Sóknir hvattar til að sameinast 19. maí 2017 07:00 Margar sóknir glíma við mikinn rekstrarvanda. Myndin er frá messu eldri borgara í Háteigskirkju. vísir/Stefán Trúmál Búast má við því að aukinn þungi færist í umræðu um sameiningu sókna innan kirkjunnar á næstunni. Þetta er mat Einars Karls Haraldssonar, sem Kirkjuþing hefur valið sem talsmann sóknanna. Einar Karl bendir á samþykkt kirkjuráðs frá því fyrr í mánuðinum þar sem athygli forráðamanna sóknanna er vakin á því að þeir geti óskað eftir stuðningi jöfnunarsjóðs sókna til þess að jafna stöðu til sameiningar. „Jöfnunarsjóður hefur meðal annars það hlutverk að jafna aðstöðu sókna og veita þeim sóknum aðstoð þar sem tekjur duga ekki fyrir nauðsynlegum útgjöldum og telur kirkjuráð að sameiningar sókna geti fallið undir hlutverkið,“ segir í samþykktinni frá 9. maí.Fréttablaðið greindi í gær frá því að Breiðholtssókn á í viðræðum við Fella- og Hólasókn um sameiningu. Einar Karl segir sameiningar fleiri sókna ekki komnar á framkvæmdastig en býst við meiri umræðu um það á næstunni. „Meðal annars í ljósi þessarar samþykktar kirkjuráðs og í ljósi þess að sumar sóknir eru orðnar það fámennar að það ber ekki uppi sóknarstarf,“ segir hann. „Það eru að vísu litlar sóknir úti á landi sem hafa sameinast. Það er töluvert af litlum sóknum. Síðan hafa oft og tíðum verið umræður um meira samstarf á milli sókna og um starfssvæði þar sem menn hefðu samstarf og leituðu hagræðingar,“ segir Einar Karl. Þar vísar hann til samstarfs sókna á höfuðborgarsvæðinu en líka á Austurlandi, á svæðinu í kringum Egilsstaði. Hann segir ástæðurnar verri rekstrarstöðu sókna. „Þessi skerðing á sóknargjöldum er mjög íþyngjandi. Það er breyting á samsetningu íbúa, sem stafar af íbúaþróun í borginni og fleiri koma frá öðrum löndum og síðan hefur fækkað í þjóðkirkjunni,“ segir hann. Einar Karl segist vonast til að það muni færast meiri alvara í viðræður ríkis og kirkju. Við afgreiðslu fjáraukalaga árið 2015 hafi verið ákveðið að taka öll fjárhagsleg samskipti ríkis og kirkju til endurskoðunar. Þeirri vinnu hefði átt að ljúka 15. febrúar 2016. „Núna erum við komin í maí 2017 og það verður að segjast eins og er að það hefur ekki verið mikil alvara í þessum viðræðum,“ segir Einar Karl og bætir við að eftir bankahrunið hafi sóknargjöld verið skorin niður um fjórðungi meira en það sem undirstofnanir innanríkisráðuneytisins þurftu að þola. Heildarskerðing á framlögum til safnaða þjóðkirkjunnar frá árinu 2008 nemi rúmum 5,8 milljörðum króna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent Fleiri fréttir Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Sjá meira
Trúmál Búast má við því að aukinn þungi færist í umræðu um sameiningu sókna innan kirkjunnar á næstunni. Þetta er mat Einars Karls Haraldssonar, sem Kirkjuþing hefur valið sem talsmann sóknanna. Einar Karl bendir á samþykkt kirkjuráðs frá því fyrr í mánuðinum þar sem athygli forráðamanna sóknanna er vakin á því að þeir geti óskað eftir stuðningi jöfnunarsjóðs sókna til þess að jafna stöðu til sameiningar. „Jöfnunarsjóður hefur meðal annars það hlutverk að jafna aðstöðu sókna og veita þeim sóknum aðstoð þar sem tekjur duga ekki fyrir nauðsynlegum útgjöldum og telur kirkjuráð að sameiningar sókna geti fallið undir hlutverkið,“ segir í samþykktinni frá 9. maí.Fréttablaðið greindi í gær frá því að Breiðholtssókn á í viðræðum við Fella- og Hólasókn um sameiningu. Einar Karl segir sameiningar fleiri sókna ekki komnar á framkvæmdastig en býst við meiri umræðu um það á næstunni. „Meðal annars í ljósi þessarar samþykktar kirkjuráðs og í ljósi þess að sumar sóknir eru orðnar það fámennar að það ber ekki uppi sóknarstarf,“ segir hann. „Það eru að vísu litlar sóknir úti á landi sem hafa sameinast. Það er töluvert af litlum sóknum. Síðan hafa oft og tíðum verið umræður um meira samstarf á milli sókna og um starfssvæði þar sem menn hefðu samstarf og leituðu hagræðingar,“ segir Einar Karl. Þar vísar hann til samstarfs sókna á höfuðborgarsvæðinu en líka á Austurlandi, á svæðinu í kringum Egilsstaði. Hann segir ástæðurnar verri rekstrarstöðu sókna. „Þessi skerðing á sóknargjöldum er mjög íþyngjandi. Það er breyting á samsetningu íbúa, sem stafar af íbúaþróun í borginni og fleiri koma frá öðrum löndum og síðan hefur fækkað í þjóðkirkjunni,“ segir hann. Einar Karl segist vonast til að það muni færast meiri alvara í viðræður ríkis og kirkju. Við afgreiðslu fjáraukalaga árið 2015 hafi verið ákveðið að taka öll fjárhagsleg samskipti ríkis og kirkju til endurskoðunar. Þeirri vinnu hefði átt að ljúka 15. febrúar 2016. „Núna erum við komin í maí 2017 og það verður að segjast eins og er að það hefur ekki verið mikil alvara í þessum viðræðum,“ segir Einar Karl og bætir við að eftir bankahrunið hafi sóknargjöld verið skorin niður um fjórðungi meira en það sem undirstofnanir innanríkisráðuneytisins þurftu að þola. Heildarskerðing á framlögum til safnaða þjóðkirkjunnar frá árinu 2008 nemi rúmum 5,8 milljörðum króna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent Fleiri fréttir Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Sjá meira