Verður Tucson annar N-bíll Hyundai? Finnur Thorlacius skrifar 23. maí 2017 10:36 Hyundai Tucson. Hyundai hefur stofnað kraftabíladeildina N og ætlar á næstu árum að fjölga í hópi slíkra bíla. Hyundai hefur fyrir nokkru gefið upp að i30 bíllinn verður þeirra fyrstur, en nú bendir margt til þess að sá annar í röðinni verði jepplingurinn Tucson. Hyundai hefur ýjað að því að Coupe útgáfa af i30 og Velostar bíll Hyundai muni einnig fá N-útgáfur. Það gæti þó skilað Hyundai meiru að framleiða N-útgáfu af hinum vinsæla jepplingi Tucson og líklega myndu fleiri eintök af slíkum bíl seljast en af fólksbílaútgáfum N-kraftabíla, enda öskrar heimurinn á jepplinga í hvaða formi sem þeir koma. Svo rammt kveður við í þessum efnum að í sumum stærðarflokkum fólksbíla hefur orðið 20% minnkun í sölu en sala jepplinga eykst stöðugt. Hyundai mun kynna sinn fyrsta N-kraftabíl, Hyundai i30 N seinna á þessu ári og vonandi mun Tucson N koma í kjölfarið fljótlega á næsta ári. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent
Hyundai hefur stofnað kraftabíladeildina N og ætlar á næstu árum að fjölga í hópi slíkra bíla. Hyundai hefur fyrir nokkru gefið upp að i30 bíllinn verður þeirra fyrstur, en nú bendir margt til þess að sá annar í röðinni verði jepplingurinn Tucson. Hyundai hefur ýjað að því að Coupe útgáfa af i30 og Velostar bíll Hyundai muni einnig fá N-útgáfur. Það gæti þó skilað Hyundai meiru að framleiða N-útgáfu af hinum vinsæla jepplingi Tucson og líklega myndu fleiri eintök af slíkum bíl seljast en af fólksbílaútgáfum N-kraftabíla, enda öskrar heimurinn á jepplinga í hvaða formi sem þeir koma. Svo rammt kveður við í þessum efnum að í sumum stærðarflokkum fólksbíla hefur orðið 20% minnkun í sölu en sala jepplinga eykst stöðugt. Hyundai mun kynna sinn fyrsta N-kraftabíl, Hyundai i30 N seinna á þessu ári og vonandi mun Tucson N koma í kjölfarið fljótlega á næsta ári.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent