Ó borg, mín borg, þú átt betra skilið Sævar Þór Jónsson skrifar 3. apríl 2017 10:04 Þeim sem fylgjast með borgarmálum hér í Reykjavík ætti að vera ljóst að það er eitthvað mikið að stjórnun borgarinnar. Svo virðist sem meirihlutinn sem stjórni borginni sé heltekinn af 101 veikinni. Eftir að núverandi meirihluti tók við borginni hefur ekki farið framhjá neinum hversu illa hefur verið hugsað um borgina okkar. Húsnæðismarkaðurinn hér í borg er komin í óefni, ekki hefur verið gengið nægilega hratt í að útvega lóðir og finna raunhæfar lausnir í húsnæðismálum fyrir fjölbreyta hópa íbúa borgarinnar. Nýlegar lóðaúthlutanir hafa gengið út á að útvega lóðir til eignarhaldsfélaga í eigu fjársterkra einstaklinga svo þeir geti byggt lúxusíbúðir og hótel. Virðist það vera öll forgangsröðunin hjá núverandi borgarmeirihluta í borginni. Ekki ætti þetta að koma neinum á óvart enda hefur svokallaður vinstri vængur í pólitíkinni ávallt reynt að ganga í auga þeirra sem auðinn eiga, þrátt fyrir fögur fyrirheit um félagslega einingu og að tryggja þeim sem eiga hvað erfiðast að fóta sig í lífinu öryggi. Er þetta kannski í reynd ástæðan fyrir lélegu gengi þessarar flokka í nýliðnum kosningum? Það skyldi þá ekki vera að fólkið sé farið að sjá við þeim? Það er með öllu óskiljanlegt hversu illa gengur að vinna á þessu vanda og nóg er nú landrýmið en alltaf skal þó sama sagan vera, að byggja lúxusinn og fylgja tískustraumum í útrásinni eins og að byggja bankabyggingar og hótel. Önnur mál sitja líka á hakanum hjá núverandi meirihluta, skortur á yfirsýn í vegamálum og viðhaldi er t.d. eitt dæmið. Sá sem mælir hvað mest gegn framþróun í vegamálum, Holu Hjálmar, talar um að breyta þurfi í reynd lífstíl fólks þannig að einkabílinn verði í reynd aflagður með öllu og það án þess að koma með raunhæfar lausnir í staðinn. Virðist sá ágæti maður telja lausnina vera bundna í einhverju sem engin veit hvað er og hvað þá síst hann sjálfur. Þá er með engu tekið tillit til lifnaðarhátta þeirra sem búa í borginni og þeirrar þróunar sem hefur átt sér í stað undanfarin 50 ár hvað varðar uppbyggingu í borginni. Staðreyndin er sú að bílinn er ekkert að fara, þó holu Hjálmar vilji það sjálfur, ætli hann sé með bílpróf? Þá er óþrifnaðurinn í borginni algjör, og skortur á viðhaldi á gangstéttum og hreinsun gatna og gangstíga algjör. Sum hverfi hafa algjörlega verið vanrækt og vil ég t.d. nefna í þessu samhengi hverfið mitt Vogahverfið. Sem dæmi um þetta má nefna að borgin ákvað að hætta að þrífa götur borgarinnar og hreinsa burt ryk og óþrifnað eftir veturinn. Átti þetta að spara fjármuni sem voru undir 10 milljónum á ári en um leið var tekin ákvörðun um að þrengja götur og fækka akreinum um tugi og hundruði milljóna. Afleiðingarnar af þessum skipulagða óþrifnaði núverandi meirihluta fer ekki framhjá neinum, svifrykið í borginni hefur aldrei verið meira og verður stundum óbærilegur. Það skyldi þó ekki vera að þeir sem stýra borginni búa við þannig aðstæður að þeir þurfi í reynd ekki að sjá slíkan óþrifnað þar sem þeir búa? Hvert sem litið er þá er borginni að hnigna, það er orðið aðkallandi að bæði íbúar borgarinnar og þeir sem láta borgarmálin sig varða taki saman höndum og láti í sér heyra. Þá verður því miður hver og einn, sem annt er um umhverfið sitt, að taka það á sig að gera sjálfur eitthvað í hlutunum eins og að þrifa gangséttir eða að hreinsa upp allan þann óþrifnað sem umlykur umhverfið þeirra þar sem borgin virðist vera ófær um slíkt. Þá eru það göturnar sem eingöngu er bætt í eins og dauð tönn sem sífellt er verið að fylla í en ætti að taka. Það verður ekki endalaust hægt að gera bráðabirgðaviðgerðir á gatnakerfi borgarinnar en svo ráðast í dýrar og óþarfar framkvæmdir við að fækka akreinum í gatnakerfinu og þrengja að bílnum en um leið gera það undir merkjum þess að bæta heilsu fólksins í borginni með því að gefa þeim kosti á að notast við aðra samgöngumáta. Þá skýtur það skökku við að á sama tíma er borgin að spara við sig í að þrifa og hreinsa götur og gangstíga og um leið stuðla með því að mikilli svifryksmengun sem varla getur verið borgarbúum til heilsubóta. Borgin okkar á betra skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Þeim sem fylgjast með borgarmálum hér í Reykjavík ætti að vera ljóst að það er eitthvað mikið að stjórnun borgarinnar. Svo virðist sem meirihlutinn sem stjórni borginni sé heltekinn af 101 veikinni. Eftir að núverandi meirihluti tók við borginni hefur ekki farið framhjá neinum hversu illa hefur verið hugsað um borgina okkar. Húsnæðismarkaðurinn hér í borg er komin í óefni, ekki hefur verið gengið nægilega hratt í að útvega lóðir og finna raunhæfar lausnir í húsnæðismálum fyrir fjölbreyta hópa íbúa borgarinnar. Nýlegar lóðaúthlutanir hafa gengið út á að útvega lóðir til eignarhaldsfélaga í eigu fjársterkra einstaklinga svo þeir geti byggt lúxusíbúðir og hótel. Virðist það vera öll forgangsröðunin hjá núverandi borgarmeirihluta í borginni. Ekki ætti þetta að koma neinum á óvart enda hefur svokallaður vinstri vængur í pólitíkinni ávallt reynt að ganga í auga þeirra sem auðinn eiga, þrátt fyrir fögur fyrirheit um félagslega einingu og að tryggja þeim sem eiga hvað erfiðast að fóta sig í lífinu öryggi. Er þetta kannski í reynd ástæðan fyrir lélegu gengi þessarar flokka í nýliðnum kosningum? Það skyldi þá ekki vera að fólkið sé farið að sjá við þeim? Það er með öllu óskiljanlegt hversu illa gengur að vinna á þessu vanda og nóg er nú landrýmið en alltaf skal þó sama sagan vera, að byggja lúxusinn og fylgja tískustraumum í útrásinni eins og að byggja bankabyggingar og hótel. Önnur mál sitja líka á hakanum hjá núverandi meirihluta, skortur á yfirsýn í vegamálum og viðhaldi er t.d. eitt dæmið. Sá sem mælir hvað mest gegn framþróun í vegamálum, Holu Hjálmar, talar um að breyta þurfi í reynd lífstíl fólks þannig að einkabílinn verði í reynd aflagður með öllu og það án þess að koma með raunhæfar lausnir í staðinn. Virðist sá ágæti maður telja lausnina vera bundna í einhverju sem engin veit hvað er og hvað þá síst hann sjálfur. Þá er með engu tekið tillit til lifnaðarhátta þeirra sem búa í borginni og þeirrar þróunar sem hefur átt sér í stað undanfarin 50 ár hvað varðar uppbyggingu í borginni. Staðreyndin er sú að bílinn er ekkert að fara, þó holu Hjálmar vilji það sjálfur, ætli hann sé með bílpróf? Þá er óþrifnaðurinn í borginni algjör, og skortur á viðhaldi á gangstéttum og hreinsun gatna og gangstíga algjör. Sum hverfi hafa algjörlega verið vanrækt og vil ég t.d. nefna í þessu samhengi hverfið mitt Vogahverfið. Sem dæmi um þetta má nefna að borgin ákvað að hætta að þrífa götur borgarinnar og hreinsa burt ryk og óþrifnað eftir veturinn. Átti þetta að spara fjármuni sem voru undir 10 milljónum á ári en um leið var tekin ákvörðun um að þrengja götur og fækka akreinum um tugi og hundruði milljóna. Afleiðingarnar af þessum skipulagða óþrifnaði núverandi meirihluta fer ekki framhjá neinum, svifrykið í borginni hefur aldrei verið meira og verður stundum óbærilegur. Það skyldi þó ekki vera að þeir sem stýra borginni búa við þannig aðstæður að þeir þurfi í reynd ekki að sjá slíkan óþrifnað þar sem þeir búa? Hvert sem litið er þá er borginni að hnigna, það er orðið aðkallandi að bæði íbúar borgarinnar og þeir sem láta borgarmálin sig varða taki saman höndum og láti í sér heyra. Þá verður því miður hver og einn, sem annt er um umhverfið sitt, að taka það á sig að gera sjálfur eitthvað í hlutunum eins og að þrifa gangséttir eða að hreinsa upp allan þann óþrifnað sem umlykur umhverfið þeirra þar sem borgin virðist vera ófær um slíkt. Þá eru það göturnar sem eingöngu er bætt í eins og dauð tönn sem sífellt er verið að fylla í en ætti að taka. Það verður ekki endalaust hægt að gera bráðabirgðaviðgerðir á gatnakerfi borgarinnar en svo ráðast í dýrar og óþarfar framkvæmdir við að fækka akreinum í gatnakerfinu og þrengja að bílnum en um leið gera það undir merkjum þess að bæta heilsu fólksins í borginni með því að gefa þeim kosti á að notast við aðra samgöngumáta. Þá skýtur það skökku við að á sama tíma er borgin að spara við sig í að þrifa og hreinsa götur og gangstíga og um leið stuðla með því að mikilli svifryksmengun sem varla getur verið borgarbúum til heilsubóta. Borgin okkar á betra skilið.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun