Margir boltar á lofti og hlutabréfin lækka Haraldur Guðmundsson skrifar 9. febrúar 2017 07:00 Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, sagði félagið ekki ætla að ráðast í aðgerðir sem myndu skaða það til langs tíma. vísir/gva „Það eru augljóslega margir boltar á lofti en óvissa er um framhaldið og það kemur ekki á óvart að fjárfestar stígi varlega til jarðar,“ segir Guðlaugur Steinarr Gíslason, sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance, um uppgjörsfund Icelandair Group í gær og áframhaldandi lækkun á hlutabréfaverði flugfélagsins.Á fundinum var farið yfir aðgerðir sem stjórnendur Icelandair Group ætla að ráðast í gegn aukinni samkeppni frá lággjaldaflugfélögum og þeim krefjandi aðstæðum sem fyrirtækið tilkynnti um í síðustu viku. Snörp lækkun á bókunarstöðu í janúar, sem hefur batnað síðustu daga, hafi og muni leiða til breytinga á fargjöldum og vöruframboði, þar á meðal lækkun á hluta fargjalda Saga Class. Þær eigi að leiða til bættrar afkomu upp á 30 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 3,4 milljarða króna, á ársgrundvelli frá og með ársbyrjun 2018. Stjórnendurnir hafa aftur á móti ekki skoðað það alvarlega að skipta fyrirtækinu í tvö vörumerki, eða annars vegar lággjaldahluta og hins vegar núverandi viðskiptamódel. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, svaraði aðspurður að eitt af því sem stjórnendurnir þyrftu nú að velta fyrir sér sé hvort fara eigi sömu leið og skandinavíska flugfélagið SAS og sækja um nýtt flugrekstrarleyfi og opna starfsstöðvar erlendis og þannig lækka launakostnað. Slíkt myndi aftur á móti „kosta dálítil átök við ákveðnar stéttir“, eins og Björgólfur orðaði það. Launakostnaður fyrirtækisins hækkaði um 29 prósent á fjórða ársfjórðungi 2016 en tekjurnar um tólf prósent. „Ég hef fulla trú á að félagið sé að skoða þetta. Aftur á móti mun þetta taka einhvern tíma hjá SAS áður en þeir sjá teljandi áhrif fyrir samstæðuna og það sama ætti væntanlega við um Icelandair,“ segir Guðlaugur Steinarr. „Mér fannst félagið fara nokkuð vel yfir stöðuna og þetta var mun ítarlegri yfirferð á fundinum en vanalega. Manni finnst eins og þeir séu frekar að horfa í áttina að því að breyta tekjustrúktúrnum svo það verði auðveldara að bera saman raunkostnað flugfargjalda flugfélagsins við lággjaldaflugfélög. Menn verða svo bara að gera upp við sig hvort þeir trúi því að þessar leiðir muni hafa teljandi áhrif til hins betra. Það kemur mér ekki á óvart að menn stígi varlega til jarðar en það er ekki eins og það sé ekki að koma neitt út úr þessu félagi. Félagið stendur þrátt fyrir þetta enn vel að vígi til að takast á við þessa óvissu,“ segir Guðlaugur Steinarr.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Aðgerðir eiga að skila Icelandair 30 milljónum dala í bættri afkomu Aðgerðir sem stjórnendur Icelandair Group hyggjast ráðast í, bæði á tekju- og gjaldahlið félagsins, eiga að skila bættri afkomu að fjárhæð 30 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 3,5 milljarða íslenskra króna, þegar þær verða að fullu komnar til framkvæmda í ársbyrjun 2018. 7. febrúar 2017 21:15 Fjárfestar í Icelandair skildir eftir í myrkrinu Icelandair hefur verið skellt niður á jörðina. Fjárfestar, sjóðstjórar og verðbréfamiðlarar, sem Markaðurinn hefur rætt við, eru á einu máli um að það hafi orðið "meiriháttar trúnaðarbrestur,“ eins og einn viðmælandi lýsir því, á milli stjórnenda Icelandair og hluthafa fyrirtækisins. 8. febrúar 2017 07:30 Icelandair greiði 565 milljónir í arð Stjórn Icelandair Group hf. mun leggja til við aðalfund félagsins þann 3. mars næstkomandi að greiddur verði arður til hluthafa að fjárhæð 565 milljóna króna. 8. febrúar 2017 17:09 Uppgjörsfundur Icelandair Group í heild sinni: Verðum að laga okkur að „me me me“ kynslóðinni "Það koma kynslóðir sem breyta neyslumynstrinu. Það er væntanlega ein að koma þannig núna,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. 8. febrúar 2017 10:41 Mest lesið Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira
„Það eru augljóslega margir boltar á lofti en óvissa er um framhaldið og það kemur ekki á óvart að fjárfestar stígi varlega til jarðar,“ segir Guðlaugur Steinarr Gíslason, sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance, um uppgjörsfund Icelandair Group í gær og áframhaldandi lækkun á hlutabréfaverði flugfélagsins.Á fundinum var farið yfir aðgerðir sem stjórnendur Icelandair Group ætla að ráðast í gegn aukinni samkeppni frá lággjaldaflugfélögum og þeim krefjandi aðstæðum sem fyrirtækið tilkynnti um í síðustu viku. Snörp lækkun á bókunarstöðu í janúar, sem hefur batnað síðustu daga, hafi og muni leiða til breytinga á fargjöldum og vöruframboði, þar á meðal lækkun á hluta fargjalda Saga Class. Þær eigi að leiða til bættrar afkomu upp á 30 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 3,4 milljarða króna, á ársgrundvelli frá og með ársbyrjun 2018. Stjórnendurnir hafa aftur á móti ekki skoðað það alvarlega að skipta fyrirtækinu í tvö vörumerki, eða annars vegar lággjaldahluta og hins vegar núverandi viðskiptamódel. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, svaraði aðspurður að eitt af því sem stjórnendurnir þyrftu nú að velta fyrir sér sé hvort fara eigi sömu leið og skandinavíska flugfélagið SAS og sækja um nýtt flugrekstrarleyfi og opna starfsstöðvar erlendis og þannig lækka launakostnað. Slíkt myndi aftur á móti „kosta dálítil átök við ákveðnar stéttir“, eins og Björgólfur orðaði það. Launakostnaður fyrirtækisins hækkaði um 29 prósent á fjórða ársfjórðungi 2016 en tekjurnar um tólf prósent. „Ég hef fulla trú á að félagið sé að skoða þetta. Aftur á móti mun þetta taka einhvern tíma hjá SAS áður en þeir sjá teljandi áhrif fyrir samstæðuna og það sama ætti væntanlega við um Icelandair,“ segir Guðlaugur Steinarr. „Mér fannst félagið fara nokkuð vel yfir stöðuna og þetta var mun ítarlegri yfirferð á fundinum en vanalega. Manni finnst eins og þeir séu frekar að horfa í áttina að því að breyta tekjustrúktúrnum svo það verði auðveldara að bera saman raunkostnað flugfargjalda flugfélagsins við lággjaldaflugfélög. Menn verða svo bara að gera upp við sig hvort þeir trúi því að þessar leiðir muni hafa teljandi áhrif til hins betra. Það kemur mér ekki á óvart að menn stígi varlega til jarðar en það er ekki eins og það sé ekki að koma neitt út úr þessu félagi. Félagið stendur þrátt fyrir þetta enn vel að vígi til að takast á við þessa óvissu,“ segir Guðlaugur Steinarr.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Aðgerðir eiga að skila Icelandair 30 milljónum dala í bættri afkomu Aðgerðir sem stjórnendur Icelandair Group hyggjast ráðast í, bæði á tekju- og gjaldahlið félagsins, eiga að skila bættri afkomu að fjárhæð 30 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 3,5 milljarða íslenskra króna, þegar þær verða að fullu komnar til framkvæmda í ársbyrjun 2018. 7. febrúar 2017 21:15 Fjárfestar í Icelandair skildir eftir í myrkrinu Icelandair hefur verið skellt niður á jörðina. Fjárfestar, sjóðstjórar og verðbréfamiðlarar, sem Markaðurinn hefur rætt við, eru á einu máli um að það hafi orðið "meiriháttar trúnaðarbrestur,“ eins og einn viðmælandi lýsir því, á milli stjórnenda Icelandair og hluthafa fyrirtækisins. 8. febrúar 2017 07:30 Icelandair greiði 565 milljónir í arð Stjórn Icelandair Group hf. mun leggja til við aðalfund félagsins þann 3. mars næstkomandi að greiddur verði arður til hluthafa að fjárhæð 565 milljóna króna. 8. febrúar 2017 17:09 Uppgjörsfundur Icelandair Group í heild sinni: Verðum að laga okkur að „me me me“ kynslóðinni "Það koma kynslóðir sem breyta neyslumynstrinu. Það er væntanlega ein að koma þannig núna,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. 8. febrúar 2017 10:41 Mest lesið Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira
Aðgerðir eiga að skila Icelandair 30 milljónum dala í bættri afkomu Aðgerðir sem stjórnendur Icelandair Group hyggjast ráðast í, bæði á tekju- og gjaldahlið félagsins, eiga að skila bættri afkomu að fjárhæð 30 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 3,5 milljarða íslenskra króna, þegar þær verða að fullu komnar til framkvæmda í ársbyrjun 2018. 7. febrúar 2017 21:15
Fjárfestar í Icelandair skildir eftir í myrkrinu Icelandair hefur verið skellt niður á jörðina. Fjárfestar, sjóðstjórar og verðbréfamiðlarar, sem Markaðurinn hefur rætt við, eru á einu máli um að það hafi orðið "meiriháttar trúnaðarbrestur,“ eins og einn viðmælandi lýsir því, á milli stjórnenda Icelandair og hluthafa fyrirtækisins. 8. febrúar 2017 07:30
Icelandair greiði 565 milljónir í arð Stjórn Icelandair Group hf. mun leggja til við aðalfund félagsins þann 3. mars næstkomandi að greiddur verði arður til hluthafa að fjárhæð 565 milljóna króna. 8. febrúar 2017 17:09
Uppgjörsfundur Icelandair Group í heild sinni: Verðum að laga okkur að „me me me“ kynslóðinni "Það koma kynslóðir sem breyta neyslumynstrinu. Það er væntanlega ein að koma þannig núna,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. 8. febrúar 2017 10:41