BL hefur selt 6.157 bíla á árinu Finnur Thorlacius skrifar 13. desember 2017 10:39 Í ár stefnir í metár í nýskráningum fólks- og sendibíla á Íslandi. Bílasala hefur verið með miklu ágætum það sem af er ári og við síðustu mánaðarmót voru nýskráningar nýrra fólks- og sendibíla komin í 22.221 bíl samanborið við 19.354 bíla á sama tíma í fyrra, eða 15% vöxtur. Söluhæsta umboðið er BL með 6.157 bíla selda og 23% vöxt á milli ára. Næst stærsta umboðið er Toyota með 3.977 bíla og 21% vöxt. Þriðja stærsta umboðið er Hekla með 3.587 bíla og Brimborg í því næsta með 3.263 selda bíla og Askja með 2.740 bíla og þar er vöxturinn mestur á milli ára meðal stærri innflytjenda, eða 36%. Ísband, nýjasta bílaumboð landsins er með 75% vöxt á milli ára og hefur nú selt 370 bíla á móti 211 á fyrstu 11 mánuðunum í fyrra. Nýskráning bílaleigubíla er nú 1% minni en í fyrra, en nú hafa verið skráðir 8.323 bílar á móti 8.599 bílum í fyrra. Bílaleigubílar telja nú 37,5% af nýjum seldum bílum á árinu. Reyndar var nýskráning þeirra í nóvember 53% meiri en í fyrra, eða 159 bílar á móti 104 í fyrra. Forvitnilegt verður að sjá hvort þeir verði ekki talsvert margir í desember vegna breyttra skattalaga frá og með næstu áramótum. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent
Bílasala hefur verið með miklu ágætum það sem af er ári og við síðustu mánaðarmót voru nýskráningar nýrra fólks- og sendibíla komin í 22.221 bíl samanborið við 19.354 bíla á sama tíma í fyrra, eða 15% vöxtur. Söluhæsta umboðið er BL með 6.157 bíla selda og 23% vöxt á milli ára. Næst stærsta umboðið er Toyota með 3.977 bíla og 21% vöxt. Þriðja stærsta umboðið er Hekla með 3.587 bíla og Brimborg í því næsta með 3.263 selda bíla og Askja með 2.740 bíla og þar er vöxturinn mestur á milli ára meðal stærri innflytjenda, eða 36%. Ísband, nýjasta bílaumboð landsins er með 75% vöxt á milli ára og hefur nú selt 370 bíla á móti 211 á fyrstu 11 mánuðunum í fyrra. Nýskráning bílaleigubíla er nú 1% minni en í fyrra, en nú hafa verið skráðir 8.323 bílar á móti 8.599 bílum í fyrra. Bílaleigubílar telja nú 37,5% af nýjum seldum bílum á árinu. Reyndar var nýskráning þeirra í nóvember 53% meiri en í fyrra, eða 159 bílar á móti 104 í fyrra. Forvitnilegt verður að sjá hvort þeir verði ekki talsvert margir í desember vegna breyttra skattalaga frá og með næstu áramótum.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent