðan forstöðumaður þjónustuvers og nú síðast forstöðumaður notendakerfa á tæknisviði. Ragnheiður er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hún er gift Sævari Smára Þórðarsyni rekstrariðnfræðingi og eiga þau fjögur börn,“ segir í tilkynningunni. Starfsmenn hjá Vodafone eftir kaupin á stórum hluta 365 eru samanlagt 550 manns en stefnt er að því að öll starfsemi Vodafone verði á Suðurlandsbraut 8 innan tíðar.Vísir.is er í eigu Vodafone. Tengdar fréttir Tíu milljarða viðskipti Vodafone tekur í dag við rekstri útvarps- og sjónvarpssviðs 365 ásamt visir.is og fjarskiptasviði 365. 1. desember 2017 07:00 Allir fyrirvarar kaupsamnings Vodafone og 365 uppfylltir Afhending eigna og reksturs fer fram á morgun. Björn Víglundsson ráðinn framkvæmdastjóri nýs sviðs Miðla hjá Vodafone. 30. nóvember 2017 21:24 Starfsmenn Vodafone eftir kaupin verða um 550 Starf fréttaritstjóra hjá fréttahluta Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar verður auglýst. 1. desember 2017 13:45 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Nýtt skipurit tók gildi hjá Fjarskiptum hf. eftir samrunann við 365 þann 1. desember síðastliðinn og voru gerðar nokkrar breytingar. Allur hluti 365 færðist yfir til Vodafone að frátöldu Fréttablaðinu og Glamour. Stöð 2, Bylgjan, X-ið, FM957, Vísir auk tilheyrandi auglýsinga- og áskriftardeilda færast yfir til Vodafone. Eins og áður hefur verið tilkynnt er Björn Víglundsson nú framkvæmdastjóri Miðla sem er nýtt svið hjá Vodafone. Björn hefur starfað hjá Vodafone frá árinu 2005, fyrst sem framkvæmdastjóri Markaðssviðs, þá framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs og nú síðast framkvæmdastjóri Sölu & þjónustusviðs. „Áður starfaði Björn hjá Toyota á Íslandi og Tryggingamiðstöðinni. Björn er menntaður viðskiptafræðingur frá University of Tampa í Bandaríkjunum. Hann er giftur Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka Ferðaþjónustunnar og eiga þau þrjú börn. Þorvarður Sveinsson er nýr framkvæmdastjóri Fyrirtækja og þróunar en hann hefur starfað hjá Vodafone frá 2015. Samkvæmt tilkynningu frá Fjarskiptum hf. hefur Þorvarður leitt stærri þróunarverkefni félagsins sem yfirmaður stefnumótandi verkefna og er stjórnarformaður Vodafone Færeyja. „Áður starfaði Þorvarður að þróunarmálum hjá Skiptum og Klakka og sem verkefnastjóri hjá Kögun auk þess að hafa setið í stjórnum fjölda fyrirtækja. Þorvarður er menntaður fjarskiptaverkfræðingur frá Harvard University. Hann er giftur Margréti Helgu Ögmundsdóttur, rannsóknasérfræðingi hjá Háskóla Íslands og eiga þau þrjú börn. Ragnheiður Hauksdóttir er nú framkvæmdastjóri Einstaklinga. „Ragnheiður hefur starfað hjá Vodafone frá 2004. Fyrst sem forstöðumaður fyrirtækjalausna, síðan forstöðumaður þjónustuvers og nú síðast forstöðumaður notendakerfa á tæknisviði. Ragnheiður er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hún er gift Sævari Smára Þórðarsyni rekstrariðnfræðingi og eiga þau fjögur börn,“ segir í tilkynningunni. Starfsmenn hjá Vodafone eftir kaupin á stórum hluta 365 eru samanlagt 550 manns en stefnt er að því að öll starfsemi Vodafone verði á Suðurlandsbraut 8 innan tíðar.Vísir.is er í eigu Vodafone.
Tengdar fréttir Tíu milljarða viðskipti Vodafone tekur í dag við rekstri útvarps- og sjónvarpssviðs 365 ásamt visir.is og fjarskiptasviði 365. 1. desember 2017 07:00 Allir fyrirvarar kaupsamnings Vodafone og 365 uppfylltir Afhending eigna og reksturs fer fram á morgun. Björn Víglundsson ráðinn framkvæmdastjóri nýs sviðs Miðla hjá Vodafone. 30. nóvember 2017 21:24 Starfsmenn Vodafone eftir kaupin verða um 550 Starf fréttaritstjóra hjá fréttahluta Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar verður auglýst. 1. desember 2017 13:45 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Tíu milljarða viðskipti Vodafone tekur í dag við rekstri útvarps- og sjónvarpssviðs 365 ásamt visir.is og fjarskiptasviði 365. 1. desember 2017 07:00
Allir fyrirvarar kaupsamnings Vodafone og 365 uppfylltir Afhending eigna og reksturs fer fram á morgun. Björn Víglundsson ráðinn framkvæmdastjóri nýs sviðs Miðla hjá Vodafone. 30. nóvember 2017 21:24
Starfsmenn Vodafone eftir kaupin verða um 550 Starf fréttaritstjóra hjá fréttahluta Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar verður auglýst. 1. desember 2017 13:45