Vilja funda með Ólafi fyrir luktum dyrum Haraldur Guðmundsson skrifar 28. apríl 2017 07:00 Ólafur Ólafsson hefur óskað eftir fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þar sem þeir Njáll Trausti Friðbertsson og Brynjar Níelsson sitja. vísir/anton brink Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, telur að fundur nefndarinnar með athafnamanninum Ólafi Ólafssyni, um þátttöku þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupunum á Búnaðarbankanum, eigi ekki að vera opinn fjölmiðlum og almenningi. Slíkt geti reynst óskynsamlegt. „Ég er ekki viss um að hann eigi að vera í beinni útsendingu ef hann á að nýtast okkur eitthvað. Þá er þetta allt komið á þvæling á meðan við erum á viðkvæmum stað í skoðuninni. Þá er hætt við að þessi umræða fari út og suður áður en við ljúkum okkar vinnu. Það getur verið óþægilegt fyrir okkur en það er mitt mat. Við munum svo ræða það nánar í nefndinni,“ segir Brynjar. Ólafur sendi frá sér yfirlýsingu þann 12. apríl þar sem hann óskaði eftir því að fá að mæta á fund nefndarinnar og tjá sig þar um einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. Rannsóknarnefnd Alþingis kynnti niðurstöðu sína um þátttöku Hauck & Aufhäuser í henni í lok mars en hún var sú að Ólafur hefði vísvitandi blekkt stjórnvöld, fjölmiðla og almenning. Þýski bankinn hafi aldrei í reynd verið þar fjárfestir. Niðurstaðan var afdráttarlaus, og kynnt í beinni útsendingu, en Ólafur sagðist í yfirlýsingunni vilja á fundi nefndarinnar„varpa þar ljósi á atburðarásina og svara spurningum“.Það má segja að hann sé í aðalhlutverki í rannsóknarskýrslunni þannig að það er eðlilegt að aðalleikendur komi fyrstir inn á sviðiðÓlafur Ólafsson„Ég myndi vilja fá hann á fund sem fyrst og helst í maí. En við munum ekki klára málið fyrr en í haust. Það má segja að hann sé í aðalhlutverki í rannsóknarskýrslunni þannig að það er eðlilegt að aðalleikendur komi fyrstir inn á sviðið, er það ekki?“ segir Brynjar. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og 2. varaformaður nefndarinnar, tekur í samtali við Fréttablaðið undir með Brynjari um að óskynsamlegt geti verið að senda fundinn út í beinni útsendingu. „Við erum nú að móta skoðun okkar á þessu í nefndinni og hvernig við ætlum að takast á við þetta,“ segir Njáll Trausti. Brynjar segist hafa rætt við Ólaf á miðvikudag og þá ítrekað ósk nefndarinnar um greinargerð frá þeim síðarnefnda þar sem hann rökstyður beiðni sína um fund og hvaða nýju upplýsingar hann ætli að leggja þar fram. Engin formleg beiðni um fund hafi þó borist og nefndin því ekki tekið afstöðu til þess hvort athafnamaðurinn fái að mæta. Ekki náðist í Ólaf við vinnslu fréttarinnar né Jón Steindór Valdimarsson, varaformann nefndarinnar. Jón fer fyrir nefndinni í málinu eftir að Brynjar ákvað að víkja frá vegna tengsla sinna við Bjarka Diego sem kom að gerð leynilegra baksamninga í Búnaðarbankafléttunni. Brynjar var verjandi Bjarka áður en hann settist á þing. Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Fleiri fréttir Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, telur að fundur nefndarinnar með athafnamanninum Ólafi Ólafssyni, um þátttöku þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupunum á Búnaðarbankanum, eigi ekki að vera opinn fjölmiðlum og almenningi. Slíkt geti reynst óskynsamlegt. „Ég er ekki viss um að hann eigi að vera í beinni útsendingu ef hann á að nýtast okkur eitthvað. Þá er þetta allt komið á þvæling á meðan við erum á viðkvæmum stað í skoðuninni. Þá er hætt við að þessi umræða fari út og suður áður en við ljúkum okkar vinnu. Það getur verið óþægilegt fyrir okkur en það er mitt mat. Við munum svo ræða það nánar í nefndinni,“ segir Brynjar. Ólafur sendi frá sér yfirlýsingu þann 12. apríl þar sem hann óskaði eftir því að fá að mæta á fund nefndarinnar og tjá sig þar um einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. Rannsóknarnefnd Alþingis kynnti niðurstöðu sína um þátttöku Hauck & Aufhäuser í henni í lok mars en hún var sú að Ólafur hefði vísvitandi blekkt stjórnvöld, fjölmiðla og almenning. Þýski bankinn hafi aldrei í reynd verið þar fjárfestir. Niðurstaðan var afdráttarlaus, og kynnt í beinni útsendingu, en Ólafur sagðist í yfirlýsingunni vilja á fundi nefndarinnar„varpa þar ljósi á atburðarásina og svara spurningum“.Það má segja að hann sé í aðalhlutverki í rannsóknarskýrslunni þannig að það er eðlilegt að aðalleikendur komi fyrstir inn á sviðiðÓlafur Ólafsson„Ég myndi vilja fá hann á fund sem fyrst og helst í maí. En við munum ekki klára málið fyrr en í haust. Það má segja að hann sé í aðalhlutverki í rannsóknarskýrslunni þannig að það er eðlilegt að aðalleikendur komi fyrstir inn á sviðið, er það ekki?“ segir Brynjar. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og 2. varaformaður nefndarinnar, tekur í samtali við Fréttablaðið undir með Brynjari um að óskynsamlegt geti verið að senda fundinn út í beinni útsendingu. „Við erum nú að móta skoðun okkar á þessu í nefndinni og hvernig við ætlum að takast á við þetta,“ segir Njáll Trausti. Brynjar segist hafa rætt við Ólaf á miðvikudag og þá ítrekað ósk nefndarinnar um greinargerð frá þeim síðarnefnda þar sem hann rökstyður beiðni sína um fund og hvaða nýju upplýsingar hann ætli að leggja þar fram. Engin formleg beiðni um fund hafi þó borist og nefndin því ekki tekið afstöðu til þess hvort athafnamaðurinn fái að mæta. Ekki náðist í Ólaf við vinnslu fréttarinnar né Jón Steindór Valdimarsson, varaformann nefndarinnar. Jón fer fyrir nefndinni í málinu eftir að Brynjar ákvað að víkja frá vegna tengsla sinna við Bjarka Diego sem kom að gerð leynilegra baksamninga í Búnaðarbankafléttunni. Brynjar var verjandi Bjarka áður en hann settist á þing.
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Fleiri fréttir Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Sjá meira