Craig þarf að svara ýmsum spurningum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. nóvember 2017 13:45 Umræða um Craig Pedersen, landsliðsþjálfara Íslands í körfubolta, verður meðal þess sem tekið verður fyrir á fundum afreksnefndar og stjórnar KKÍ í næstu viku. Þetta sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í Akraborginni í gær. Það hefur verið mikil gagnrýni á Pedersen eftir tap Íslands gegn Búlgaríu í Laugardalshöll á mánudagskvöld.Sjá einnig:Stórlaxar af Suðurnesjum ósáttir við Pedersen: „Léleg stjórnun af bekknum“Hannes sagði að það stæði ekki til að gera neinar breytingar á þjálfaramálum, en það sé eðlilegt að spyrja ýmissa spurninga. „Eins og staðan er í dag þá er Craig landsliðsþjálfari og það er ekkert verið að fara að breyta því, það er alveg á hreinu,“ sagði Hannes. Hann tók það fram að ekki er um neyðarfundi að ræða, heldur væru þetta reglubundnir fundir. Pedersen og þjálfarateymi hans er samningsbundið út þessa undankeppni sem liðið er í núna. Liðið þarf að lenda í einu af þremur efstu sætum riðilsins til þess að fara áfram í keppninni, sem er klárt markmið að Hannesar sögn. Það er enn mögulegt að íslenska liðið nái því, þó það verði erfitt eins og staðan er orðin. Eitt af því sem hefur verið á milli tannanna á fólki er hversu lítið Tryggvi Snær Hlinason spilaði í leiknum. „Þetta er það sama og maður spurði sig uppi í stúku í fyrrakvöld [á mánudaginn], afhverju hann væri ekki meira inn á,“ sagði Hannes. „Ég veit það alveg að þjálfarateimið og Craig sem aðallandsliðsþjálfari, treystir honum 150 prósent þó hann hafi ekki gert það þarna, annars hefði ekki verið farið í að fá hann frá Valencia.“Sjá einnig: Trygg(v)ir ekki eftir á„Það kom pínu bakslag í þetta með þessu tapi, þess vegna þurfum við að setjast niður og fara yfir þetta. Hvort við séum á þeirri vegferð sem við ætluðum okkur eða ekki. Markmiðið er ennþá skýrt, en við þurfum að fá ákveðin svör og vinna með það áfram hérna innandyra hjá okkur.“ „Við munum þurfa að spurja okkur ýmissa spurninga. Við eigum eftir að fá þjálfarateymið til að svara til okkar, bæði afreksnefndarinnar og stjórnarinnar. Þetta er allt hin eðlilegasta umræða, en við erum ekki að fara að gera neitt í augnablikinu,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands. Næstu leikir Íslands í undankeppninni fara fram í febrúar, þegar liðið mætir Tékkum og Finnum á heimavelli. Körfubolti Tengdar fréttir Klaufalegt tap fyrir Búlgörum í Höllinni Íslenska karlalandsliðið í körfubolta kastaði frá sér unnum leik gegn Búlgaríu í undankeppni HM í gær. Strákarnir spiluðu vel lengst af en sóknin hrökk í baklás undir lokin. Ísland hefur tapað báðum leikjum sínum í undankeppninni. 28. nóvember 2017 06:00 Fannar: Stór mistök að hafa Tryggva ekki inn á undir lokin Fannar Ólafsson, fyrrverandi landsliðsmiðherji og sérfræðingur Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport, skilur ekki af hverju Tryggvi Snær Hlinason var ekki inn á hjá íslenska landsliðinu undir lok leiksins gegn Búlgaríu í gær. 28. nóvember 2017 19:15 Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Fleiri fréttir Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sjá meira
Umræða um Craig Pedersen, landsliðsþjálfara Íslands í körfubolta, verður meðal þess sem tekið verður fyrir á fundum afreksnefndar og stjórnar KKÍ í næstu viku. Þetta sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í Akraborginni í gær. Það hefur verið mikil gagnrýni á Pedersen eftir tap Íslands gegn Búlgaríu í Laugardalshöll á mánudagskvöld.Sjá einnig:Stórlaxar af Suðurnesjum ósáttir við Pedersen: „Léleg stjórnun af bekknum“Hannes sagði að það stæði ekki til að gera neinar breytingar á þjálfaramálum, en það sé eðlilegt að spyrja ýmissa spurninga. „Eins og staðan er í dag þá er Craig landsliðsþjálfari og það er ekkert verið að fara að breyta því, það er alveg á hreinu,“ sagði Hannes. Hann tók það fram að ekki er um neyðarfundi að ræða, heldur væru þetta reglubundnir fundir. Pedersen og þjálfarateymi hans er samningsbundið út þessa undankeppni sem liðið er í núna. Liðið þarf að lenda í einu af þremur efstu sætum riðilsins til þess að fara áfram í keppninni, sem er klárt markmið að Hannesar sögn. Það er enn mögulegt að íslenska liðið nái því, þó það verði erfitt eins og staðan er orðin. Eitt af því sem hefur verið á milli tannanna á fólki er hversu lítið Tryggvi Snær Hlinason spilaði í leiknum. „Þetta er það sama og maður spurði sig uppi í stúku í fyrrakvöld [á mánudaginn], afhverju hann væri ekki meira inn á,“ sagði Hannes. „Ég veit það alveg að þjálfarateimið og Craig sem aðallandsliðsþjálfari, treystir honum 150 prósent þó hann hafi ekki gert það þarna, annars hefði ekki verið farið í að fá hann frá Valencia.“Sjá einnig: Trygg(v)ir ekki eftir á„Það kom pínu bakslag í þetta með þessu tapi, þess vegna þurfum við að setjast niður og fara yfir þetta. Hvort við séum á þeirri vegferð sem við ætluðum okkur eða ekki. Markmiðið er ennþá skýrt, en við þurfum að fá ákveðin svör og vinna með það áfram hérna innandyra hjá okkur.“ „Við munum þurfa að spurja okkur ýmissa spurninga. Við eigum eftir að fá þjálfarateymið til að svara til okkar, bæði afreksnefndarinnar og stjórnarinnar. Þetta er allt hin eðlilegasta umræða, en við erum ekki að fara að gera neitt í augnablikinu,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands. Næstu leikir Íslands í undankeppninni fara fram í febrúar, þegar liðið mætir Tékkum og Finnum á heimavelli.
Körfubolti Tengdar fréttir Klaufalegt tap fyrir Búlgörum í Höllinni Íslenska karlalandsliðið í körfubolta kastaði frá sér unnum leik gegn Búlgaríu í undankeppni HM í gær. Strákarnir spiluðu vel lengst af en sóknin hrökk í baklás undir lokin. Ísland hefur tapað báðum leikjum sínum í undankeppninni. 28. nóvember 2017 06:00 Fannar: Stór mistök að hafa Tryggva ekki inn á undir lokin Fannar Ólafsson, fyrrverandi landsliðsmiðherji og sérfræðingur Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport, skilur ekki af hverju Tryggvi Snær Hlinason var ekki inn á hjá íslenska landsliðinu undir lok leiksins gegn Búlgaríu í gær. 28. nóvember 2017 19:15 Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Fleiri fréttir Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sjá meira
Klaufalegt tap fyrir Búlgörum í Höllinni Íslenska karlalandsliðið í körfubolta kastaði frá sér unnum leik gegn Búlgaríu í undankeppni HM í gær. Strákarnir spiluðu vel lengst af en sóknin hrökk í baklás undir lokin. Ísland hefur tapað báðum leikjum sínum í undankeppninni. 28. nóvember 2017 06:00
Fannar: Stór mistök að hafa Tryggva ekki inn á undir lokin Fannar Ólafsson, fyrrverandi landsliðsmiðherji og sérfræðingur Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport, skilur ekki af hverju Tryggvi Snær Hlinason var ekki inn á hjá íslenska landsliðinu undir lok leiksins gegn Búlgaríu í gær. 28. nóvember 2017 19:15