Hvar eru efndirnar? María Óskarsdóttir skrifar 9. maí 2017 07:00 Fyrir alþingiskosningar í október 2016 voru frambjóðendur spurðir um hvað þeir ætluðu að gera til að bæta kjör örorkulífeyrisþega. Í svörum sínum lofuðu þeir úrbótum, en hvar eru efndirnar? Staða örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega hefur ekki batnað eftir að ný stjórn og nýr þingmeirihluti tók við. Enginn þarf að velkjast í vafa um að aðstæður margra örorkulífeyrisþega eru mjög erfiðar, þar sem tekjurnar duga ekki til framfærslu nema hluta mánaðarins. Hvernig á fólk að geta framfleytt sér með undir 200.000 krónur á mánuði? Stór hluti örorkulífeyrisþega býr einfaldlega við fátækt. Hjá þeim sem ekki eru þegar fastir í fátækt þarf oft ekki nema viðbótarútgjöld, s.s. að ísskápurinn bili, leigan hækki eða kaupa þurfi sýklalyf, til að fjárhagurinn fari á hliðina. Ein meginástæða þess að fólk er í þessari stöðu er að lífeyrir almannatrygginga dugir ekki til framfærslu. Til að bæta gráu ofan á svart eru miklar tekjutengingar í almannatryggingakerfinu, sem halda fólki í spennitreyju. Þessar tekjutengingar eru í raun fátæktargildrur og á það sérstaklega við um „krónu á móti krónu“ skerðingar. Um þriðjungur örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega fær greidda uppbót til að hífa tekjur þeirra upp í ákveðið lágmarksviðmið, sem í dag er 227.883 kr. á mánuði fyrir skatt (útborgað rúmar 196.000 krónur). Reyndar er hluti hópsins með enn lægri heildartekjur, en það er efni í aðra grein. Hvað gerist ef örorku- eða endurhæfingarlífeyrisþegi með sérstaka framfærsluuppbót fær tekjur eða greiðslur annars staðar frá? Lítum á nokkur dæmi:Dæmi I. Séreignarsparnaður Jón er 45 ára endurhæfingarlífeyrisþegi. Hann tók út 300.000 kr. séreignarsparnað (fyrir skatt) og við það lækkuðu greiðslur til hans frá TR um 25.000 kr. á mánuði (samtals 300.000 kr.) eða krónu á móti krónu.Dæmi II. Lífeyrissjóðstekjur Árni er 50 ára örorkulífeyrisþegi. Eftir að hann fékk greiðslur frá lífeyrissjóði sínum, 40.000 kr. á mánuði (fyrir skatt) lækkuðu greiðslur Tryggingastofnunar til hans um sömu upphæð. Samanlagðar tekjur hans eru 196.610 kr. eftir skatt, með og án lífeyrissjóðstekna. Það bætir því engu við lífskjör hans að hafa greitt í lífeyrissjóð og áunnið sér rétt þar.Dæmi III. Atvinnutekjur Sunna er 30 ára örorkulífeyrisþegi. Hún hefur mjög litla starfsgetu en nær að vinna sér inn 20.000 kr. á mánuði (fyrir skatt og iðgjöld). Þrátt fyrir atvinnutekjurnar hækka samanlagðar ráðstöfunartekjur ekkert, hún fær áfram útborgaðar 196.610 kr. á mánuði. Atvinnutekjur hennar lækka greiðslur TR til hennar um 20.000 kr. á mánuði eða krónu á móti krónu. Hvatinn til vinnu er enginn.Dæmi IV: Dánarbætur frá TR Anna er 50 ára örorkulífeyrisþegi. Við andlát eiginmannsins sótti hún um dánarbætur hjá Tryggingastofnun, sem eru 47.186 kr. fyrir skatt. Við það lækkuðu greiðslur Tryggingastofnunar til hennar um nákvæmlega sömu krónutölu. Kæri lesandi, finnst þér í lagi að örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar séu í þessari stöðu? Myndir þú sætta þig við þetta? Málefnahópur ÖBÍ um kjaramál vill fá breytingar strax og sendi öllum alþingismönnum áskorun um að afnema „krónu á móti krónu“ skerðingar til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Þingmenn voru spurðir hvernig og hvenær þeirra þingflokkur ætli að efna loforð um að afnema þessar skerðingar. Fyrir alþingiskosningar voru uppi loforð um að afnema „krónu á móti krónu“ skerðingar. Svör frambjóðenda eru að finna á Youtube-síðu Öryrkjabandalags Íslands. Óskað var svara innan ákveðins frests, sem nú er liðinn, en fá svör hafa borist frá þingmönnum. Af svörunum má ráða að vilji er hjá stjórnarandstöðuflokkum að taka málið upp og frá einum þingmanna stjórnarflokkanna barst svar um að taka málið til umræðu með fjármálaáætluninni. Þingmenn, þið getið með lagabreytingu afnumið „krónu á móti krónu“ skerðingar. Þetta þarf að gera strax og með afturvirkum hætti. Örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar geta ekki beðið lengur eftir að losna úr þessari fátæktargildru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Fyrir alþingiskosningar í október 2016 voru frambjóðendur spurðir um hvað þeir ætluðu að gera til að bæta kjör örorkulífeyrisþega. Í svörum sínum lofuðu þeir úrbótum, en hvar eru efndirnar? Staða örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega hefur ekki batnað eftir að ný stjórn og nýr þingmeirihluti tók við. Enginn þarf að velkjast í vafa um að aðstæður margra örorkulífeyrisþega eru mjög erfiðar, þar sem tekjurnar duga ekki til framfærslu nema hluta mánaðarins. Hvernig á fólk að geta framfleytt sér með undir 200.000 krónur á mánuði? Stór hluti örorkulífeyrisþega býr einfaldlega við fátækt. Hjá þeim sem ekki eru þegar fastir í fátækt þarf oft ekki nema viðbótarútgjöld, s.s. að ísskápurinn bili, leigan hækki eða kaupa þurfi sýklalyf, til að fjárhagurinn fari á hliðina. Ein meginástæða þess að fólk er í þessari stöðu er að lífeyrir almannatrygginga dugir ekki til framfærslu. Til að bæta gráu ofan á svart eru miklar tekjutengingar í almannatryggingakerfinu, sem halda fólki í spennitreyju. Þessar tekjutengingar eru í raun fátæktargildrur og á það sérstaklega við um „krónu á móti krónu“ skerðingar. Um þriðjungur örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega fær greidda uppbót til að hífa tekjur þeirra upp í ákveðið lágmarksviðmið, sem í dag er 227.883 kr. á mánuði fyrir skatt (útborgað rúmar 196.000 krónur). Reyndar er hluti hópsins með enn lægri heildartekjur, en það er efni í aðra grein. Hvað gerist ef örorku- eða endurhæfingarlífeyrisþegi með sérstaka framfærsluuppbót fær tekjur eða greiðslur annars staðar frá? Lítum á nokkur dæmi:Dæmi I. Séreignarsparnaður Jón er 45 ára endurhæfingarlífeyrisþegi. Hann tók út 300.000 kr. séreignarsparnað (fyrir skatt) og við það lækkuðu greiðslur til hans frá TR um 25.000 kr. á mánuði (samtals 300.000 kr.) eða krónu á móti krónu.Dæmi II. Lífeyrissjóðstekjur Árni er 50 ára örorkulífeyrisþegi. Eftir að hann fékk greiðslur frá lífeyrissjóði sínum, 40.000 kr. á mánuði (fyrir skatt) lækkuðu greiðslur Tryggingastofnunar til hans um sömu upphæð. Samanlagðar tekjur hans eru 196.610 kr. eftir skatt, með og án lífeyrissjóðstekna. Það bætir því engu við lífskjör hans að hafa greitt í lífeyrissjóð og áunnið sér rétt þar.Dæmi III. Atvinnutekjur Sunna er 30 ára örorkulífeyrisþegi. Hún hefur mjög litla starfsgetu en nær að vinna sér inn 20.000 kr. á mánuði (fyrir skatt og iðgjöld). Þrátt fyrir atvinnutekjurnar hækka samanlagðar ráðstöfunartekjur ekkert, hún fær áfram útborgaðar 196.610 kr. á mánuði. Atvinnutekjur hennar lækka greiðslur TR til hennar um 20.000 kr. á mánuði eða krónu á móti krónu. Hvatinn til vinnu er enginn.Dæmi IV: Dánarbætur frá TR Anna er 50 ára örorkulífeyrisþegi. Við andlát eiginmannsins sótti hún um dánarbætur hjá Tryggingastofnun, sem eru 47.186 kr. fyrir skatt. Við það lækkuðu greiðslur Tryggingastofnunar til hennar um nákvæmlega sömu krónutölu. Kæri lesandi, finnst þér í lagi að örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar séu í þessari stöðu? Myndir þú sætta þig við þetta? Málefnahópur ÖBÍ um kjaramál vill fá breytingar strax og sendi öllum alþingismönnum áskorun um að afnema „krónu á móti krónu“ skerðingar til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Þingmenn voru spurðir hvernig og hvenær þeirra þingflokkur ætli að efna loforð um að afnema þessar skerðingar. Fyrir alþingiskosningar voru uppi loforð um að afnema „krónu á móti krónu“ skerðingar. Svör frambjóðenda eru að finna á Youtube-síðu Öryrkjabandalags Íslands. Óskað var svara innan ákveðins frests, sem nú er liðinn, en fá svör hafa borist frá þingmönnum. Af svörunum má ráða að vilji er hjá stjórnarandstöðuflokkum að taka málið upp og frá einum þingmanna stjórnarflokkanna barst svar um að taka málið til umræðu með fjármálaáætluninni. Þingmenn, þið getið með lagabreytingu afnumið „krónu á móti krónu“ skerðingar. Þetta þarf að gera strax og með afturvirkum hætti. Örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar geta ekki beðið lengur eftir að losna úr þessari fátæktargildru.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun