Sverrir Þór: Alveg sama þótt Williams skoraði Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardalshöll skrifar 8. febrúar 2017 19:16 Sverrir Þór gefur skipanir á hliðarlínunni. vísir/vilhelm Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum sáttur með að vera kominn með sitt lið í úrslitaleik Maltbikarsins eftir sigur á Haukum. „Við áttum fullt af góðum köflum sem við náðum ekki að fylgja eftir. Við hleyptum þeim alltaf aftur inn í leikinn. Þær börðust vel. Það tók langan tíma að komast á sporið,“ sagði Sverrir en Keflavík byrjaði leikinn ekki nógu vel. „Við byrjuðum þetta illa og það var hálfgerður sofandaháttur í liðinu. Á meðan voru Haukarnir grimmari í alla bolta. En svo komu stelpur sterkar inn af bekknum og náðu að vekja hinar.“ Níu leikmenn Keflavíkur skoruðu í leiknum á meðan Nashika Williams skoraði rúman helming stiga Hauka. Sverrir hafði litlar áhyggjur þótt Williams skoraði hverja körfuna á fætur annarri. „Ég var ekkert að hafa áhyggjur af því að hún gerði þetta alltaf sjálf. Ég vildi ekki leggja sérstaka áherslu á að stoppa hana. Hún mátti alveg skora á meðan við stoppuðum hinar. Þetta hefði orðið erfiðara ef við hefðum hleypt hinum inn í leikinn,“ sagði Sverrir. Keflavík vann frákastabaráttuna með 15 eftir að hafa skíttapað henni í deildarleik liðanna á dögunum. „Það skipti máli. Öll barátta skiptir máli. Hún var ekki til staðar í 1. leikhluta en lagaðist eftir því sem leið á,“ sagði Sverrir sem ætlar að njóta þess að horfa á seinni undanúrslitaleikinn þar sem Snæfell og Skallagrímur eigast við. „Mér er alveg sama hvort liðið við fáum. Þau eru ólík. Ég ætla bara að horfa afslappaður á körfuboltaleik og njóta þess að við séum komin í úrslit. Seint í kvöld hefst svo undirbúningurinn hjá okkur þjálfurunum fyrir laugardaginn,“ sagði Sverrir að lokum. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Keflavík - Haukar 82-67 | Keflavík seig fram úr undir lokin Keflavík er komið í úrslit Maltbikars kvenna í körfubolta eftir sigur á Haukum, 82-67, í fyrri undanúrslitaleiknum. 8. febrúar 2017 19:30 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Sjá meira
Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum sáttur með að vera kominn með sitt lið í úrslitaleik Maltbikarsins eftir sigur á Haukum. „Við áttum fullt af góðum köflum sem við náðum ekki að fylgja eftir. Við hleyptum þeim alltaf aftur inn í leikinn. Þær börðust vel. Það tók langan tíma að komast á sporið,“ sagði Sverrir en Keflavík byrjaði leikinn ekki nógu vel. „Við byrjuðum þetta illa og það var hálfgerður sofandaháttur í liðinu. Á meðan voru Haukarnir grimmari í alla bolta. En svo komu stelpur sterkar inn af bekknum og náðu að vekja hinar.“ Níu leikmenn Keflavíkur skoruðu í leiknum á meðan Nashika Williams skoraði rúman helming stiga Hauka. Sverrir hafði litlar áhyggjur þótt Williams skoraði hverja körfuna á fætur annarri. „Ég var ekkert að hafa áhyggjur af því að hún gerði þetta alltaf sjálf. Ég vildi ekki leggja sérstaka áherslu á að stoppa hana. Hún mátti alveg skora á meðan við stoppuðum hinar. Þetta hefði orðið erfiðara ef við hefðum hleypt hinum inn í leikinn,“ sagði Sverrir. Keflavík vann frákastabaráttuna með 15 eftir að hafa skíttapað henni í deildarleik liðanna á dögunum. „Það skipti máli. Öll barátta skiptir máli. Hún var ekki til staðar í 1. leikhluta en lagaðist eftir því sem leið á,“ sagði Sverrir sem ætlar að njóta þess að horfa á seinni undanúrslitaleikinn þar sem Snæfell og Skallagrímur eigast við. „Mér er alveg sama hvort liðið við fáum. Þau eru ólík. Ég ætla bara að horfa afslappaður á körfuboltaleik og njóta þess að við séum komin í úrslit. Seint í kvöld hefst svo undirbúningurinn hjá okkur þjálfurunum fyrir laugardaginn,“ sagði Sverrir að lokum.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Keflavík - Haukar 82-67 | Keflavík seig fram úr undir lokin Keflavík er komið í úrslit Maltbikars kvenna í körfubolta eftir sigur á Haukum, 82-67, í fyrri undanúrslitaleiknum. 8. febrúar 2017 19:30 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Keflavík - Haukar 82-67 | Keflavík seig fram úr undir lokin Keflavík er komið í úrslit Maltbikars kvenna í körfubolta eftir sigur á Haukum, 82-67, í fyrri undanúrslitaleiknum. 8. febrúar 2017 19:30