Ætla að fella niður skattaafslátt við kaup rafbíla Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2017 10:30 Greinendur segja að verði afslátturinn felldur niður muni það koma hvað verst niður á Tesla og General Motors. Vísir/AFP Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að fella niður skattaafslátt sem fólk fær þegar það kaupir rafbíla. Bílaframleiðendur í Bandaríkjunum segja að þær áætlanir muni hafa neikvæð áhrif á þá. Fyrirtækin hafa fjárfest verulega í framleiðslu rafbíla og sérfræðingar segja að samkeppnisstaða bandarískra bílaframleiðenda muni versna verulega. Um er að ræða 7.500 dala afslátt sem kaupendur hafa fengið, en það samsvarar um átta hundruð þúsund krónum. Í frétt NBC News er vitnað í nýlega rannsókn þar sem talið er að árið 2030 verði minnst helmingur allra keyptra nýrra bíla rafbílar. Það er því til mikils að vinna hjá umræddum framleiðendum að halda afslættinum.Greinendur sem blaðamenn NBC ræddu við segja að verði afslátturinn felldur niður muni það koma hvað verst niður á Tesla og General Motors. Forsvarsmenn Tesla hafa unnið að því að auka framleiðslugetu fyrirtækisins verulega eða um 600 prósent til ársins 2018. Vonast er til þess að fyrirtækið geti framleitt 500 þúsund bíla á ári hverju eftir það. Svipaða sögu sé að segja af fyrirtækinu GM þar sem bíll þeirra Chevrolet Bolt hefur notið gífurlegra vinsælda í Bandaríkjunum. Í tilkynningu frá sambandi bílaframleiðenda í Bandaríkjunum segja ljóst að niðurfelling skattaafsláttarins muni koma niður á fyrirtækjunum og sambandið ætli að vinna með þinginu til að skoða möguleika á því að halda afslættinum. Bílar Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að fella niður skattaafslátt sem fólk fær þegar það kaupir rafbíla. Bílaframleiðendur í Bandaríkjunum segja að þær áætlanir muni hafa neikvæð áhrif á þá. Fyrirtækin hafa fjárfest verulega í framleiðslu rafbíla og sérfræðingar segja að samkeppnisstaða bandarískra bílaframleiðenda muni versna verulega. Um er að ræða 7.500 dala afslátt sem kaupendur hafa fengið, en það samsvarar um átta hundruð þúsund krónum. Í frétt NBC News er vitnað í nýlega rannsókn þar sem talið er að árið 2030 verði minnst helmingur allra keyptra nýrra bíla rafbílar. Það er því til mikils að vinna hjá umræddum framleiðendum að halda afslættinum.Greinendur sem blaðamenn NBC ræddu við segja að verði afslátturinn felldur niður muni það koma hvað verst niður á Tesla og General Motors. Forsvarsmenn Tesla hafa unnið að því að auka framleiðslugetu fyrirtækisins verulega eða um 600 prósent til ársins 2018. Vonast er til þess að fyrirtækið geti framleitt 500 þúsund bíla á ári hverju eftir það. Svipaða sögu sé að segja af fyrirtækinu GM þar sem bíll þeirra Chevrolet Bolt hefur notið gífurlegra vinsælda í Bandaríkjunum. Í tilkynningu frá sambandi bílaframleiðenda í Bandaríkjunum segja ljóst að niðurfelling skattaafsláttarins muni koma niður á fyrirtækjunum og sambandið ætli að vinna með þinginu til að skoða möguleika á því að halda afslættinum.
Bílar Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira