Guðjón Valur að rústa netkosningunni um besta vinstri hornamann heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2017 08:00 Guðjón Valur Sigurðsson. Vísir/Getty Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins og leikmaður þýsku meistaranna í Rhein Neckar Löwen er að gera frábæra hluti í netkosningunni á besta vinstri hornamanni heims. Handball-planet.com síðan stendur fyrir kosningunni en fjórir leikmenn voru tilnefndir í vinstra hornið. Auk Guðjóns Vals eru það Þjóðverjinn Uwe Gensheimer hjá Paris Saint Germain, Rússinn Timur Dibirov hjá RK Vardar Skopje og Svíinn Jerry Tollbring sem er liðsfélagið Guðjóns Vals hjá Rhein Neckar Löwen. Það er óhætt að segja að okkar maður sé hreinlega að rústa þessari kosningu. Í morgun var Guðjón Valur kominn með 65 prósent atkvæða. Rétt fyrir klukkan átta voru 4982 manns búnir að velja hann en í öðru sætinu kom Uwe Gensheimer með 1554 atkvæði. Guðjón Valur er ennþá í stór hlutverki hjá bæði íslenska landsliðinu og Löwen liðinu þrátt fyrir að vera orðinn 38 ára gamall. Hann varð sem dæmi fjórði markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar á síðustu leiktíð með 201 mark í 33 leikjum. Það boðar líka gott að hafa Guðjón Val í sínu liði en þegar hann vann þýska meistaratitilinn með Rhein Neckar Löwen síðasta vor þá var hann að verða landsmeistari sjöunda árið í röð. Guðjón Valur vann danska titilinn með AG 2012, þýska titilinn með Kiel 2013 og 2014, spænska titilinn með Barcelona 2015 og 2016 og loks þýska titilinn með Löwen. Þeir sem vilja hjálpa Guðjóni Val að vinna þessa kosningu geta farið hingað inn og kosið hann. EM 2018 í handbolta Handbolti Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins og leikmaður þýsku meistaranna í Rhein Neckar Löwen er að gera frábæra hluti í netkosningunni á besta vinstri hornamanni heims. Handball-planet.com síðan stendur fyrir kosningunni en fjórir leikmenn voru tilnefndir í vinstra hornið. Auk Guðjóns Vals eru það Þjóðverjinn Uwe Gensheimer hjá Paris Saint Germain, Rússinn Timur Dibirov hjá RK Vardar Skopje og Svíinn Jerry Tollbring sem er liðsfélagið Guðjóns Vals hjá Rhein Neckar Löwen. Það er óhætt að segja að okkar maður sé hreinlega að rústa þessari kosningu. Í morgun var Guðjón Valur kominn með 65 prósent atkvæða. Rétt fyrir klukkan átta voru 4982 manns búnir að velja hann en í öðru sætinu kom Uwe Gensheimer með 1554 atkvæði. Guðjón Valur er ennþá í stór hlutverki hjá bæði íslenska landsliðinu og Löwen liðinu þrátt fyrir að vera orðinn 38 ára gamall. Hann varð sem dæmi fjórði markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar á síðustu leiktíð með 201 mark í 33 leikjum. Það boðar líka gott að hafa Guðjón Val í sínu liði en þegar hann vann þýska meistaratitilinn með Rhein Neckar Löwen síðasta vor þá var hann að verða landsmeistari sjöunda árið í röð. Guðjón Valur vann danska titilinn með AG 2012, þýska titilinn með Kiel 2013 og 2014, spænska titilinn með Barcelona 2015 og 2016 og loks þýska titilinn með Löwen. Þeir sem vilja hjálpa Guðjóni Val að vinna þessa kosningu geta farið hingað inn og kosið hann.
EM 2018 í handbolta Handbolti Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni