Hafa unnið að komu H&M í um fjögur ár Haraldur Guðmundsson skrifar 9. mars 2017 14:40 Helgi S. Gunnarsson, forstjóri fasteignafélagsins Regins, eiganda Smáralindar. Vísir/GVA Stjórnendur fasteignafélagsins Regins hafa unnið að komu H&M hingað til lands í rúmlega þrjú og hálft ár. Reginn, sem á meðal annars Smáralindina, eyddi „miklum fjármunum“ í að útbúa vönduð gögn til að selja sænska fatarisanum hugmyndina um að opna hér á landi. Þá reyndi félagið að fá H&M til að opna í verslunarmiðstöðinni, í miðbæ Reykjavíkur og á Akureyri áður en kæmi að Kringlunni. Þetta segir Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, í viðtali við Viðskiptablaðið í dag. Helgi segir þar að fasteignafélagið hafi fengið alþjóðlegan ráðgjafa til að aðstoða fyrirtækið við að sannfæra forsvarsmenn H&M. „Við sögðum við þá: Þið byrjið í Smáralind, þið komið inn í miðbæ næst, við eigum verslunarrýmið þar, komið svo í Kringluna og svo til Akureyrar. [...] Auðvitað reyndum við að fá þá til að koma í Kringluna seinast, það gekk ekki alveg, en þeir keyptu þessa hugmynd,“ segir Helgi. Kringlan er að stærstum hluta í eigu fasteignafélagsins Reitir, samkeppnisaðila Regins. Áður en Reginn tilkynnti í júlí síðastliðnum um samkomulagið við H&M hafði verið þrálátur orðrómur um að sænska fataverslunin myndi opna í Smáralind. Stjórnendur Regins og Smáralindar þvertóku aftur á móti fyrir það að viðræður væru í gangi. DV greindi svo frá áformum H&M hér á landi í apríl í fyrra og að formlegar viðræður hefðu hafist skömmu áður. Þremur mánuðum síðar tilkynnti Reginn um opnun H&M í Smáralind og á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur og síðar kom í ljós að þriðja verslunin yrði opnuð í Kringlunni. „Svo allt í einu gerist það fyrir tæpum tveimur árum síðan að við verðum vör við að eitthvað er að gerast. Þá fórum við að heyra frá aðilum hérna á markaðnum að menn voru byrjaðir að vera varir við H&M. Þá voru okkar kynningar og okkar þrýstingur kominn inn á stjórnarborðið hjá H&M og þá gerðist allt mjög hratt, þeir keyptu hugmyndina og komu til Íslands,“ segir Helgi. „Við náðum ágætum samningum að okkar mati, þetta eru langir samningar og hagstæðir, við erum sátt við það. Að ná hérna inn flaggskipinu í Smáralind, það var sigurinn. Hérna verður stærsta verslunin, síðan kemur verslunin í Kringlunni og síðan miðbærinn, þannig að þeir koma ofboðslega sterkt inn á markaðinn.“ Tengdar fréttir H&M opnar síðsumars 2017 Von er á tveimur H&M verslunum í Smáralind og á Hafnartorgi á næsta ári. 28. september 2016 10:15 Kringlunni breytt vegna H&M: Rúllustiginn verður ekki færður Forsvarsmenn Kringlunnar og Smáralindar munu á næstu dögum ráðast í umtalsverðar framkvæmdir til að undirbúa komu H&M. 16. febrúar 2017 09:53 H&M á Íslandi byrjar að ráða fólk Sænska verslunarkeðjan H&M sem mun opna tvær verslanir hér á landi á þessu ári annars vegar og hins vegar á því næsta hefur samið við ráðningarfyrirtækið Capacent um ráðningar starfsfólks. 5. janúar 2017 16:58 Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Stjórnendur fasteignafélagsins Regins hafa unnið að komu H&M hingað til lands í rúmlega þrjú og hálft ár. Reginn, sem á meðal annars Smáralindina, eyddi „miklum fjármunum“ í að útbúa vönduð gögn til að selja sænska fatarisanum hugmyndina um að opna hér á landi. Þá reyndi félagið að fá H&M til að opna í verslunarmiðstöðinni, í miðbæ Reykjavíkur og á Akureyri áður en kæmi að Kringlunni. Þetta segir Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, í viðtali við Viðskiptablaðið í dag. Helgi segir þar að fasteignafélagið hafi fengið alþjóðlegan ráðgjafa til að aðstoða fyrirtækið við að sannfæra forsvarsmenn H&M. „Við sögðum við þá: Þið byrjið í Smáralind, þið komið inn í miðbæ næst, við eigum verslunarrýmið þar, komið svo í Kringluna og svo til Akureyrar. [...] Auðvitað reyndum við að fá þá til að koma í Kringluna seinast, það gekk ekki alveg, en þeir keyptu þessa hugmynd,“ segir Helgi. Kringlan er að stærstum hluta í eigu fasteignafélagsins Reitir, samkeppnisaðila Regins. Áður en Reginn tilkynnti í júlí síðastliðnum um samkomulagið við H&M hafði verið þrálátur orðrómur um að sænska fataverslunin myndi opna í Smáralind. Stjórnendur Regins og Smáralindar þvertóku aftur á móti fyrir það að viðræður væru í gangi. DV greindi svo frá áformum H&M hér á landi í apríl í fyrra og að formlegar viðræður hefðu hafist skömmu áður. Þremur mánuðum síðar tilkynnti Reginn um opnun H&M í Smáralind og á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur og síðar kom í ljós að þriðja verslunin yrði opnuð í Kringlunni. „Svo allt í einu gerist það fyrir tæpum tveimur árum síðan að við verðum vör við að eitthvað er að gerast. Þá fórum við að heyra frá aðilum hérna á markaðnum að menn voru byrjaðir að vera varir við H&M. Þá voru okkar kynningar og okkar þrýstingur kominn inn á stjórnarborðið hjá H&M og þá gerðist allt mjög hratt, þeir keyptu hugmyndina og komu til Íslands,“ segir Helgi. „Við náðum ágætum samningum að okkar mati, þetta eru langir samningar og hagstæðir, við erum sátt við það. Að ná hérna inn flaggskipinu í Smáralind, það var sigurinn. Hérna verður stærsta verslunin, síðan kemur verslunin í Kringlunni og síðan miðbærinn, þannig að þeir koma ofboðslega sterkt inn á markaðinn.“
Tengdar fréttir H&M opnar síðsumars 2017 Von er á tveimur H&M verslunum í Smáralind og á Hafnartorgi á næsta ári. 28. september 2016 10:15 Kringlunni breytt vegna H&M: Rúllustiginn verður ekki færður Forsvarsmenn Kringlunnar og Smáralindar munu á næstu dögum ráðast í umtalsverðar framkvæmdir til að undirbúa komu H&M. 16. febrúar 2017 09:53 H&M á Íslandi byrjar að ráða fólk Sænska verslunarkeðjan H&M sem mun opna tvær verslanir hér á landi á þessu ári annars vegar og hins vegar á því næsta hefur samið við ráðningarfyrirtækið Capacent um ráðningar starfsfólks. 5. janúar 2017 16:58 Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
H&M opnar síðsumars 2017 Von er á tveimur H&M verslunum í Smáralind og á Hafnartorgi á næsta ári. 28. september 2016 10:15
Kringlunni breytt vegna H&M: Rúllustiginn verður ekki færður Forsvarsmenn Kringlunnar og Smáralindar munu á næstu dögum ráðast í umtalsverðar framkvæmdir til að undirbúa komu H&M. 16. febrúar 2017 09:53
H&M á Íslandi byrjar að ráða fólk Sænska verslunarkeðjan H&M sem mun opna tvær verslanir hér á landi á þessu ári annars vegar og hins vegar á því næsta hefur samið við ráðningarfyrirtækið Capacent um ráðningar starfsfólks. 5. janúar 2017 16:58