Fyrirtaka í málum Innness og Sælkeradreifingar gegn ríkinu Haraldur Guðmundsson skrifar 24. janúar 2017 12:15 Dómsmálin sem hófust með stefnum Innness og Sælkeradreifingar voru þingfest í Heraðsdómi Reykjavíkur í dag. Fyrstu dómsmálin sem rekja má til ákvarðana nokkurra innflutningsfyrirtækja um að stefna ríkinu, og krefast endurgreiðslu útboðsgjalds sem innheimt hefur verið vegna úthlutunar tollkvóta fyrir búvörur, voru þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Er þar um að ræða mál höfðuð af Innnes og Sælkeradreifingu en samanlagt nema kröfur fyrirtækjanna hundruðum milljóna króna. „Tollkvótar eru heimildir til innflutnings á takmörkuðu magni af landbúnaðarvörum á engum tollum eða lægri en gilda almennt samkvæmt tollskrá. Ríkið hefur haft þann háttinn á að bjóða upp heimildirnar og úthluta hæstbjóðendum. Útboðsgjaldið, sem innflutningsfyrirtækin hafa þannig greitt fyrir tollkvótann, hefur farið stöðugt hækkandi undanfarin ár vegna vaxandi eftirspurnar. Um leið fer ávinningur neytenda af tollfrelsinu sífellt minnkandi, þar sem útboðsgjaldið hækkar verð vörunnar. Í síðasta útboði tollkvóta varð óvenjumikil hækkun á útboðsgjaldinu, sem rekja má annars vegar til nýs útboðsfyrirkomulags og hins vegar ákvæða í búvörusamningum ríkisins og Bændasamtakanna um hækkun almennra tolla á ostum,“ segir í frétt um dómsmálin á vefsíðu Félags atvinnurekenda. Þar er bent á að Hæstiréttur Íslands dæmdi fyrir réttu ári ríkið til að endurgreiða þremur innflutningsfyrirtækjum oftekið útboðsgjald. Í dómum Hæstaréttar hafi því verið slegið föstu að útboðsgjaldið væri skattur og Alþingi mætti samkvæmt stjórnarskránni ekki framselja landbúnaðarráðherra val um það hvort skattur væri lagður á eða ekki. Alls megi ætla að endurgreiðslur ríkissjóðs vegna þessarar niðurstöðu Hæstaréttar hafi numið hátt í tveimur milljörðum króna. „Þetta er í fyrsta lagi prinsippmál sem varðar skattlagningarheimildir stjórnvalda samkvæmt stjórnarskránni,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. „Í öðru lagi er þetta mikilvægt neytendamál – á þessu ári má ætla að um 400 milljónir króna renni úr vösum neytenda og til ríkisins vegna uppboðanna á tollkvótunum.“ Í stefnu fyrirtækjanna er farið fram á endurgreiðslu útboðsgjalds sem innt var af hendi seinni hluta árs 2015 og á árinu 2016. Landbúnaðarráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, og fjármálaráðherra, Benedikt Jóhannessyni, er stefnt fyrir hönd ríkisins. Alþingi Mest lesið Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira
Fyrstu dómsmálin sem rekja má til ákvarðana nokkurra innflutningsfyrirtækja um að stefna ríkinu, og krefast endurgreiðslu útboðsgjalds sem innheimt hefur verið vegna úthlutunar tollkvóta fyrir búvörur, voru þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Er þar um að ræða mál höfðuð af Innnes og Sælkeradreifingu en samanlagt nema kröfur fyrirtækjanna hundruðum milljóna króna. „Tollkvótar eru heimildir til innflutnings á takmörkuðu magni af landbúnaðarvörum á engum tollum eða lægri en gilda almennt samkvæmt tollskrá. Ríkið hefur haft þann háttinn á að bjóða upp heimildirnar og úthluta hæstbjóðendum. Útboðsgjaldið, sem innflutningsfyrirtækin hafa þannig greitt fyrir tollkvótann, hefur farið stöðugt hækkandi undanfarin ár vegna vaxandi eftirspurnar. Um leið fer ávinningur neytenda af tollfrelsinu sífellt minnkandi, þar sem útboðsgjaldið hækkar verð vörunnar. Í síðasta útboði tollkvóta varð óvenjumikil hækkun á útboðsgjaldinu, sem rekja má annars vegar til nýs útboðsfyrirkomulags og hins vegar ákvæða í búvörusamningum ríkisins og Bændasamtakanna um hækkun almennra tolla á ostum,“ segir í frétt um dómsmálin á vefsíðu Félags atvinnurekenda. Þar er bent á að Hæstiréttur Íslands dæmdi fyrir réttu ári ríkið til að endurgreiða þremur innflutningsfyrirtækjum oftekið útboðsgjald. Í dómum Hæstaréttar hafi því verið slegið föstu að útboðsgjaldið væri skattur og Alþingi mætti samkvæmt stjórnarskránni ekki framselja landbúnaðarráðherra val um það hvort skattur væri lagður á eða ekki. Alls megi ætla að endurgreiðslur ríkissjóðs vegna þessarar niðurstöðu Hæstaréttar hafi numið hátt í tveimur milljörðum króna. „Þetta er í fyrsta lagi prinsippmál sem varðar skattlagningarheimildir stjórnvalda samkvæmt stjórnarskránni,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. „Í öðru lagi er þetta mikilvægt neytendamál – á þessu ári má ætla að um 400 milljónir króna renni úr vösum neytenda og til ríkisins vegna uppboðanna á tollkvótunum.“ Í stefnu fyrirtækjanna er farið fram á endurgreiðslu útboðsgjalds sem innt var af hendi seinni hluta árs 2015 og á árinu 2016. Landbúnaðarráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, og fjármálaráðherra, Benedikt Jóhannessyni, er stefnt fyrir hönd ríkisins.
Alþingi Mest lesið Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira