Forstjóri Skeljungs: Tímasetningin hefur legið fyrir í langan tíma Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. október 2017 19:15 Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs. Mynd/Skeljungur Henrik Egholm, forstjóri Skeljungs, segir að tímasetning kaupréttarins sem hann nýtti sér í dag hafi legið fyrir í langan tíma. Tímasetningin hafi ekkert með boðaða hagræðingu Skeljungs að gera. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Egholm sem send var á fjölmiðla eftir að greint var frá því að hann, ásamt forstjóra Magn F/O, dótturfyrirtækis Skeljungs í Færeyjum, hefðu í dag nýtt sér kauprétt í Skeljungi á genginu 2,8. Nokkrum klukkustundum síðar seldi Egholm stærstan hlut þeirra bréfa sem hann keypti á genginu 7,3, markaðsgengi Skeljungs. Hagnaðist hann um 105 milljónir og forstjóri Magn F/O um 117 milljónir. Í yfirlýsingunni segir Egholm að viðskiptin séu í samræmi við kaupréttarsamkomulag sem gert var í aprílmánuði árið 2014, en Egholm var forstjóri Magn F/O áður en hann tók nýverið við sem forstjóri Skeljungs. Þetta segir Egholm að hafi komið fram í í skráningarlýsingu félagsins frá nóvember 2016, og tilkynningu til kauphallarinnar þann 22. febrúar 2017. „Tímasetning kaupréttanna hefur því legið fyrir í langan tíma og markaðsaðilar hafa fengið aðgang að öllum verðmótandi upplýsingum sem fyrir liggja. Það skal áréttað, að umtalsvert magn hlutanna sem ég keypti í Skeljungi er enn í minni eigu – að markaðsvirði um 12 milljónir króna - og engin áform eru uppi um að selja þá,“ segir í yfirlýsingu Egholm.Fyrir helgi var tilkynnt um hagræðingaráform Skeljungs. Sem liður í því var 29 starfsmönnum sagt upp, bæði starfsmönnum á skrifstofum þess eða afgreiðslustöðvum. Þá voru svið sameinuð, stjórnunarstöðum fækkað og áform kynnt um að hætta notkun á vörumerkinu Skeljungur og einbeita sér að rekstri Orkunnar. „Tímasetning minna viðskipta með hluti í félaginu hefur ekkert að gera með boðaða hagræðingu, heldur stýrist hún af af ákvæðum í kaupréttarsamningi,“ segir í yfirlýsingu Egholm ásamt því að breytingunum sé ætlað styrkja Skeljung á hörðum samkeppnismarkaði. „Sem forstjóri ber ég ábyrgð á rekstri Skeljungs. Allar rekstrarákvarðanir mínar miða að því einu, að bæta afkomu félagsins, bregðast við breytingum á markaði og tryggja samkeppnishæfni Skeljungs. Stefnulegar ákvarðanir mínar hafa ekkert að gera með kaup og sölu hlutabréfa, hvorki mín eigin né annarra,“ segir í yfirlýsingu Egholms sem lesa má hér fyrir neðan.29 manns var nýverið sagt upp hjá SkeljungiVísir/GVAYfirlýsing forstjóra Skeljungs í heild sinni„Viðskipti mín með hluti í Skeljungi eru í samræmi við kaupréttarsamkomulag sem gert var í aprílmánuði árið 2014, og fjallað er um í skráningarlýsingu félagsins frá nóvember 2016, og tilkynningu til kauphallarinnar þann 22. febrúar 2017. Tímasetning kaupréttanna hefur því legið fyrir í langan tíma og markaðsaðilar hafa fengið aðgang að öllum verðmótandi upplýsingum sem fyrir liggja. Það skal áréttað, að umtalsvert magn hlutanna sem ég keypti í Skeljungi er enn í minni eigu – að markaðsvirði um 12 milljónir króna - og engin áform eru uppi um að selja þá.Í síðustu viku voru kynntar ákvarðanir um breytingar á skipulagi Skeljungs og hagræðingu í rekstrinum. Þeim breytingum er ætlað að styrkja fyrirtækið á hörðum samkeppnismarkaði, en einnig eru þær liður í því, að auka verðmæti Skeljungs til lengri tíma. Stjórnendur fyrirtækisins munu halda áfram að bæta reksturinn og festa Skeljung í sessi sem leiðandi afl á markaði sem er að breytast. Tímasetning minna viðskipta með hluti í félaginu hefur ekkert að gera með boðaða hagræðingu, heldur stýrist hún af af ákvæðum í kaupréttarsamningi.Sem forstjóri ber ég ábyrgð á rekstri Skeljungs. Allar rekstrarákvarðanir mínar miða að því einu, að bæta afkomu félagsins, bregðast við breytingum á markaði og tryggja samkeppnishæfni Skeljungs. Stefnulegar ákvarðanir mínar hafa ekkert að gera með kaup og sölu hlutabréfa, hvorki mín eigin né annarra.“ Tengdar fréttir Skeljungstoppar hagnast um 200 milljónir á nokkrum klukkustundum dögum eftir uppsagnir Forstjóri Skeljungs og forstjóri Magn F/O, dótturfyrirtæki Skeljungs í Færeyjum högnuðust í dag um alls 223 milljónir á nokkrum klukkustundum eftir að þeir nýttu kauprétt þeirra á hlutabréfum í Skeljungi. 31. október 2017 17:47 29 sagt upp hjá Skeljungi Starfsmennirnir hafa sinnt ólíkum störfum innan fyrirtækisins, ýmist á skrifstofum þess eða afgreiðslustöðvum. 27. október 2017 08:50 Uppsagnirnar liður í breytingum hjá Skeljungi "Við tilkynntum í dag að vörumerkið Skeljungur mun breytast í Orkuna,“ segir Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs en það er liður í áætlunum Skeljungs um að einfalda rekstur eldneytisstöðva fyrirtækisins. 27. október 2017 14:30 Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Henrik Egholm, forstjóri Skeljungs, segir að tímasetning kaupréttarins sem hann nýtti sér í dag hafi legið fyrir í langan tíma. Tímasetningin hafi ekkert með boðaða hagræðingu Skeljungs að gera. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Egholm sem send var á fjölmiðla eftir að greint var frá því að hann, ásamt forstjóra Magn F/O, dótturfyrirtækis Skeljungs í Færeyjum, hefðu í dag nýtt sér kauprétt í Skeljungi á genginu 2,8. Nokkrum klukkustundum síðar seldi Egholm stærstan hlut þeirra bréfa sem hann keypti á genginu 7,3, markaðsgengi Skeljungs. Hagnaðist hann um 105 milljónir og forstjóri Magn F/O um 117 milljónir. Í yfirlýsingunni segir Egholm að viðskiptin séu í samræmi við kaupréttarsamkomulag sem gert var í aprílmánuði árið 2014, en Egholm var forstjóri Magn F/O áður en hann tók nýverið við sem forstjóri Skeljungs. Þetta segir Egholm að hafi komið fram í í skráningarlýsingu félagsins frá nóvember 2016, og tilkynningu til kauphallarinnar þann 22. febrúar 2017. „Tímasetning kaupréttanna hefur því legið fyrir í langan tíma og markaðsaðilar hafa fengið aðgang að öllum verðmótandi upplýsingum sem fyrir liggja. Það skal áréttað, að umtalsvert magn hlutanna sem ég keypti í Skeljungi er enn í minni eigu – að markaðsvirði um 12 milljónir króna - og engin áform eru uppi um að selja þá,“ segir í yfirlýsingu Egholm.Fyrir helgi var tilkynnt um hagræðingaráform Skeljungs. Sem liður í því var 29 starfsmönnum sagt upp, bæði starfsmönnum á skrifstofum þess eða afgreiðslustöðvum. Þá voru svið sameinuð, stjórnunarstöðum fækkað og áform kynnt um að hætta notkun á vörumerkinu Skeljungur og einbeita sér að rekstri Orkunnar. „Tímasetning minna viðskipta með hluti í félaginu hefur ekkert að gera með boðaða hagræðingu, heldur stýrist hún af af ákvæðum í kaupréttarsamningi,“ segir í yfirlýsingu Egholm ásamt því að breytingunum sé ætlað styrkja Skeljung á hörðum samkeppnismarkaði. „Sem forstjóri ber ég ábyrgð á rekstri Skeljungs. Allar rekstrarákvarðanir mínar miða að því einu, að bæta afkomu félagsins, bregðast við breytingum á markaði og tryggja samkeppnishæfni Skeljungs. Stefnulegar ákvarðanir mínar hafa ekkert að gera með kaup og sölu hlutabréfa, hvorki mín eigin né annarra,“ segir í yfirlýsingu Egholms sem lesa má hér fyrir neðan.29 manns var nýverið sagt upp hjá SkeljungiVísir/GVAYfirlýsing forstjóra Skeljungs í heild sinni„Viðskipti mín með hluti í Skeljungi eru í samræmi við kaupréttarsamkomulag sem gert var í aprílmánuði árið 2014, og fjallað er um í skráningarlýsingu félagsins frá nóvember 2016, og tilkynningu til kauphallarinnar þann 22. febrúar 2017. Tímasetning kaupréttanna hefur því legið fyrir í langan tíma og markaðsaðilar hafa fengið aðgang að öllum verðmótandi upplýsingum sem fyrir liggja. Það skal áréttað, að umtalsvert magn hlutanna sem ég keypti í Skeljungi er enn í minni eigu – að markaðsvirði um 12 milljónir króna - og engin áform eru uppi um að selja þá.Í síðustu viku voru kynntar ákvarðanir um breytingar á skipulagi Skeljungs og hagræðingu í rekstrinum. Þeim breytingum er ætlað að styrkja fyrirtækið á hörðum samkeppnismarkaði, en einnig eru þær liður í því, að auka verðmæti Skeljungs til lengri tíma. Stjórnendur fyrirtækisins munu halda áfram að bæta reksturinn og festa Skeljung í sessi sem leiðandi afl á markaði sem er að breytast. Tímasetning minna viðskipta með hluti í félaginu hefur ekkert að gera með boðaða hagræðingu, heldur stýrist hún af af ákvæðum í kaupréttarsamningi.Sem forstjóri ber ég ábyrgð á rekstri Skeljungs. Allar rekstrarákvarðanir mínar miða að því einu, að bæta afkomu félagsins, bregðast við breytingum á markaði og tryggja samkeppnishæfni Skeljungs. Stefnulegar ákvarðanir mínar hafa ekkert að gera með kaup og sölu hlutabréfa, hvorki mín eigin né annarra.“
Tengdar fréttir Skeljungstoppar hagnast um 200 milljónir á nokkrum klukkustundum dögum eftir uppsagnir Forstjóri Skeljungs og forstjóri Magn F/O, dótturfyrirtæki Skeljungs í Færeyjum högnuðust í dag um alls 223 milljónir á nokkrum klukkustundum eftir að þeir nýttu kauprétt þeirra á hlutabréfum í Skeljungi. 31. október 2017 17:47 29 sagt upp hjá Skeljungi Starfsmennirnir hafa sinnt ólíkum störfum innan fyrirtækisins, ýmist á skrifstofum þess eða afgreiðslustöðvum. 27. október 2017 08:50 Uppsagnirnar liður í breytingum hjá Skeljungi "Við tilkynntum í dag að vörumerkið Skeljungur mun breytast í Orkuna,“ segir Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs en það er liður í áætlunum Skeljungs um að einfalda rekstur eldneytisstöðva fyrirtækisins. 27. október 2017 14:30 Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Skeljungstoppar hagnast um 200 milljónir á nokkrum klukkustundum dögum eftir uppsagnir Forstjóri Skeljungs og forstjóri Magn F/O, dótturfyrirtæki Skeljungs í Færeyjum högnuðust í dag um alls 223 milljónir á nokkrum klukkustundum eftir að þeir nýttu kauprétt þeirra á hlutabréfum í Skeljungi. 31. október 2017 17:47
29 sagt upp hjá Skeljungi Starfsmennirnir hafa sinnt ólíkum störfum innan fyrirtækisins, ýmist á skrifstofum þess eða afgreiðslustöðvum. 27. október 2017 08:50
Uppsagnirnar liður í breytingum hjá Skeljungi "Við tilkynntum í dag að vörumerkið Skeljungur mun breytast í Orkuna,“ segir Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs en það er liður í áætlunum Skeljungs um að einfalda rekstur eldneytisstöðva fyrirtækisins. 27. október 2017 14:30