Viðskipti erlent

Sigur Rós vinnur að Tónanda með dularfullu sýndarveruleikafyrirtæki

Samúel Karl Ólason skrifar
Sigur Rós á tónleikum í París í ágúst síðastliðnum.
Sigur Rós á tónleikum í París í ágúst síðastliðnum. vísir/getty

Meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rós hafa í rúm fjögur ár unnið með sýndarveruleikafyrirtækinu Magic Leap að forritinu Tónanda. Fyrirtækið dularfulla hefur safnað miklu fé til þróunar tækni sem gerir fyrirtækinu kleift að færa tölvuteiknaða hluti inn í raunheim okkar.

Blaðamaður Pitchfork fékk nýverið að heimsækja höfuðstöðvar Magic Leap og þar prófaði hann, og meðlimir Sigur Rósar, Tónanda.

Myndband úr Tónanda, án hljóðs, var birt á Twittersíðu Sigur Rósar í gær.

Þrátt fyrir að Magic Lense hafi vakið mikinn áhuga á undanförnum árum er lítið sem ekkert vitað um þá tækni sem starfsmenn þess eru að hanna. Blaðamaður Pitchfork, Marc Hogan, mátti til dæmis lítið sem ekkert segja um hana en lýsti þess í stað upplifun sinni af Tónanda.

Sjá einnig: Dularfullt sýndarveruleikafyrirtæki

Eins og Hogan lýsir þessu þá snertir hann hljóðbylgjur og heyrir mismunandi hljóð eftir því hvað hann er að snerta og á hvaða tímapunkti. Stafrænt umhverfi hans aðlagast herberginu sem hann er í og fara hljóðbylgjurnar um borð sem er þar.

Hann segir þó frá því að meðlimir Sigur Rósar hafi hitt Rony Abovitz, stofnanda Magic Leap, eftir tónleika í Flórída í október 2013. Þeir hafi fengið að skoða þáverandi tækni fyrirtækisins og talað við Abovitz langt fram á nótt. Samstarf Sigur Rósar og Magic Leap varð til upp úr þeim fundi.

„Ástæða þess að við löðumst að Rony er að hann býr í framtíðinni. Það veitir manni innblástur,“ sagði Jónsi Birgisson, söngvari Sigur Rósar, við Hogan. Hann sagði einnig að samstarfið gæti leitt eitthvað nýtt af sér.

„Þetta gæti skipt út öllu sem við þekkjum. Símum, sjónvörpum, tölvum,“ bætti Georg Hólm, bassaleikari, við.

Á meðal fyrirtækja sem hafa fjárfest í Magic Leap eru Alibaba, Google og JPMorgan.

Kynningarmyndand Magic Leap

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
3,1
5
46.200
MAREL
3,07
22
584.666
REGINN
2,35
5
48.606
EIK
2,15
6
82.684
FESTI
2,14
10
143.706

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-0,72
12
29.385
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.