Bankar sameinast í baráttu gegn netglæpum Hákon Lennart Aakerlund og Ægir Þórðarson skrifar 4. desember 2017 06:00 Verslun og hvers kyns bankaviðskipti fara í auknum mæli fram á netinu. Því þarf ekki að koma á óvart að netglæpum fer fjölgandi – þar eru peningarnir og þar sjá glæpamennirnir tækifæri. Áreiðanlegar upplýsingar um heildartjón af völdum netsvika liggja ekki fyrir, enda tilkynna ekki öll fórnarlömb um tjónið. Til marks um umfangið má þó benda á að bandaríska alríkislögreglan (FBI) áætlaði nýlega að frá árinu 2014 hefðu, á heimsvísu, alls 2,3 milljarðar Bandaríkjadala verið sviknir út með einhvers konar netglæpum. Ísland er komið á radarinn Hér á landi liggja ekki fyrir upplýsingar um heildarfjárhæð tjóns af völdum netglæpa. Það er hins vegar ljóst að Ísland er komið á radarinn hjá erlendum netglæpahópum. Til marks um það er m.a. að svikum sem byggja á fölsuðum fyrirmælum hefur farið fjölgandi. Um miðjan nóvember fengu nokkrir fjármálastjórar íslenskra fyrirtækja tölvupósta sem litu út fyrir að vera frá framkvæmdastjóra viðkomandi fyrirtækis. Í póstinum var spurt hvort tiltekin fjárhæð væri til reiðu á bankareikningi og óskað eftir að hún yrði millifærð á erlendan reikning. Í nokkrum tilvikum féllu viðtakendur í gildruna. Póstarnir voru á íslensku en báru þess merki að hafa verið þýddir úr ensku, líklega með aðstoð Google Translate. Svikum sem þessum hefur fjölgað til muna í Danmörku og það er ljóst að þeim mun einnig fjölga hér á landi. Það er því afar mikilvægt fyrir fyrirtæki að vera vel á verði. Tryggja þarf að öruggir ferlar við millifærslur séu til staðar og að alltaf sé farið eftir þeim – líka þegar póstur eða SMS berst frá framkvæmdastjóra með fyrirmælum um hið gagnstæða. Í sumum þessara tilvika hefur reyndar verið hægt að endurheimta féð en einnig eru dæmi um að fyrirtæki hafi orðið fyrir verulegu tjóni. Svikatilraunirnar beinast ekki síður að einstaklingum og snúast oft um að ná greiðslukortanúmerum og aðgangsupplýsingum fyrir bankareikninga. Algeng aðferð er að senda fólki tölvupósta sem líta út fyrir að koma frá raunverulegum fyrirtækjum með tilmælum um að fólk slái inn greiðslukortaupplýsingar og öryggisnúmer. Gjalda skal varhug við slíkum póstum því venjuleg, heiðvirð fyrirtæki biðja ekki upp úr þurru um slíkar upplýsingar í tölvupósti. Á Norðurlöndunum hefur einnig borið á þróaðri aðferðum, m.a. tölvuvírusum sem safna aðgangsupplýsingum og auðkennum sem glæpamennirnir geta notað til að fá aðgang að netbönkum. Enn sem komið er hafa slíkir vírusar ekki borist hingað til lands, svo vitað sé.Sameinast um aukið netöryggi Glæpahópar sem stunda svik á netinu vinna oft saman, illa fengnar upplýsingar ganga kaupum og sölum og þeir láta sig landamæri engu varða. Til að bregðast við þessari ógn er nauðsynlegt að efla alþjóðlegt samstarf og samstarf á milli einstakra landsvæða. Mikilvægur áfangi í baráttunni gegn netsvikum náðist í apríl sl. þegar þrír norrænir stórbankar, Nordea, DnB og Danske Bank, settu á laggirnar samstarfsvettvang um baráttu gegn netglæpum. Samstarfsvettvangurinn nefnist Nordic Financial CERT og er eins konar fjárhagsleg netöryggissveit norrænna fjármálafyrirtækja. Síðan þá hefur fjöldi banka og tryggingafélaga bæst í hópinn og í nóvember gekk Landsbankinn í samtökin, fyrst íslenskra fjármálafyrirtækja. Fyrirtæki sem eru aðilar að samtökunum skiptast á viðeigandi upplýsingum um hvers kyns tilraunir til fjársvika á netinu og hvernig megi verjast þeim. Reynslan sýnir að netárásir eru gjarnan umfangsmiklar og beinast sjaldnast aðeins að einu fyrirtæki eða einu landi og því er afar mikilvægt að upplýsingar um netsvik og tölvuárásir berist hratt og örugglega.Hagsmunamál fyrir allt samfélagið Samstarfið á vettvangi Nordic Financial CERT bætist við annað öryggissamstarf. Landsbankinn er t.a.m. virkur þátttakandi í samstarfi öryggishóps norrænna banka sem funda vikulega. Á vettvangi Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) starfar sömuleiðis hópur sem hefur þann tilgang að sameina krafta íslenskra banka í baráttunni við netglæpi. Það er engu að síður ljóst að tilkoma Nordic Financial CERT eflir mjög getu norrænna fjármálafyrirtækja til að berjast gegn netglæpum – og ekki veitir af. Sú barátta er mikilvæg fyrir fjármálafyrirtækin, viðskiptavini þeirra og samfélagið allt. Að lokum viljum við nota tækifærið og benda á að á Umræðunni, efnis- og fréttaveitu Landsbankans, er ítarleg umfjöllun um hvernig hægt er að bera kennsl á og verjast svikatilraunum á netinu.Höfundar eru sérfræðingar í netöryggi hjá Landsbankanum og Ægir er jafnframt forstöðumaður kerfisrekstrar hjá bankanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Verslun og hvers kyns bankaviðskipti fara í auknum mæli fram á netinu. Því þarf ekki að koma á óvart að netglæpum fer fjölgandi – þar eru peningarnir og þar sjá glæpamennirnir tækifæri. Áreiðanlegar upplýsingar um heildartjón af völdum netsvika liggja ekki fyrir, enda tilkynna ekki öll fórnarlömb um tjónið. Til marks um umfangið má þó benda á að bandaríska alríkislögreglan (FBI) áætlaði nýlega að frá árinu 2014 hefðu, á heimsvísu, alls 2,3 milljarðar Bandaríkjadala verið sviknir út með einhvers konar netglæpum. Ísland er komið á radarinn Hér á landi liggja ekki fyrir upplýsingar um heildarfjárhæð tjóns af völdum netglæpa. Það er hins vegar ljóst að Ísland er komið á radarinn hjá erlendum netglæpahópum. Til marks um það er m.a. að svikum sem byggja á fölsuðum fyrirmælum hefur farið fjölgandi. Um miðjan nóvember fengu nokkrir fjármálastjórar íslenskra fyrirtækja tölvupósta sem litu út fyrir að vera frá framkvæmdastjóra viðkomandi fyrirtækis. Í póstinum var spurt hvort tiltekin fjárhæð væri til reiðu á bankareikningi og óskað eftir að hún yrði millifærð á erlendan reikning. Í nokkrum tilvikum féllu viðtakendur í gildruna. Póstarnir voru á íslensku en báru þess merki að hafa verið þýddir úr ensku, líklega með aðstoð Google Translate. Svikum sem þessum hefur fjölgað til muna í Danmörku og það er ljóst að þeim mun einnig fjölga hér á landi. Það er því afar mikilvægt fyrir fyrirtæki að vera vel á verði. Tryggja þarf að öruggir ferlar við millifærslur séu til staðar og að alltaf sé farið eftir þeim – líka þegar póstur eða SMS berst frá framkvæmdastjóra með fyrirmælum um hið gagnstæða. Í sumum þessara tilvika hefur reyndar verið hægt að endurheimta féð en einnig eru dæmi um að fyrirtæki hafi orðið fyrir verulegu tjóni. Svikatilraunirnar beinast ekki síður að einstaklingum og snúast oft um að ná greiðslukortanúmerum og aðgangsupplýsingum fyrir bankareikninga. Algeng aðferð er að senda fólki tölvupósta sem líta út fyrir að koma frá raunverulegum fyrirtækjum með tilmælum um að fólk slái inn greiðslukortaupplýsingar og öryggisnúmer. Gjalda skal varhug við slíkum póstum því venjuleg, heiðvirð fyrirtæki biðja ekki upp úr þurru um slíkar upplýsingar í tölvupósti. Á Norðurlöndunum hefur einnig borið á þróaðri aðferðum, m.a. tölvuvírusum sem safna aðgangsupplýsingum og auðkennum sem glæpamennirnir geta notað til að fá aðgang að netbönkum. Enn sem komið er hafa slíkir vírusar ekki borist hingað til lands, svo vitað sé.Sameinast um aukið netöryggi Glæpahópar sem stunda svik á netinu vinna oft saman, illa fengnar upplýsingar ganga kaupum og sölum og þeir láta sig landamæri engu varða. Til að bregðast við þessari ógn er nauðsynlegt að efla alþjóðlegt samstarf og samstarf á milli einstakra landsvæða. Mikilvægur áfangi í baráttunni gegn netsvikum náðist í apríl sl. þegar þrír norrænir stórbankar, Nordea, DnB og Danske Bank, settu á laggirnar samstarfsvettvang um baráttu gegn netglæpum. Samstarfsvettvangurinn nefnist Nordic Financial CERT og er eins konar fjárhagsleg netöryggissveit norrænna fjármálafyrirtækja. Síðan þá hefur fjöldi banka og tryggingafélaga bæst í hópinn og í nóvember gekk Landsbankinn í samtökin, fyrst íslenskra fjármálafyrirtækja. Fyrirtæki sem eru aðilar að samtökunum skiptast á viðeigandi upplýsingum um hvers kyns tilraunir til fjársvika á netinu og hvernig megi verjast þeim. Reynslan sýnir að netárásir eru gjarnan umfangsmiklar og beinast sjaldnast aðeins að einu fyrirtæki eða einu landi og því er afar mikilvægt að upplýsingar um netsvik og tölvuárásir berist hratt og örugglega.Hagsmunamál fyrir allt samfélagið Samstarfið á vettvangi Nordic Financial CERT bætist við annað öryggissamstarf. Landsbankinn er t.a.m. virkur þátttakandi í samstarfi öryggishóps norrænna banka sem funda vikulega. Á vettvangi Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) starfar sömuleiðis hópur sem hefur þann tilgang að sameina krafta íslenskra banka í baráttunni við netglæpi. Það er engu að síður ljóst að tilkoma Nordic Financial CERT eflir mjög getu norrænna fjármálafyrirtækja til að berjast gegn netglæpum – og ekki veitir af. Sú barátta er mikilvæg fyrir fjármálafyrirtækin, viðskiptavini þeirra og samfélagið allt. Að lokum viljum við nota tækifærið og benda á að á Umræðunni, efnis- og fréttaveitu Landsbankans, er ítarleg umfjöllun um hvernig hægt er að bera kennsl á og verjast svikatilraunum á netinu.Höfundar eru sérfræðingar í netöryggi hjá Landsbankanum og Ægir er jafnframt forstöðumaður kerfisrekstrar hjá bankanum.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar