Viðskipti innlent

Áform WOW air valda titringi á hlutabréfamarkaði

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Skúli Mogensen, forstjóri WOW air
Skúli Mogensen, forstjóri WOW air Vísir/Anton Brink
Hlutabréf í bandarísku flugfélögunum Delta, American Airlines og United Airlines féll í verði eftir að WOW air tilkynnti á miðvikudag að félagið hefði bætt við fjórum nýjum áfangastöðum í Bandaríkjunum.

WOW air hyggst hefja flug til bandarísku borganna St. Louis, Cincinnati, Cleveland og Detroit, en flogið verður til borganna, sem eru allar í miðvesturhluta landsins, fjórum sinnum í viku í nýjum Airbus A321 vélum flugfélagsins. Félagið mun því alls fljúga til tólf bandarískra borga.

Eftir að fregnir bárust af áformum íslenska flugfélagsins tóku hlutabréf nokkurra bandarískra flugfélaga dýfu, að því er segir í þarlendum viðskiptamiðlum. Þannig lækkaði gengi bréfa í Delta um 2,06 prósent, í American Airlines um 3,17 prósent og United Airlines um 2,89 prósent.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×