Tryggvi Þór seldi sig út úr veitingastaðnum Bazaar Haraldur Guðmundsson skrifar 8. febrúar 2017 10:30 Veitingastaðurinn Bazaar og hótelið Oddsson eru rekin í JL-húsinu. Vísir/GVA Tryggvi Þór Herbertsson, fjárfestir og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, seldi tæpan helmingshlut sinn í veitingastaðnum Bazaar í október til hóps fjárfesta undir forystu athafnakonunnar Margrétar Ásgeirsdóttur og knattspyrnumannsins fyrrverandi Arnars Gunnlaugssonar. Viðskiptafélagi Tryggva, Guðjón Þór Guðmundsson, seldi þá einnig eignarhlut sinn í Bazaar og á fjárfestahópurinn nú allt hlutafé veitingastaðarins og hótelið Oddsson sem bæði eru rekin í JL-húsinu. Þetta staðfestir Tryggvi Þór í samtali við Markaðinn og svarar aðspurður að hann og Guðjón Þór hafi átt alls 80 prósent í félaginu JL veitingar ehf. Margrét og meðfjárfestar hennar hafi komið inn í hluthafahóp félagsins í byrjun 2016 og þá keypt 20 prósent. Veitingastaðurinn var opnaður í byrjun síðasta sumars. „Ég er búinn að selja þessa fjárfestingu en hinir eigendurnir keyptu mig út. Ég var aldrei annað en fjárfestir þarna og er bara í þessum ráðgjafarbissness sem ég er búinn að vera í síðan ég sat á þingi,“ segir Tryggvi og svarar aðspurður að hann einbeiti sér nú meðal annars að verkefnum fyrir fjármálafyrirtækið Gamma. Margrét Ásgeirsdóttir á helmingshlut í JL Holding, eiganda JL-hússins, í gegnum félag sitt S9 ehf. Hin 50 prósentin eru í eigu Loftsson Holding ehf. en endanlegir eigendur þess eru Lárus Sighvatur Lárusson og Stefán Arnalds. Arnar Gunnlaugsson tók við stjórnarformennsku í JL veitingum af Tryggva Þór þegar viðskiptin gengu í gegn um miðjan október og eru hann og Margrét einu stjórnarmenn þess. Hluthafalisti JL veitinga hefur ekki verið uppfærður hjá fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra (RSK). Eins og sjá má á tilkynningu um breytingu á stjórnarskipan félagsins til RSK kom til greina að veitinga- og sjónvarpsmaðurinn Ásgeir Kolbeinsson myndi setjast í stjórn JL veitinga. Nafn hans er á skjalinu en búið er að strika yfir það. Ekki náðist í Margréti eða Arnar við vinnslu fréttarinnar. Uppfært kl. 10.50: Guðjón Þór Guðmundsson segir ekki rétt að bróðir hans Svavar Þór Guðmundsson hafi verið hluthafi í veitingastaðnum. Þrátt fyrir það var Svavar skráður fyrir 25% hlut í JL veitingum í árslok 2015 samkvæmt skráningu félagsins hjá fyrirtækjaskrá RSK. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Tryggvi Þór Herbertsson, fjárfestir og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, seldi tæpan helmingshlut sinn í veitingastaðnum Bazaar í október til hóps fjárfesta undir forystu athafnakonunnar Margrétar Ásgeirsdóttur og knattspyrnumannsins fyrrverandi Arnars Gunnlaugssonar. Viðskiptafélagi Tryggva, Guðjón Þór Guðmundsson, seldi þá einnig eignarhlut sinn í Bazaar og á fjárfestahópurinn nú allt hlutafé veitingastaðarins og hótelið Oddsson sem bæði eru rekin í JL-húsinu. Þetta staðfestir Tryggvi Þór í samtali við Markaðinn og svarar aðspurður að hann og Guðjón Þór hafi átt alls 80 prósent í félaginu JL veitingar ehf. Margrét og meðfjárfestar hennar hafi komið inn í hluthafahóp félagsins í byrjun 2016 og þá keypt 20 prósent. Veitingastaðurinn var opnaður í byrjun síðasta sumars. „Ég er búinn að selja þessa fjárfestingu en hinir eigendurnir keyptu mig út. Ég var aldrei annað en fjárfestir þarna og er bara í þessum ráðgjafarbissness sem ég er búinn að vera í síðan ég sat á þingi,“ segir Tryggvi og svarar aðspurður að hann einbeiti sér nú meðal annars að verkefnum fyrir fjármálafyrirtækið Gamma. Margrét Ásgeirsdóttir á helmingshlut í JL Holding, eiganda JL-hússins, í gegnum félag sitt S9 ehf. Hin 50 prósentin eru í eigu Loftsson Holding ehf. en endanlegir eigendur þess eru Lárus Sighvatur Lárusson og Stefán Arnalds. Arnar Gunnlaugsson tók við stjórnarformennsku í JL veitingum af Tryggva Þór þegar viðskiptin gengu í gegn um miðjan október og eru hann og Margrét einu stjórnarmenn þess. Hluthafalisti JL veitinga hefur ekki verið uppfærður hjá fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra (RSK). Eins og sjá má á tilkynningu um breytingu á stjórnarskipan félagsins til RSK kom til greina að veitinga- og sjónvarpsmaðurinn Ásgeir Kolbeinsson myndi setjast í stjórn JL veitinga. Nafn hans er á skjalinu en búið er að strika yfir það. Ekki náðist í Margréti eða Arnar við vinnslu fréttarinnar. Uppfært kl. 10.50: Guðjón Þór Guðmundsson segir ekki rétt að bróðir hans Svavar Þór Guðmundsson hafi verið hluthafi í veitingastaðnum. Þrátt fyrir það var Svavar skráður fyrir 25% hlut í JL veitingum í árslok 2015 samkvæmt skráningu félagsins hjá fyrirtækjaskrá RSK.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent