Hræsnin um launin Gunnlaugur Stefánsson skrifar 29. desember 2017 07:00 Forseti Alþýðusambands Íslands býsnast yfir launum biskups Íslands og alþingismanna, telur kjararáð, sem ákveður launin þeirra, vera á algjörum villigötum, skilur ekkert í hvaða vinnumarkað ráðið miði við og hótar að segja upp kjarasamningum láglaunafólks. Svo söng Fríkirkjupresturinn í Reykjavík, sem er einn tekjuhæsti prestur landsins, af vandlætingu viðlagið með Viðskiptaráði. Tekjuhátt fólk man oft ekki nákvæmlega hvaða laun það hefur. Gildir það um forseta Alþýðusambands Íslands? Kjararáð hækkaði nefnilega laun biskups í nánast sömu laun og forseti Alþýðusambandsins hefur fyrir störfin sín og haft um árabil, þó alþingismenn séu enn með um fjórðungi lægri laun en hann. Nú gegnir biskup elsta embætti í sögu þjóðar og alþingismenn setja landinu lög, en líklega vegur það létt í samanburði við ábyrgðina sem hvílir á herðum forseta Alþýðusambands Íslands. Ef nær er skoðað í vinnumarkað verkalýðsforystunnar, þá eru samkvæmt skattskrám vandfundnir verkalýðsforingjar sem ekki eru með á aðra milljón á mánuði og vekja athygli mörg dæmi um hækkun launa þeirra á milli áranna 2015 og 2016 um 20-45% samkvæmt fréttum fjölmiðla. Ekki varð það til að rústa „sáttinni“ um lægstu laun á vinnumarkaði. Sjálfsagt er að verðskulda með góðum launum ábyrgðarfull störf forystufólks í launþegahreyfingunni sem m.a. felast í að ákveða laun fyrir stjórnendur lífeyrissjóða landsins. Þá kemur ekkert annað til greina en að greiða ofurlaun, sem kjararáð hefur ekki enn treyst sér til að hafa til viðmiðunar í úrskurðum sínum. Hvenær kemur sá tími að verkalýðsforingjar horfi sér nær og hafi vinnumarkað að viðmiðun, sem þeir þekkja best af eigin reynslu og segi þess vegna upp kjarasamningum láglaunafólks? Í kjaraviðræðum í framhaldinu færi vel á því að fólkið við samningaborðið skiptist á upplýsingum um hvert annars laun og létu svo ráða um niðurstöðu kjarasamnings fyrir láglaunafólkið. Það væri lifandi vinnumarkaður til að taka mark á og miða lægstu launin við. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og sóknarprestur í Heydölum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Forseti Alþýðusambands Íslands býsnast yfir launum biskups Íslands og alþingismanna, telur kjararáð, sem ákveður launin þeirra, vera á algjörum villigötum, skilur ekkert í hvaða vinnumarkað ráðið miði við og hótar að segja upp kjarasamningum láglaunafólks. Svo söng Fríkirkjupresturinn í Reykjavík, sem er einn tekjuhæsti prestur landsins, af vandlætingu viðlagið með Viðskiptaráði. Tekjuhátt fólk man oft ekki nákvæmlega hvaða laun það hefur. Gildir það um forseta Alþýðusambands Íslands? Kjararáð hækkaði nefnilega laun biskups í nánast sömu laun og forseti Alþýðusambandsins hefur fyrir störfin sín og haft um árabil, þó alþingismenn séu enn með um fjórðungi lægri laun en hann. Nú gegnir biskup elsta embætti í sögu þjóðar og alþingismenn setja landinu lög, en líklega vegur það létt í samanburði við ábyrgðina sem hvílir á herðum forseta Alþýðusambands Íslands. Ef nær er skoðað í vinnumarkað verkalýðsforystunnar, þá eru samkvæmt skattskrám vandfundnir verkalýðsforingjar sem ekki eru með á aðra milljón á mánuði og vekja athygli mörg dæmi um hækkun launa þeirra á milli áranna 2015 og 2016 um 20-45% samkvæmt fréttum fjölmiðla. Ekki varð það til að rústa „sáttinni“ um lægstu laun á vinnumarkaði. Sjálfsagt er að verðskulda með góðum launum ábyrgðarfull störf forystufólks í launþegahreyfingunni sem m.a. felast í að ákveða laun fyrir stjórnendur lífeyrissjóða landsins. Þá kemur ekkert annað til greina en að greiða ofurlaun, sem kjararáð hefur ekki enn treyst sér til að hafa til viðmiðunar í úrskurðum sínum. Hvenær kemur sá tími að verkalýðsforingjar horfi sér nær og hafi vinnumarkað að viðmiðun, sem þeir þekkja best af eigin reynslu og segi þess vegna upp kjarasamningum láglaunafólks? Í kjaraviðræðum í framhaldinu færi vel á því að fólkið við samningaborðið skiptist á upplýsingum um hvert annars laun og létu svo ráða um niðurstöðu kjarasamnings fyrir láglaunafólkið. Það væri lifandi vinnumarkaður til að taka mark á og miða lægstu launin við. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og sóknarprestur í Heydölum.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun