Lyfjarisinn Teva vill grynnka á skuldum með sölu á Medis Kristinn Ingi Jónsson skrifar 11. ágúst 2017 06:00 Höfuðstöðvar lyfjasölufélagsins Medis eru í Hafnarfirði, þar sem um 85 manns starfa. vísir/eyþór Ísraelska samheitalyfjafyrirtækið Teva hefur í hyggju að selja lyfjasölufyrirtækið Medis. Starfsmönnum Medis, sem er til húsa í Hafnarfirði, var tilkynnt um áformin í tölvupósti fyrir um þremur vikum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Um eitt hundrað manns starfa hjá Medis, þar af um 85 hér á landi. Teva eignaðist Medis þegar fyrirtækið tók yfir Actavis Generics, samheitalyfjahluta Allergan, síðasta sumar. Medis selur lyf og lyfjahugvit Actavis til annarra lyfjafyrirtækja um allan heim eða alls um 190 vörur sem seldar eru í yfir eitt hundrað löndum undir merkjum viðskiptavina Medis. Fyrirtækið var stofnað hér á landi árið 1985. Forsvarsmenn Teva staðfestu í samtali við fréttaveitu Reuters að ákveðið hafi verið að hefja söluferli á Medis. Samkvæmt heimildum fréttaveitu Bloomberg gæti fyrirtækið verið metið á milli 500 til 1.000 milljónir Bandaríkjadala sem jafngildir um 53 til 106 milljörðum króna.Valur Ragnarsson, forstjóri MedisEkki náðist í forsvarsmenn Medis við vinnslu fréttarinnar. Skuldabyrði Teva hefur þyngst verulega eftir að fyrirtækið, sem er umsvifamesti samheitalyfjaframleiðandi í heimi, tók yfir rekstur Actavis, og þar með Medis, í ágúst í fyrra. Kaupverðið var 40,5 milljarðar dala, en skuldir Teva nema nú um 32 milljörðum dala samkvæmt nýju uppgjöri fyrirtækisins sem birt var í síðustu viku. Margir greinendur og fjárfestar telja að Teva hafi greitt of hátt verð fyrir Actavis, að því er segir í frétt Reuters. Sigurður Óli Ólafsson lét af starfi forstjóra samheitalyfjasviðs Teva í kjölfar yfirtökunnar á Actavis, en hann hafði gegnt forstjórastarfinu frá árinu 2014. Teva leitar nú leiða til þess að selja eignir og draga úr kostnaði og grynnka þannig á skuldum sínum. Nýverið var greint frá áformum fyrirtækisins um að segja upp sjö þúsund starfsmönnum og loka eða selja fimmtán verksmiðjur víða um heim fyrir árslok. Hlutabréf í Teva hafa fallið um næstum því fimmtíu prósent í verði frá því að félagið birti uppgjör sitt fyrir annan fjórðung ársins í síðustu viku. Hefur verðið ekki verið lægra síðan árið 2003. Hlutabréfin hafa lækkað um 95 prósent frá því í byrjun árs 2016. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Ísraelska samheitalyfjafyrirtækið Teva hefur í hyggju að selja lyfjasölufyrirtækið Medis. Starfsmönnum Medis, sem er til húsa í Hafnarfirði, var tilkynnt um áformin í tölvupósti fyrir um þremur vikum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Um eitt hundrað manns starfa hjá Medis, þar af um 85 hér á landi. Teva eignaðist Medis þegar fyrirtækið tók yfir Actavis Generics, samheitalyfjahluta Allergan, síðasta sumar. Medis selur lyf og lyfjahugvit Actavis til annarra lyfjafyrirtækja um allan heim eða alls um 190 vörur sem seldar eru í yfir eitt hundrað löndum undir merkjum viðskiptavina Medis. Fyrirtækið var stofnað hér á landi árið 1985. Forsvarsmenn Teva staðfestu í samtali við fréttaveitu Reuters að ákveðið hafi verið að hefja söluferli á Medis. Samkvæmt heimildum fréttaveitu Bloomberg gæti fyrirtækið verið metið á milli 500 til 1.000 milljónir Bandaríkjadala sem jafngildir um 53 til 106 milljörðum króna.Valur Ragnarsson, forstjóri MedisEkki náðist í forsvarsmenn Medis við vinnslu fréttarinnar. Skuldabyrði Teva hefur þyngst verulega eftir að fyrirtækið, sem er umsvifamesti samheitalyfjaframleiðandi í heimi, tók yfir rekstur Actavis, og þar með Medis, í ágúst í fyrra. Kaupverðið var 40,5 milljarðar dala, en skuldir Teva nema nú um 32 milljörðum dala samkvæmt nýju uppgjöri fyrirtækisins sem birt var í síðustu viku. Margir greinendur og fjárfestar telja að Teva hafi greitt of hátt verð fyrir Actavis, að því er segir í frétt Reuters. Sigurður Óli Ólafsson lét af starfi forstjóra samheitalyfjasviðs Teva í kjölfar yfirtökunnar á Actavis, en hann hafði gegnt forstjórastarfinu frá árinu 2014. Teva leitar nú leiða til þess að selja eignir og draga úr kostnaði og grynnka þannig á skuldum sínum. Nýverið var greint frá áformum fyrirtækisins um að segja upp sjö þúsund starfsmönnum og loka eða selja fimmtán verksmiðjur víða um heim fyrir árslok. Hlutabréf í Teva hafa fallið um næstum því fimmtíu prósent í verði frá því að félagið birti uppgjör sitt fyrir annan fjórðung ársins í síðustu viku. Hefur verðið ekki verið lægra síðan árið 2003. Hlutabréfin hafa lækkað um 95 prósent frá því í byrjun árs 2016.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira