Endurskipulagning í síbreytilegu umhverfi Katrín Júlíusdóttir skrifar 20. desember 2017 07:00 Nýr stjórnarsáttmáli kveður á um að rita eigi Hvítbók um fjármálakerfið. Við hjá Samtökum fjármálafyrirtækja fögnum því í ljósi umræðu á vettvangi stjórnmálanna um nauðsyn þess að endurskipuleggja fjármálakerfið. Vandinn við þá umræðu hefur verið að mest hefur verið rætt um eignarhald en lítið fjallað um innihald fjármálastarfsemi og oftar en ekki er rætt um fjármálastarfsemi á forsendum sem ekki eru lengur til staðar. Gríðarlegar breytingar hafa átt sér stað á undanförnum árum. Þannig hafa verið gerðar grundvallarbreytingar á regluverki fjármálafyrirtækja og á rekstrarumhverfið í dag lítið sem ekkert skylt við það sem þekktist áður en að fjármálakreppan skall á árið 2008. Fram undan eru enn frekari breytingar og bíða nú á fjórða hundrað EES-gerðir innleiðingar hér á landi. Ofan á þetta verður ekki litið fram hjá því að stafræna byltingin er nú þegar farin að hafa veruleg áhrif á fjármálastarfsemi og sér ekki fyrir endann á þeim breytingum. Þó nokkrar þeirra gerða sem bíða innleiðingar munu hafa veruleg áhrif á allt starfsumhverfi fjármálaþjónustu hér á landi og í Evrópu allri. Umbreyting á regluverkinu hingað til hefur leitt til þess að bankar, vátryggingafélög og verðbréfafyrirtæki hafa þurft að aðlaga sig breyttum aðstæðum til þess að sinna grundvallarhlutverki sínu með skilvirkum hætti – umbreyta sparnaði í fjárfestingu og dreifa áhættu og styðja þar við efnahagslífið og samfélagið í heild sinni.Fjártæknin breytir öllu Framþróun svokallaðrar fjártækni (e. fintech) er einnig að leiða til mikilla umbreytinga á fjármálamarkaði. Fyrirtæki, sem eru ekki hefðbundnir bankar, vátryggingafyrirtæki og verðbréfafyrirtæki og lúta þar af leiðandi ekki sama regluverki, eru í vaxandi mæli farin að veita hefðbundna fjármálaþjónustu á borð við lánastarfsemi og greiðslumiðlun. Innleiðing nýrrar greiðsluþjónustutilskipunar Evrópusambandsins (PSD II) mun valda straumhvörfum í þessum efnum og auka enn frekar samkeppni á ákveðnum sviðum fjármálaþjónustu, þvert á landamæri. PSD II-tilskipunin skapar sameiginlegan markað fyrir greiðsluþjónustu í Evrópu með það að markmiði að auka samkeppni og tryggja nýsköpun á þessu sviði. Ein veigamesta breytingin sem innleiðing tilskipunarinnar hefur í för með sér er að hún opnar fyrir aðgengi fyrirtækja að innlánsreikningum viðskiptavina fjármálafyrirtækja. Þetta þýðir að viðskiptabankar verða að veita öðrum fyrirtækjum óhindrað aðgengi að reikningum viðskiptavina sem veita til þess heimild. Á sama tíma felur tilskipunin í sér að viðskiptabankinn getur ekki innheimt viðbótargjald hvorki af viðkomandi fyrirtækjum né af viðskiptavininum. Þetta aðgengi verður jafnframt staðlað þannig að nánast öll fyrirtæki sem eigandi innlánsreiknings veitir heimild fyrir geta fengið aðgang án mikillar fyrirhafnar eða þröskulda. Innleiðing tilskipunarinnar mun auðvelda nýjum keppinautum hefðbundinna fjármálafyrirtækja að veita viðskiptavinum sínum fjármálaþjónustu. Sumir sérfræðingar telja að þetta muni þrengja verulega að stöðu banka svo dæmi séu tekin. Þannig telja sérfræðingar Sopra Banking að tekjur evrópskra viðskiptabanka muni dragast saman um fjórðung á næstu árum vegna breytinganna. Aðrir sérfræðingar eru bjartsýnni fyrir hönd bankanna og sjá sóknarfæri í breytingunum.Umræða um innihaldHér á landi eru fjármálafyrirtæki og tryggingafélög að auka þjónustu sína með stafrænum lausnum og má segja að mörg þeirra séu hratt að breytast í fjártæknifyrirtæki. En allar þessar breytingar þarf að ræða. Spurningarnar sem við þurfum að velta upp eru fjölmargar. Hvaða áhrif munu þessar breytingar hafa á íslenskt efnahagslíf? Á efnahagslegt sjálfstæði okkar? Hvernig gerum við íslenskum fjármálafyrirtækjum kleift að keppa í þessu nýja samkeppnisumhverfi á jafnræðisgrunni? Hver eru áhrif fjártækninnar og allra breytinganna sem EES-gerðirnar leiða af sér á lítinn markað eins og Ísland? Hvernig tryggjum við aðgengi íslenskra fyrirtækja að fjármögnun í þessu nýja umhverfi? Svona gætum við spurt áfram og vonandi verður allt þetta krufið í nýrri Hvítbók um fjármálakerfið hér landi. Við munum leggja okkar af mörkum til þessarar umræðu og hvetjum alla til að gera slíkt hið sama því þessi þróun kemur okkur öllum við. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvítbók fyrir fjármálakerfið Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nýr stjórnarsáttmáli kveður á um að rita eigi Hvítbók um fjármálakerfið. Við hjá Samtökum fjármálafyrirtækja fögnum því í ljósi umræðu á vettvangi stjórnmálanna um nauðsyn þess að endurskipuleggja fjármálakerfið. Vandinn við þá umræðu hefur verið að mest hefur verið rætt um eignarhald en lítið fjallað um innihald fjármálastarfsemi og oftar en ekki er rætt um fjármálastarfsemi á forsendum sem ekki eru lengur til staðar. Gríðarlegar breytingar hafa átt sér stað á undanförnum árum. Þannig hafa verið gerðar grundvallarbreytingar á regluverki fjármálafyrirtækja og á rekstrarumhverfið í dag lítið sem ekkert skylt við það sem þekktist áður en að fjármálakreppan skall á árið 2008. Fram undan eru enn frekari breytingar og bíða nú á fjórða hundrað EES-gerðir innleiðingar hér á landi. Ofan á þetta verður ekki litið fram hjá því að stafræna byltingin er nú þegar farin að hafa veruleg áhrif á fjármálastarfsemi og sér ekki fyrir endann á þeim breytingum. Þó nokkrar þeirra gerða sem bíða innleiðingar munu hafa veruleg áhrif á allt starfsumhverfi fjármálaþjónustu hér á landi og í Evrópu allri. Umbreyting á regluverkinu hingað til hefur leitt til þess að bankar, vátryggingafélög og verðbréfafyrirtæki hafa þurft að aðlaga sig breyttum aðstæðum til þess að sinna grundvallarhlutverki sínu með skilvirkum hætti – umbreyta sparnaði í fjárfestingu og dreifa áhættu og styðja þar við efnahagslífið og samfélagið í heild sinni.Fjártæknin breytir öllu Framþróun svokallaðrar fjártækni (e. fintech) er einnig að leiða til mikilla umbreytinga á fjármálamarkaði. Fyrirtæki, sem eru ekki hefðbundnir bankar, vátryggingafyrirtæki og verðbréfafyrirtæki og lúta þar af leiðandi ekki sama regluverki, eru í vaxandi mæli farin að veita hefðbundna fjármálaþjónustu á borð við lánastarfsemi og greiðslumiðlun. Innleiðing nýrrar greiðsluþjónustutilskipunar Evrópusambandsins (PSD II) mun valda straumhvörfum í þessum efnum og auka enn frekar samkeppni á ákveðnum sviðum fjármálaþjónustu, þvert á landamæri. PSD II-tilskipunin skapar sameiginlegan markað fyrir greiðsluþjónustu í Evrópu með það að markmiði að auka samkeppni og tryggja nýsköpun á þessu sviði. Ein veigamesta breytingin sem innleiðing tilskipunarinnar hefur í för með sér er að hún opnar fyrir aðgengi fyrirtækja að innlánsreikningum viðskiptavina fjármálafyrirtækja. Þetta þýðir að viðskiptabankar verða að veita öðrum fyrirtækjum óhindrað aðgengi að reikningum viðskiptavina sem veita til þess heimild. Á sama tíma felur tilskipunin í sér að viðskiptabankinn getur ekki innheimt viðbótargjald hvorki af viðkomandi fyrirtækjum né af viðskiptavininum. Þetta aðgengi verður jafnframt staðlað þannig að nánast öll fyrirtæki sem eigandi innlánsreiknings veitir heimild fyrir geta fengið aðgang án mikillar fyrirhafnar eða þröskulda. Innleiðing tilskipunarinnar mun auðvelda nýjum keppinautum hefðbundinna fjármálafyrirtækja að veita viðskiptavinum sínum fjármálaþjónustu. Sumir sérfræðingar telja að þetta muni þrengja verulega að stöðu banka svo dæmi séu tekin. Þannig telja sérfræðingar Sopra Banking að tekjur evrópskra viðskiptabanka muni dragast saman um fjórðung á næstu árum vegna breytinganna. Aðrir sérfræðingar eru bjartsýnni fyrir hönd bankanna og sjá sóknarfæri í breytingunum.Umræða um innihaldHér á landi eru fjármálafyrirtæki og tryggingafélög að auka þjónustu sína með stafrænum lausnum og má segja að mörg þeirra séu hratt að breytast í fjártæknifyrirtæki. En allar þessar breytingar þarf að ræða. Spurningarnar sem við þurfum að velta upp eru fjölmargar. Hvaða áhrif munu þessar breytingar hafa á íslenskt efnahagslíf? Á efnahagslegt sjálfstæði okkar? Hvernig gerum við íslenskum fjármálafyrirtækjum kleift að keppa í þessu nýja samkeppnisumhverfi á jafnræðisgrunni? Hver eru áhrif fjártækninnar og allra breytinganna sem EES-gerðirnar leiða af sér á lítinn markað eins og Ísland? Hvernig tryggjum við aðgengi íslenskra fyrirtækja að fjármögnun í þessu nýja umhverfi? Svona gætum við spurt áfram og vonandi verður allt þetta krufið í nýrri Hvítbók um fjármálakerfið hér landi. Við munum leggja okkar af mörkum til þessarar umræðu og hvetjum alla til að gera slíkt hið sama því þessi þróun kemur okkur öllum við. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar