Magic Johnson, forseti Los Angeles Lakers í NBA-deildinni, segir að Lakers hafi vantað leiðtoga.
Los Angeles Lakers komu fáum á óvart þegar að þeir völdu Lonzo Ball í nýliðavali NBA-deildarinnar síðastliðið fimmtudagskvöld.
Hinsvegar var D'Angelo Russell, leikstjórnanda Lakers, skipt yfir til Brooklyn Nets, sem kom mörgum stuðningsmönnum Lakers á óvart. Russell var valinn annar í nýliðavalinu árið 2015 af Lakers og var með 15.6 stig að meðaltali í vetur.
„D'Angelo er frábær leikmaður og við viljum þakka honum fyrir það sem hann gerði hér en okkur vantaði leiðtoga. Okkur vantaði leikmann sem gerir aðra leikmenn liðsins betri og að leikmenn liðsins vilja spila með,“ sagði Magic.
Russell var ekki eini leikmaðurinn sem var skipt frá Lakers til Nets en liðin skiptust á miðherjum. Timofey Mozgov fór til Brooklyn Nets og Brook Lopez yfir til Lakers, ásamt 27. valréttinum í nýliðavalinu þar sem Lakers völdu Kyle Kuzma, kraftframherja frá Utah-háskólanum.
Spennandi verður að sjá framhaldið hjá Lakers þar sem að þeir gætu bætt við sig tveimur stórstjörnum næsta sumar og hafa nöfn Paul George og Lebron James verið nefnd til sögunnar.
Magic segir Lakers hafa vantað leiðtoga
Elías Orri Njarðarson skrifar

Mest lesið



Sárt tap gegn Dönum á HM
Handbolti



Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns
Enski boltinn


Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn
Fótbolti

