Norskur verktaki vill byggja risahótel á Húsavíkurhöfða Baldur Guðmundsson skrifar 27. desember 2017 06:00 Hótelið sem Fakta Bygg vill klára árið 2021 mun verða við Húsavíkurvita, skammt frá sjóböðunum eða nyrst í bænum. Ferðaþjónusta Norskt byggingafyrirtæki undirbýr byggingu 180 til 200 herbergja hótels á Húsavík. Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti fyrir jól að taka frá lóð fyrir hótelið á meðan fyrirtækið þróar hugmyndir sínar að uppbyggingu. Hótelið myndi tvöfalda fjölda gistirýma í bænum og væri því risastórt á mælikvarða sveitarfélagsins. Örlygur Hnefill Örlygsson, forseti sveitarstjórnar, segir að fyrirtækið Sjóböð ehf., sem vinnur að uppbyggingu sjóbaða við Húsavíkurvita, á næstu lóð við fyrirhugað hótel, hafi átt forgang að lóðinni um hríð en að sá frestur hafi runnið út. Tvö erindi hafi í kjölfarið borist sveitarstjórn vegna lóðarinnar; annað frá Sjóböðum um framlengingu á forgangi en hin frá Fakta Bygg, norska fyrirtækinu.Örlygur Hnefill Örlygsson, forseti sveitarstjórnar Norðurþings.Að sögn Örlygs var Sjóböðunum og Fakta Bygg boðið til fundar þar sem hugmyndir þeirra voru viðraðar og ræddar. Í ljós hafi komið að hugmyndir Norðmannanna hafi verið lengra á veg komnar og að vonir þeirra um að laga starfsemina að rekstri Sjóbaðanna hafi fallið vel í kramið hjá fulltrúum sveitarfélagsins. Húsvíkingurinn Kristján Eymundsson, sem býr í Noregi og er framkvæmdastjóri Fakta Bygg, segir að um tveggja til þriggja milljarða króna framkvæmd geti orðið að ræða, fáist fjárfestar að verkefninu. Hann tekur fram að verkið sé á byrjunarstigi. Fyrirtækið hafi sett sér áætlun um framgang verkefnisins til vorsins 2019 en að hönnunarvinna hefjist eftir áramótin. Kristján segir að fyrirtækið, sem hefur um 50 manns í vinnu og veltir um hálfum öðrum milljarði árlega, eigi eftir að gera markaðsgreiningar og finna heppilega rekstraraðila hótelsins. Aðspurður segir hann, að ef allt gangi eftir sé raunhæft að framkvæmdir hefjist 2019 og að hótelið verði tekið í notkun árið 2021. Framkvæmdastjórinn vill sjá breytingar í ferðamálum á Íslandi, sem stuðli að því að dreifa ferðamönnum betur um landið. „Það er stórt atriði fyrir Íslendinga yfirhöfuð. Þetta svæði þarna fyrir norðan hefur mikla möguleika á að taka við fleiri ferðamönnum.“ Hann segir að nýting þeirra hótelherbergja sem fyrir eru á svæðinu sé 80 til 90 prósent yfir háannatímann en fari niður í 16 til 17 prósent í desember og janúar. Á því þurfi að finna lausnir. Í því samhengi nefnir Kristján hugmyndir um að byggja hótelið upp þannig að það falli vel til ráðstefnuhalds. Það verði því bæði túrista- og ráðstefnuhótel. Markmiðið sé þá að laða til sín erlendar ráðstefnur til að bæta nýtinguna yfir dimmustu mánuðina. Hann bendir á að Fosshótel sé búið 110 herbergjum og saman geti Húsvíkingar því boðið upp á ríflega 300 hótelherbergi. Bærinn gæti því tekið á móti nokkuð stórum ráðstefnum. Þess má geta að auk þess eru nokkur smærri gistiheimili í bænum. „Við erum mjög bjartsýnir eins og er og við höfum fengið jákvæð viðbrögð,“ segir Kristján. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Sjá meira
Ferðaþjónusta Norskt byggingafyrirtæki undirbýr byggingu 180 til 200 herbergja hótels á Húsavík. Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti fyrir jól að taka frá lóð fyrir hótelið á meðan fyrirtækið þróar hugmyndir sínar að uppbyggingu. Hótelið myndi tvöfalda fjölda gistirýma í bænum og væri því risastórt á mælikvarða sveitarfélagsins. Örlygur Hnefill Örlygsson, forseti sveitarstjórnar, segir að fyrirtækið Sjóböð ehf., sem vinnur að uppbyggingu sjóbaða við Húsavíkurvita, á næstu lóð við fyrirhugað hótel, hafi átt forgang að lóðinni um hríð en að sá frestur hafi runnið út. Tvö erindi hafi í kjölfarið borist sveitarstjórn vegna lóðarinnar; annað frá Sjóböðum um framlengingu á forgangi en hin frá Fakta Bygg, norska fyrirtækinu.Örlygur Hnefill Örlygsson, forseti sveitarstjórnar Norðurþings.Að sögn Örlygs var Sjóböðunum og Fakta Bygg boðið til fundar þar sem hugmyndir þeirra voru viðraðar og ræddar. Í ljós hafi komið að hugmyndir Norðmannanna hafi verið lengra á veg komnar og að vonir þeirra um að laga starfsemina að rekstri Sjóbaðanna hafi fallið vel í kramið hjá fulltrúum sveitarfélagsins. Húsvíkingurinn Kristján Eymundsson, sem býr í Noregi og er framkvæmdastjóri Fakta Bygg, segir að um tveggja til þriggja milljarða króna framkvæmd geti orðið að ræða, fáist fjárfestar að verkefninu. Hann tekur fram að verkið sé á byrjunarstigi. Fyrirtækið hafi sett sér áætlun um framgang verkefnisins til vorsins 2019 en að hönnunarvinna hefjist eftir áramótin. Kristján segir að fyrirtækið, sem hefur um 50 manns í vinnu og veltir um hálfum öðrum milljarði árlega, eigi eftir að gera markaðsgreiningar og finna heppilega rekstraraðila hótelsins. Aðspurður segir hann, að ef allt gangi eftir sé raunhæft að framkvæmdir hefjist 2019 og að hótelið verði tekið í notkun árið 2021. Framkvæmdastjórinn vill sjá breytingar í ferðamálum á Íslandi, sem stuðli að því að dreifa ferðamönnum betur um landið. „Það er stórt atriði fyrir Íslendinga yfirhöfuð. Þetta svæði þarna fyrir norðan hefur mikla möguleika á að taka við fleiri ferðamönnum.“ Hann segir að nýting þeirra hótelherbergja sem fyrir eru á svæðinu sé 80 til 90 prósent yfir háannatímann en fari niður í 16 til 17 prósent í desember og janúar. Á því þurfi að finna lausnir. Í því samhengi nefnir Kristján hugmyndir um að byggja hótelið upp þannig að það falli vel til ráðstefnuhalds. Það verði því bæði túrista- og ráðstefnuhótel. Markmiðið sé þá að laða til sín erlendar ráðstefnur til að bæta nýtinguna yfir dimmustu mánuðina. Hann bendir á að Fosshótel sé búið 110 herbergjum og saman geti Húsvíkingar því boðið upp á ríflega 300 hótelherbergi. Bærinn gæti því tekið á móti nokkuð stórum ráðstefnum. Þess má geta að auk þess eru nokkur smærri gistiheimili í bænum. „Við erum mjög bjartsýnir eins og er og við höfum fengið jákvæð viðbrögð,“ segir Kristján.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent