Styrking krónunnar meginástæða samdráttar hjá HB Granda Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. mars 2017 10:57 Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda. vísir/gva Styrking krónunnar er meginástæða þess að HB Grandi ætlar að draga verulega úr eða hætta að kaupa botnfisk á fiskmarkaði, segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort segja þurfi upp fólki. „Rekstrarhorfur eru lakar fyrst og fremst vegna styrkingar íslensku krónunnar og styrkleika hennar en einnig vegna kostnaðarhækkana innanlands og þess að lítil breyting hefur verið á fiskverði síðustu ár,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. HB Grandi sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun um að rekstrarhorfur fyrir botnfiskvinnslu hafi ekki verið lakari í áratugi, og að útlit sé fyrir tap af landvinnslu. Því hafi verið tekin ákvörðun um að draga verulega úr eða hætta kaupum á botnfiski á fiskmarkaði. Fundar með verkalýðsforingja vegna málsins Vilhjálmur segist aðspurður ekki hafa tekið ákvörðun um hvort fjöldauppsagnir séu í vændum. „Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um að segja upp fólki, og þessi einstaka ráðstöfun þarf ekki að þýða fækkun starfsfólks. Þetta þýðir einfaldlega það að það er verið að draga saman í landvinnslu sem nemur fjögur þúsund tonnum. Við erum bara að skoða okkar mál í rekstri og uppsetningu félagsins.“ Vilhjálmur óskaði síðastliðinn föstudag eftir fundi með formanni Verkalýðsfélagi Akraness og er sá fundur fyrirhugaður klukkan 14.30 í dag. Hann vill ekki gefa upp á þessum tímapunkti hvað rætt verði á fundinum, en í kringum 150 manns starfa við landvinnsluna á Akranesi. Árið 2016 voru unnin 28 þúsund tonn af þorski, ufsa og karfa í fiskvinnslum HB Granda í Reykjavík og á Akranesi. Þar af voru keypt 4 þúsund tonn af ufsa og þorski af öðrum útgerðum og á fiskmarkaði.Væntanlega flestir að glíma við sömu erfiðleika Þá segist hann ekki gera ráð fyrir öðru en að aðrar útgerðir séu að glíma við þessa sömu erfiðleika, sem vissulega sé mikið áhyggjuefni. „Við erum einfaldlega núna að huga að varnarleik og reyna að halda okkar vinnslu í landinu. Það eru íslensk fyrirtæki sem eru að vinna að hluta að sinni framleiðslu erlendis og sé þetta ástand til lengri tíma þá hlýtur sá kostur að blasa við.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagðist í samtali við Vísi í morgun hafa miklar áhyggjur af stöðu mála. Hann viðraði áhyggjur sínar á Facebook fyrir helgi þar sem hann sagði útlit fyrir að óveðurský væru að hrannast upp í atvinnumálum Akurnesinga. Fréttatilkynning HB Granda sé væntanlega að staðfesta þessar áhyggjur. Tengdar fréttir HB Grandi dregur úr landvinnslu: „Staðfestir þann ótta sem maður hefur haft“ HB Grandi mun draga verulega úr eða hætta kaupum botnfisks á fiskmarkaði, því útlit er fyrir tap af landvinnslu botnfisks og hafa rekstrarhorfur ekki verið lakari í áratugi. 27. mars 2017 10:24 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Sjá meira
Styrking krónunnar er meginástæða þess að HB Grandi ætlar að draga verulega úr eða hætta að kaupa botnfisk á fiskmarkaði, segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort segja þurfi upp fólki. „Rekstrarhorfur eru lakar fyrst og fremst vegna styrkingar íslensku krónunnar og styrkleika hennar en einnig vegna kostnaðarhækkana innanlands og þess að lítil breyting hefur verið á fiskverði síðustu ár,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. HB Grandi sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun um að rekstrarhorfur fyrir botnfiskvinnslu hafi ekki verið lakari í áratugi, og að útlit sé fyrir tap af landvinnslu. Því hafi verið tekin ákvörðun um að draga verulega úr eða hætta kaupum á botnfiski á fiskmarkaði. Fundar með verkalýðsforingja vegna málsins Vilhjálmur segist aðspurður ekki hafa tekið ákvörðun um hvort fjöldauppsagnir séu í vændum. „Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um að segja upp fólki, og þessi einstaka ráðstöfun þarf ekki að þýða fækkun starfsfólks. Þetta þýðir einfaldlega það að það er verið að draga saman í landvinnslu sem nemur fjögur þúsund tonnum. Við erum bara að skoða okkar mál í rekstri og uppsetningu félagsins.“ Vilhjálmur óskaði síðastliðinn föstudag eftir fundi með formanni Verkalýðsfélagi Akraness og er sá fundur fyrirhugaður klukkan 14.30 í dag. Hann vill ekki gefa upp á þessum tímapunkti hvað rætt verði á fundinum, en í kringum 150 manns starfa við landvinnsluna á Akranesi. Árið 2016 voru unnin 28 þúsund tonn af þorski, ufsa og karfa í fiskvinnslum HB Granda í Reykjavík og á Akranesi. Þar af voru keypt 4 þúsund tonn af ufsa og þorski af öðrum útgerðum og á fiskmarkaði.Væntanlega flestir að glíma við sömu erfiðleika Þá segist hann ekki gera ráð fyrir öðru en að aðrar útgerðir séu að glíma við þessa sömu erfiðleika, sem vissulega sé mikið áhyggjuefni. „Við erum einfaldlega núna að huga að varnarleik og reyna að halda okkar vinnslu í landinu. Það eru íslensk fyrirtæki sem eru að vinna að hluta að sinni framleiðslu erlendis og sé þetta ástand til lengri tíma þá hlýtur sá kostur að blasa við.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagðist í samtali við Vísi í morgun hafa miklar áhyggjur af stöðu mála. Hann viðraði áhyggjur sínar á Facebook fyrir helgi þar sem hann sagði útlit fyrir að óveðurský væru að hrannast upp í atvinnumálum Akurnesinga. Fréttatilkynning HB Granda sé væntanlega að staðfesta þessar áhyggjur.
Tengdar fréttir HB Grandi dregur úr landvinnslu: „Staðfestir þann ótta sem maður hefur haft“ HB Grandi mun draga verulega úr eða hætta kaupum botnfisks á fiskmarkaði, því útlit er fyrir tap af landvinnslu botnfisks og hafa rekstrarhorfur ekki verið lakari í áratugi. 27. mars 2017 10:24 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Sjá meira
HB Grandi dregur úr landvinnslu: „Staðfestir þann ótta sem maður hefur haft“ HB Grandi mun draga verulega úr eða hætta kaupum botnfisks á fiskmarkaði, því útlit er fyrir tap af landvinnslu botnfisks og hafa rekstrarhorfur ekki verið lakari í áratugi. 27. mars 2017 10:24
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent