Telur líklegt að WOW air horfi til Indlands Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. nóvember 2017 13:00 Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air. Vísir/Vilhelm Líklegt er að WOW air stefni á að hefja áætlunarflug til Indlands árið 2019 að mati flugblaðamanns bandaríska viðskiptatímaritsins Forbes. Fyrir liggur að íslenska flugfélagið stefnir á að hefja beint flug til Asíu á næsta ári. Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, hefur þó lítið sem ekkert vilja segja hvaða áfangastaðir verði fyrir valinu þegar kemur að Asíu. Í viðtali við Forbes segir hann að flugfélagið sé með „talsvert úrval áfangastaða“ til skoðunar og „sumir áfangastaðir henti betur en aðrir“.Í umfjöllun Forbes segir að ekki sé erfitt að ímynda sér hvaða áfangastað WoW air hafi helst í huga þegar kemur að Asíuflugi. Bandaríkin og Indland eru meðal stærstu flugmarkaða heims og því komi það ekki á óvart vilji WOW air tengja þessa markaði saman. Milljónir Indverja búi í Bandaríkjunum auk þess sem að töluverður ferðamannastraumur er á milli þessara landa. Þá séu fáir valkostir í boði þegar kemur að flugi á milli Indlands og Bandaríkjanna en nokkur flugfélög fljúga beint frá austurströnd Bandaríkjanna til Indlands. Í frétt Forbes segir að þó að eflaust henti það ekki öllum að stoppa á Íslandi á leið sinni til eða frá Indlandi en ljóst sé að flugfargjöld WOW air muni freista margra. Þá geti WOW air boðið upp á flug til Indlands frá alls ellefu stöðum í Bandaríkjunum, allt í gegnum Ísland. Til samanburðar býður Air India upp á bein flug frá aðeins þremur borgum á austurströnd Bandaríkjanna. Þá segir Skúli að flugfélagið sé einnig að skoða hvernig Finnair hafi tekist að gera flugvöllinn í Helsinki að tengimiðstöð fyrir flug til Japan, Suður-Kóreu og Kína, með það fyrir augum að gera það sama á Keflavíkurflugvelli.Skúli hefur áður minnst á mikilvægi þess að gera Keflavíkurflugvöll að stórum alþjóðlegum tengiflugvelli sem geti tryggt stöðugleikann í ferðamannastraumnum til og frá Íslandi og komið í veg fyrir skyndilegt hrun sökum þess að einn markaður bregðist. Þá er hann vongóður um að takist WOW air að tengja saman Evrópu, Norður-Ameríu og Asíu séu bjartir tímar framundan hjá félaginu. „Það verður mjög erfitt að herma eftir okkur takist okkur að tengja saman þessar þrjár heimsálfur. Það er frábært sóknarfæri sem við munum sækja að af krafti á næsta ári“ Tengdar fréttir Íhuga skráningu WOW á markað innan tveggja ára WOW Air kannar nú möguleikana á því að skrá flugfélagið á hlutabréfamarkað árið 2019 að sögn Skúla Mogensen. 7. nóvember 2017 07:17 WOW air flýgur til Asíu á næsta ári til að mæta aukinni samkeppni yfir hafið Skúli Mogensen sér fram á gríðarlega aukningu í ferðamannastraumi frá Asíu til Íslands þegar WOW air hefur beint flug þangað á næsta ári. Alþjóðlegur tengiflugvöllur nauðsynlegur til að koma í veg fyrir hrun ef einn markaður bregst. 7. júní 2017 07:00 Áform WOW air valda titringi á hlutabréfamarkaði Hlutabréf í bandarísku flugfélögunum Delta, American Airlines og United Airlines féll í verði eftir að WOW air tilkynnti á miðvikudag að félagið hefði bætt við fjórum nýjum áfangastöðum í Bandaríkjunum. 28. ágúst 2017 07:00 „Ljóst að Ísland á mikið undir traustri stöðu stóru íslensku flugfélaganna tveggja“ Tvö flugfélög, það er íslensku flugfélögin Icelandair og WOW air, eru með langmestu markaðshlutdeildina þegar kemur að millilandaflugi hér á landi. 26. september 2017 11:02 Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Líklegt er að WOW air stefni á að hefja áætlunarflug til Indlands árið 2019 að mati flugblaðamanns bandaríska viðskiptatímaritsins Forbes. Fyrir liggur að íslenska flugfélagið stefnir á að hefja beint flug til Asíu á næsta ári. Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, hefur þó lítið sem ekkert vilja segja hvaða áfangastaðir verði fyrir valinu þegar kemur að Asíu. Í viðtali við Forbes segir hann að flugfélagið sé með „talsvert úrval áfangastaða“ til skoðunar og „sumir áfangastaðir henti betur en aðrir“.Í umfjöllun Forbes segir að ekki sé erfitt að ímynda sér hvaða áfangastað WoW air hafi helst í huga þegar kemur að Asíuflugi. Bandaríkin og Indland eru meðal stærstu flugmarkaða heims og því komi það ekki á óvart vilji WOW air tengja þessa markaði saman. Milljónir Indverja búi í Bandaríkjunum auk þess sem að töluverður ferðamannastraumur er á milli þessara landa. Þá séu fáir valkostir í boði þegar kemur að flugi á milli Indlands og Bandaríkjanna en nokkur flugfélög fljúga beint frá austurströnd Bandaríkjanna til Indlands. Í frétt Forbes segir að þó að eflaust henti það ekki öllum að stoppa á Íslandi á leið sinni til eða frá Indlandi en ljóst sé að flugfargjöld WOW air muni freista margra. Þá geti WOW air boðið upp á flug til Indlands frá alls ellefu stöðum í Bandaríkjunum, allt í gegnum Ísland. Til samanburðar býður Air India upp á bein flug frá aðeins þremur borgum á austurströnd Bandaríkjanna. Þá segir Skúli að flugfélagið sé einnig að skoða hvernig Finnair hafi tekist að gera flugvöllinn í Helsinki að tengimiðstöð fyrir flug til Japan, Suður-Kóreu og Kína, með það fyrir augum að gera það sama á Keflavíkurflugvelli.Skúli hefur áður minnst á mikilvægi þess að gera Keflavíkurflugvöll að stórum alþjóðlegum tengiflugvelli sem geti tryggt stöðugleikann í ferðamannastraumnum til og frá Íslandi og komið í veg fyrir skyndilegt hrun sökum þess að einn markaður bregðist. Þá er hann vongóður um að takist WOW air að tengja saman Evrópu, Norður-Ameríu og Asíu séu bjartir tímar framundan hjá félaginu. „Það verður mjög erfitt að herma eftir okkur takist okkur að tengja saman þessar þrjár heimsálfur. Það er frábært sóknarfæri sem við munum sækja að af krafti á næsta ári“
Tengdar fréttir Íhuga skráningu WOW á markað innan tveggja ára WOW Air kannar nú möguleikana á því að skrá flugfélagið á hlutabréfamarkað árið 2019 að sögn Skúla Mogensen. 7. nóvember 2017 07:17 WOW air flýgur til Asíu á næsta ári til að mæta aukinni samkeppni yfir hafið Skúli Mogensen sér fram á gríðarlega aukningu í ferðamannastraumi frá Asíu til Íslands þegar WOW air hefur beint flug þangað á næsta ári. Alþjóðlegur tengiflugvöllur nauðsynlegur til að koma í veg fyrir hrun ef einn markaður bregst. 7. júní 2017 07:00 Áform WOW air valda titringi á hlutabréfamarkaði Hlutabréf í bandarísku flugfélögunum Delta, American Airlines og United Airlines féll í verði eftir að WOW air tilkynnti á miðvikudag að félagið hefði bætt við fjórum nýjum áfangastöðum í Bandaríkjunum. 28. ágúst 2017 07:00 „Ljóst að Ísland á mikið undir traustri stöðu stóru íslensku flugfélaganna tveggja“ Tvö flugfélög, það er íslensku flugfélögin Icelandair og WOW air, eru með langmestu markaðshlutdeildina þegar kemur að millilandaflugi hér á landi. 26. september 2017 11:02 Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Íhuga skráningu WOW á markað innan tveggja ára WOW Air kannar nú möguleikana á því að skrá flugfélagið á hlutabréfamarkað árið 2019 að sögn Skúla Mogensen. 7. nóvember 2017 07:17
WOW air flýgur til Asíu á næsta ári til að mæta aukinni samkeppni yfir hafið Skúli Mogensen sér fram á gríðarlega aukningu í ferðamannastraumi frá Asíu til Íslands þegar WOW air hefur beint flug þangað á næsta ári. Alþjóðlegur tengiflugvöllur nauðsynlegur til að koma í veg fyrir hrun ef einn markaður bregst. 7. júní 2017 07:00
Áform WOW air valda titringi á hlutabréfamarkaði Hlutabréf í bandarísku flugfélögunum Delta, American Airlines og United Airlines féll í verði eftir að WOW air tilkynnti á miðvikudag að félagið hefði bætt við fjórum nýjum áfangastöðum í Bandaríkjunum. 28. ágúst 2017 07:00
„Ljóst að Ísland á mikið undir traustri stöðu stóru íslensku flugfélaganna tveggja“ Tvö flugfélög, það er íslensku flugfélögin Icelandair og WOW air, eru með langmestu markaðshlutdeildina þegar kemur að millilandaflugi hér á landi. 26. september 2017 11:02