Hvað er merkilegt og mikilvægt? Hilda Jana Gísladóttir skrifar 11. október 2017 07:00 Fjölmiðlamenn vilja skiljanlega oftast beina kastljósinu að því sem við teljum að öðrum, helst sem flestum, þyki merkilegt eða mikilvægt. Því fleiri sem hafa áhuga á því sem við látum frá okkur, þeim mun auðveldara er að selja auglýsingar og kostanir og að sjálfsögðu skiptir það máli ef reka á fjölmiðil á frjálsum markaði. Neytendur stjórna því að stórum hluta ferðinni. Hvað viltu lesa? Hvað viltu horfa á? Hvað viltu hlusta á? Hvað þykir þér merkilegt og mikilvægt? Þegar kemur að hlutfalli kynjanna sem viðmælendur í ljósvakamiðlum, þá hefur ýmislegt þokast í jafnréttisátt í almennri dagskrárgerð. Hins vegar er staðan enn ansi ójöfn í fréttum, jafnan 70/30 eða 80/20 körlum í vil. Að sjálfsögðu hefur verið bent á að karlar sitji einfaldlega oftar á valdastólum og þeir því oftar viðmælendur fréttamanna. En hvaða valdastóla er verið að tala um? Er verið að tala um völdin á heimilum? Í barnauppeldi? Í heilbrigðiskerfinu? Menntakerfinu? Menningu og listum? Góðgerðarsamtökum? Eða er kannski aðallega verið að tala um völd í fjármálum og stjórnmálum? Stundum er talað um „kvenlæg“ og „karllæg“ gildi sem eins konar myndlíkingu ólíks gildismats. Kvenlægu gildin standi þannig fyrir hluti eins og samvinnu, þjónustu, samfélagsvitund o.s.frv. Karllægu gildin einkennist frekar af áræði, áhættusækni, einstaklingshyggju o.s.frv. Þessi gildi eru í mínum huga óháð kynjum, þó að það haldist oft í hendur við kynið. Þannig geti karlar vel aðhyllst kvenlæg gildi og konur karllæg gildi og þá getur sama manneskjan jafnvel haft hvor tveggja gildin að leiðarljósi. Leiða má líkur að því að karllæg gildi hafi hingað til verið talin merkilegri og mikilvægari en þau kvenlægu og því sé karllægt efni líklegra til að komast í helstu fréttir ljósvakamiðla. Ef við höfum áhuga á því að breyta kynjahlutfalli í ljósvakamiðlum, þá tel ég að það verði ekki aðeins gert með þvinguðum aðgerðum eða látlausum talningum fjölmiðlamanna á kynjahlutfalli viðmælenda. Ég tel að við þurfum öll sem samfélag að velta því fyrir okkur hvort okkur þyki í raun karllæg og kvenlæg gildi jafn mikilvæg og merkileg.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlamenn vilja skiljanlega oftast beina kastljósinu að því sem við teljum að öðrum, helst sem flestum, þyki merkilegt eða mikilvægt. Því fleiri sem hafa áhuga á því sem við látum frá okkur, þeim mun auðveldara er að selja auglýsingar og kostanir og að sjálfsögðu skiptir það máli ef reka á fjölmiðil á frjálsum markaði. Neytendur stjórna því að stórum hluta ferðinni. Hvað viltu lesa? Hvað viltu horfa á? Hvað viltu hlusta á? Hvað þykir þér merkilegt og mikilvægt? Þegar kemur að hlutfalli kynjanna sem viðmælendur í ljósvakamiðlum, þá hefur ýmislegt þokast í jafnréttisátt í almennri dagskrárgerð. Hins vegar er staðan enn ansi ójöfn í fréttum, jafnan 70/30 eða 80/20 körlum í vil. Að sjálfsögðu hefur verið bent á að karlar sitji einfaldlega oftar á valdastólum og þeir því oftar viðmælendur fréttamanna. En hvaða valdastóla er verið að tala um? Er verið að tala um völdin á heimilum? Í barnauppeldi? Í heilbrigðiskerfinu? Menntakerfinu? Menningu og listum? Góðgerðarsamtökum? Eða er kannski aðallega verið að tala um völd í fjármálum og stjórnmálum? Stundum er talað um „kvenlæg“ og „karllæg“ gildi sem eins konar myndlíkingu ólíks gildismats. Kvenlægu gildin standi þannig fyrir hluti eins og samvinnu, þjónustu, samfélagsvitund o.s.frv. Karllægu gildin einkennist frekar af áræði, áhættusækni, einstaklingshyggju o.s.frv. Þessi gildi eru í mínum huga óháð kynjum, þó að það haldist oft í hendur við kynið. Þannig geti karlar vel aðhyllst kvenlæg gildi og konur karllæg gildi og þá getur sama manneskjan jafnvel haft hvor tveggja gildin að leiðarljósi. Leiða má líkur að því að karllæg gildi hafi hingað til verið talin merkilegri og mikilvægari en þau kvenlægu og því sé karllægt efni líklegra til að komast í helstu fréttir ljósvakamiðla. Ef við höfum áhuga á því að breyta kynjahlutfalli í ljósvakamiðlum, þá tel ég að það verði ekki aðeins gert með þvinguðum aðgerðum eða látlausum talningum fjölmiðlamanna á kynjahlutfalli viðmælenda. Ég tel að við þurfum öll sem samfélag að velta því fyrir okkur hvort okkur þyki í raun karllæg og kvenlæg gildi jafn mikilvæg og merkileg.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun