Áfram blæðingar! Margrét Björg Ástvaldsdóttir skrifar 14. mars 2017 00:00 „Mundu svo bara segja að Rósa frænka sé komin í heimsókn ef þú byrjar allt í einu á túr…“ sagði vinkona mín við mig. Þetta voru mín fyrstu kynni af orðræðu til að fela blæðingar. Ég lærði að blæðingar væru feimnismál, eitthvað til að fela, eitthvað óhreint og síðast en ekki síst lærði ég að þær væru ógeðslegar. Enginn mátti sjá dömubindi eða túrtappa þegar maður skrapp á klósettið. Það mátti alls ekki koma túrblettur í gegn þá yrði maður hálshöggvinn. En bara ef ég hefði vitað að þessar hugmyndir og allar þessar áhyggjur um að það þyrfti að fela blæðingar ættu ekki rétt á sér. Þessar áhyggjur voru óþarfar. Blæðingar eru þáttur í heilbrigðri líkamsstarfsemi kvenna. Þessar hugmyndir sem ég lærði um blæðingar um að þær væru eitthvað til að fela og eitthvað ógeðslegt er ekki hreinn og beinn sannleikur. Hugmyndir manna um blæðingar er arfleifð menningar. Með því á ég við að hugmyndir manna um blæðingar verða ekki til í tómarúmi. Þær eru ekki hlutlausar. Það sem fólki finnst um blæðingar er breytilegt milli samfélaga. Sumum hópum finnst þær subbulegar á meðan öðrum hópum finnst þær eitthvað til að fagna og vilja láta alla fjölsylduna vita. Fólk hefur alltaf áhrif á veruleika sinn. Með nýjum hugmyndum breytast samfélög og hugsunarháttur fólks. Nýjar hugmyndir líta dagsins ljós, þó svo að aldagömlu hugmyndirnar haldi föstu taki í bakkann. Okkar nýju byltingarkenndu hugmyndir eru þær að, blæðingar eru ekki eitthvað til að skammast sín fyrir, ekkert til að fela, þær eru tákn um frjósemi, þær eru frábærar. Með vitundarvakningu í samfélaginu getum við haft áhrif á hvernig blæðingum er tekið. Þar með getum við sagt að fólkið í samfélaginu stjórnar hugmyndum um blæðingar. Fjöldinn stjórnar því hvað er talið eðlilegt. Blæðingar eru eðlileg líkamsstarfssemi kvenna. Áfram blæðingar! #túrdagar#mérblæðir Dagana 14.-16.mars stendur Femínistafélag Háskóla Íslands fyrir Túrdögum. Tilgangurinn er að opna og bæta umræðuna um túr og tengd málefni. Á Túrdögum verður boðið upp á fjölbreytta fyrirlestra á Litla torgi í HÍ sem allir eiga það sameiginlegt að fjalla um túr, m.a. frá félagsfræði-, kynfræði-, líffræði- og málvísindalegu sjónarhorni. Einnig verður sett upp sýning á Bláa veggnum undir Háskólatorgi þar sem sýnd verða túrtengd listaverk, ljóð og sögur. Þáttakendur í sýningunni eru m.a. erlenda listakonan Rupi Kaur, myndlistakonan Þóra Þórisdóttir ásamt ljóðskáldinu Andra Snæ Magnasyni. Sýningin stendur frá 13.-27. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Mundu svo bara segja að Rósa frænka sé komin í heimsókn ef þú byrjar allt í einu á túr…“ sagði vinkona mín við mig. Þetta voru mín fyrstu kynni af orðræðu til að fela blæðingar. Ég lærði að blæðingar væru feimnismál, eitthvað til að fela, eitthvað óhreint og síðast en ekki síst lærði ég að þær væru ógeðslegar. Enginn mátti sjá dömubindi eða túrtappa þegar maður skrapp á klósettið. Það mátti alls ekki koma túrblettur í gegn þá yrði maður hálshöggvinn. En bara ef ég hefði vitað að þessar hugmyndir og allar þessar áhyggjur um að það þyrfti að fela blæðingar ættu ekki rétt á sér. Þessar áhyggjur voru óþarfar. Blæðingar eru þáttur í heilbrigðri líkamsstarfsemi kvenna. Þessar hugmyndir sem ég lærði um blæðingar um að þær væru eitthvað til að fela og eitthvað ógeðslegt er ekki hreinn og beinn sannleikur. Hugmyndir manna um blæðingar er arfleifð menningar. Með því á ég við að hugmyndir manna um blæðingar verða ekki til í tómarúmi. Þær eru ekki hlutlausar. Það sem fólki finnst um blæðingar er breytilegt milli samfélaga. Sumum hópum finnst þær subbulegar á meðan öðrum hópum finnst þær eitthvað til að fagna og vilja láta alla fjölsylduna vita. Fólk hefur alltaf áhrif á veruleika sinn. Með nýjum hugmyndum breytast samfélög og hugsunarháttur fólks. Nýjar hugmyndir líta dagsins ljós, þó svo að aldagömlu hugmyndirnar haldi föstu taki í bakkann. Okkar nýju byltingarkenndu hugmyndir eru þær að, blæðingar eru ekki eitthvað til að skammast sín fyrir, ekkert til að fela, þær eru tákn um frjósemi, þær eru frábærar. Með vitundarvakningu í samfélaginu getum við haft áhrif á hvernig blæðingum er tekið. Þar með getum við sagt að fólkið í samfélaginu stjórnar hugmyndum um blæðingar. Fjöldinn stjórnar því hvað er talið eðlilegt. Blæðingar eru eðlileg líkamsstarfssemi kvenna. Áfram blæðingar! #túrdagar#mérblæðir Dagana 14.-16.mars stendur Femínistafélag Háskóla Íslands fyrir Túrdögum. Tilgangurinn er að opna og bæta umræðuna um túr og tengd málefni. Á Túrdögum verður boðið upp á fjölbreytta fyrirlestra á Litla torgi í HÍ sem allir eiga það sameiginlegt að fjalla um túr, m.a. frá félagsfræði-, kynfræði-, líffræði- og málvísindalegu sjónarhorni. Einnig verður sett upp sýning á Bláa veggnum undir Háskólatorgi þar sem sýnd verða túrtengd listaverk, ljóð og sögur. Þáttakendur í sýningunni eru m.a. erlenda listakonan Rupi Kaur, myndlistakonan Þóra Þórisdóttir ásamt ljóðskáldinu Andra Snæ Magnasyni. Sýningin stendur frá 13.-27. mars.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar