Svipmynd Markaðarins: Hleypur á eftir sonunum og bolabítnum Haraldur Guðmundsson skrifar 4. febrúar 2017 11:00 Guðríður Svana Bjarnadóttir tók við starfi rekstrarstjóra Marorku í byrjun janúar. Vísir/GVA Guðríður Svana Bjarnadóttir var nýverið ráðin rekstrarstjóri Marorku. Hún er 38 ára gömul, lögfræðingur að mennt, með bakgrunn í fjármálum og viðskiptum, og lauk framhaldsnámi í alþjóðlegum skattarétti og viðskiptum frá New York University School af Law. Áður var hún yfirlögfræðingur hjá Advania, starfsmaður hjá slitastjórn Kaupþings, ráðgjafi hjá KPMG New York og yfirlögfræðingur hjá skattrannsóknarstjóra.Hvað kom þér mest á óvart í fyrra? „Það kom mér gríðarlega á óvart að Donald Trump skyldi vera kjörinn í embætti forseta Bandaríkjanna og að Bretar skyldu ákveða að ganga úr Evrópusambandinu. Það kom mér hins vegar ekki síður á óvart að íslenska þjóðin skyldi fá tækifæri til að sjá íslenska landsliðið spila í 8-liða úrslitum á EM í Frakklandi.“Hvaða app notarðu mest? „Mest notaða appið í símanum mínum er líklegast Lunchbox Monkey, sem er mjög vinsælt hjá yngstu kynslóðinni. Fyrir utan hið hefðbundna app fyrir tölvupóstinn nota ég mest Skype for Business og Facebook Messenger. Það app sem ég er samt hvað ánægðust með þessa dagana er nýja Arion banka-appið.“Hvaða land heimsóttir þú síðast og hvers vegna? „Síðasta heimsókn erlendis var til Þýskalands vegna vinnu en Marorka er með skrifstofu í Hamborg. Ég hafði ekki komið til Hamborgar áður, en þar sem ég dvaldist þar í nokkra daga hafði ég smá tíma til að skoða borgina. Mér fannst Hamborg rosalega heillandi og skemmtileg borg og ég hlakka til að fara þangað aftur.“Hvernig heldur þú þér í formi? „Ég stunda líkamsrækt þrisvar til fjórum sinnum í viku og svo fer ég reglulega í jóga eða pilates. Þar fyrir utan á ég tvo litla drengi sem halda mér á hreyfingu og 30 kg enskan bolabít sem heimtar sinn göngutúr á hverju kvöldi (þótt ótrúlegt megi virðast).“Ertu í þínu draumastarfi? „Ég er nýbyrjuð að vinna hjá Marorku í mjög spennandi starfi sem býður upp á bæði krefjandi og skemmtileg verkefni. Marorka framleiðir búnað í skip sem miðar að því að hámarka nýtingu orku og aðra frammistöðu skipsins, þannig stuðla vörur félagsins að verndun umhverfisins. Það er ómetanlegt að fá tækifæri til að vinna hjá fyrirtæki með slíkan tilgang.“ Donald Trump Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Guðríður Svana Bjarnadóttir var nýverið ráðin rekstrarstjóri Marorku. Hún er 38 ára gömul, lögfræðingur að mennt, með bakgrunn í fjármálum og viðskiptum, og lauk framhaldsnámi í alþjóðlegum skattarétti og viðskiptum frá New York University School af Law. Áður var hún yfirlögfræðingur hjá Advania, starfsmaður hjá slitastjórn Kaupþings, ráðgjafi hjá KPMG New York og yfirlögfræðingur hjá skattrannsóknarstjóra.Hvað kom þér mest á óvart í fyrra? „Það kom mér gríðarlega á óvart að Donald Trump skyldi vera kjörinn í embætti forseta Bandaríkjanna og að Bretar skyldu ákveða að ganga úr Evrópusambandinu. Það kom mér hins vegar ekki síður á óvart að íslenska þjóðin skyldi fá tækifæri til að sjá íslenska landsliðið spila í 8-liða úrslitum á EM í Frakklandi.“Hvaða app notarðu mest? „Mest notaða appið í símanum mínum er líklegast Lunchbox Monkey, sem er mjög vinsælt hjá yngstu kynslóðinni. Fyrir utan hið hefðbundna app fyrir tölvupóstinn nota ég mest Skype for Business og Facebook Messenger. Það app sem ég er samt hvað ánægðust með þessa dagana er nýja Arion banka-appið.“Hvaða land heimsóttir þú síðast og hvers vegna? „Síðasta heimsókn erlendis var til Þýskalands vegna vinnu en Marorka er með skrifstofu í Hamborg. Ég hafði ekki komið til Hamborgar áður, en þar sem ég dvaldist þar í nokkra daga hafði ég smá tíma til að skoða borgina. Mér fannst Hamborg rosalega heillandi og skemmtileg borg og ég hlakka til að fara þangað aftur.“Hvernig heldur þú þér í formi? „Ég stunda líkamsrækt þrisvar til fjórum sinnum í viku og svo fer ég reglulega í jóga eða pilates. Þar fyrir utan á ég tvo litla drengi sem halda mér á hreyfingu og 30 kg enskan bolabít sem heimtar sinn göngutúr á hverju kvöldi (þótt ótrúlegt megi virðast).“Ertu í þínu draumastarfi? „Ég er nýbyrjuð að vinna hjá Marorku í mjög spennandi starfi sem býður upp á bæði krefjandi og skemmtileg verkefni. Marorka framleiðir búnað í skip sem miðar að því að hámarka nýtingu orku og aðra frammistöðu skipsins, þannig stuðla vörur félagsins að verndun umhverfisins. Það er ómetanlegt að fá tækifæri til að vinna hjá fyrirtæki með slíkan tilgang.“
Donald Trump Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira