BL hefur forsölu á nýrri kynslóð Nissan Leaf Finnur Thorlacius skrifar 6. desember 2017 10:23 Nissan Leaf af árgerð 2018. Vegna mikils áhuga og fjölda fyrirspurna viðskiptavina BL varðandi nýjustu kynslóð rafmagnsbílsins Leaf sem Nissan setur á markað strax á nýju ári, 2018, hefur BL ákveðið að hefja forsölu á bílnum. Áætlað er að nýr Leaf verðir frumsýndur hjá BL fljótlega eftir áramót og er gert ráð fyrir að fyrstu bílarnir verði afhentir í mars. BL hefur náð mjög hagstæðum samningi við Nissan í Evrópu um verð á nýjum Leaf sem umboðið mun geta boðið frá einungis 3.490 þúsundum króna. Nissan Leaf er mest seldi rafbíll heims og á nýju ári kemur hann í gjörbreyttu útliti og búinn fjölda nýrra tæknilausna. Mikil eftirspurn hefur þegar skapast eftir bílnum um allan heim, ekki síst í Evrópu og keppast umboðsaðilar við að tryggja sér bíla úr fyrstu framleiðslulotum verksmiðjunnar í Sunderland í Bretlandi þar sem bíllnn er framleiddur. Allar nánari upplýsingar veita söluráðgjafar BL við Sævarhöfða í Reykjavík. Leaf hlaut í nóvember sín fyrstu alþjóðaverðlaun þegar Tækniþróunarsamtök neytenda í Bandaríkjunum (Consumer Technology Association - CES) veittu Leaf aðalverðlaunin á tækniráðstefnu samtakanna og titilinn „Besta nýsköpun ársins“. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent
Vegna mikils áhuga og fjölda fyrirspurna viðskiptavina BL varðandi nýjustu kynslóð rafmagnsbílsins Leaf sem Nissan setur á markað strax á nýju ári, 2018, hefur BL ákveðið að hefja forsölu á bílnum. Áætlað er að nýr Leaf verðir frumsýndur hjá BL fljótlega eftir áramót og er gert ráð fyrir að fyrstu bílarnir verði afhentir í mars. BL hefur náð mjög hagstæðum samningi við Nissan í Evrópu um verð á nýjum Leaf sem umboðið mun geta boðið frá einungis 3.490 þúsundum króna. Nissan Leaf er mest seldi rafbíll heims og á nýju ári kemur hann í gjörbreyttu útliti og búinn fjölda nýrra tæknilausna. Mikil eftirspurn hefur þegar skapast eftir bílnum um allan heim, ekki síst í Evrópu og keppast umboðsaðilar við að tryggja sér bíla úr fyrstu framleiðslulotum verksmiðjunnar í Sunderland í Bretlandi þar sem bíllnn er framleiddur. Allar nánari upplýsingar veita söluráðgjafar BL við Sævarhöfða í Reykjavík. Leaf hlaut í nóvember sín fyrstu alþjóðaverðlaun þegar Tækniþróunarsamtök neytenda í Bandaríkjunum (Consumer Technology Association - CES) veittu Leaf aðalverðlaunin á tækniráðstefnu samtakanna og titilinn „Besta nýsköpun ársins“.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent